Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Ekki væla heldur taka á málunum

Það er ekki til neins að væla yfir einhverjum úttektum. Svona líta þessir eftirlitsmenn á þetta og þá er bara að taka á því og gera það sem hægt er að gera. Þarna voru auðvitað augljósar villur eins og að 28 km væru í næsta slökkvilið en hið rétta er 9 km til Akraness. Það slökkvilið hefur alltaf verið fyrst á staðinn ef eitthvað kemur upp á sem og sjúkraflutningamenn og lögregla þaðan.

Engu máli skiptir hvort göng eru undir sjávarbotni eða í gegnum fjöll. Það eru engar útgönguleiðir úr þeim nema út um munnana. Því eru göng til hliðar eina leiðin til að fjölga útgöngu- og aðkomuleiðum.


mbl.is Athugasemdir við jarðgangaúttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullfiskaminni

Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi

Er það ekki einmitt þetta sem stundum er kallað gullfiskaminni? Það er ekki einu sinni búið að búa um sárin sem þessi flokkur skyldi eftir sig í þjóðfélaginu hvað þá að græða þau þótt talsvert hafi áunnist að undanförnu.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsaka þarf dauða laxa

Auðvitað hafa miklir þurrkar áhrif á lífríki laxveiðiánna sem og vatna. Laxinn þarf að vera vel á sig kominn til að mæta slíkum þrengingum og súrefnisskorti í vatninu. Nú er það verkefni að rannsaka þá laxa sem finnast dauðir. Ekki er ólíklegt að hluti þeirra hafi þegar verið veiddur og sleppt aftur. Stórlax sem búinn er að berjast fyrir lífi sínu við veiðimann er ekki í stakk búinn til að mæta neinum hremmingum. Það verður að kanna vel hvaða áhrif þessi tískubóla, að sleppa stórlöxum, hefur á lífslíkur þeirra.

Talið er að aðeins um 60% þeirra fiska sem sleppt er á krókaveiðum á sjó lifi af. Lax sem búið er að dauðþreyta og jafnvel særa getur tæplega haft meiri lífslíkur. Hvað þá ef hann mætir mótlæti í vatnsbúskap ánna.


mbl.is Farið að bera á laxadauða í Norðurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel valið

Ég held að þetta sé vel valið hjá bæjarráði Akraness. Árni Múli hefur víðtæka reynslu af opinberum störfum. Hann ætti líka að þekkja vel til á Akranesi enda búsettur hér á Skaga síðustu 4 ár og fæddur og uppalinn í nágrenninu.
mbl.is Árni Múli ráðinn á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðum meira af makrílnum

Þessir náungar í Samtökum uppsjávarveiða innan ESB vita greinilega ekkert frekar en Hafró á Íslandi hvað er að gerast í sjónum við Ísland. Hlýnandi sjór og þar með breytingar á lífríkinu lokka þennan fisk að ströndum landsins og þar með hafa Íslendingar einir lögsögu yfir veiðum á honum. Allar hótanir þeirra eru léttvægar og bera vott um ótrúlega fjarlægð frá raunveruleikanum.

Til að halda jafnvægi í lífríkinu þarf því að veiða drjúgt af makríl og sömuleiðis skötusel sem gert hefur sig heimakominn upp undir fjörur hér við land. Við eigum að veiða sem mest af makríl og þar að auki þarf að fullvinna þennan fisk hér á landi. Hættum að stunda hráefniöflun fyrir aðrar þjóðir.


mbl.is Vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að bretta upp ermar

Jamm. Ljótt er það. Nú þurfa Gylfi Þórðar og félagar hjá Speli heldur betur að bretta upp ermar og láta verkin tala. Þetta er ekki gott til afspurnar. Ætli þessi samtök hafi skoðað Oddsskarðsgöng eða Strákagöng?
mbl.is Hvalfjarðargöng fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig flugur eru þessar samkenndu flugur?

Hvernig líta þær út þessar samkenndu flugur? Eru þær kannski samkynhneigðar? Maður spyr og veltir þessu fyrir sér með hliðsjón af þessari setningu í fréttinni: "Icelandair og bandaríska flugfélagið Alaska Airlines hafa hafið samstarf sem einkum snýr að samkenndum flugum og samstarfi vildarklúbba"

Svona gerist þegar farið er að beygja og nota í fleirtölu á orðskrípi og tískuorð. Lengst af var talað um flugferðir en ekki flug þegar sagt var frá ferðum flugvéla milli staða. Þá lentu menn ekki í vandræðum þegar kom að beygingum eða fleirtölumyndunum


mbl.is Icelandair í samstarf með Alaska Airlines
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hættulegt?

Eru háspennukaplar í jörðu eitthvað hættulegir? Svona lagnir eru í hverju einasta bæjarfélagi og allir hafa hingað til fagnað því að háspennulagnir fari í jörðu í stað þess að vera yfir hausum fólks og til líta í umhverfinu.

 


mbl.is Buðu upp á kaffi í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að heyra

Gott að heyra þetta frá Vilhjálmi. Hann hefur ekki verið of bjartsýnn hingað til. Þó er auðvitað langt í land ennþá og við Íslendingar verðum ekki sáttir meðan fjöldi fólks er atvinnulaus og fyrirtæki greiða laun undir fátækramörkum.

Svo þarf að framfylgja lögum eins og hæstiréttur er búinn að kveða á um og þá losnar fjöldi fjölskyldna við þungar byrðar gengistryggðra lána. Um leið örvar það viðskipti og atvinnulíf.


mbl.is „Kreppan er búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullvinnum makrílinn, ekki bara frysta og bræða

Þetta er góður gangur hjá Hoffellinu á makrílveiðunum enda er nóg af þessum fiski núna við landið. Í fréttinni kemur fram að langmestur hluti aflans fer til frystingar og það er gott svo langt sem það nær.

Nú er hins vegar kominn tími til að við Íslendingar fullvinnum eitthvað af þessum frábæra fiski. Hann er mjög vinsæll heitreyktur víða um heim og eins niðursoðinn. Norðurlandaþjóðirnar hafa áratuga reynslu af slíkri vinnslu og við eigum öll tæki og tól til að hrinda þessu í framkvæmd. Hornfirðingar eru aðeins byrjaðir með heitreykingu og sá makríll er frábær en ég hef hvergi séð auglýst hvar hann er að fá.

Nýtum nú eitthvað af ónotuðum fiskvinnsluhúsum í landinu til fullnaðarvinnslu á makríl. Nægur er mannskapurinn til að vinna við þetta og markaður úti um allt. Hættum að vera bara í hráefnisöflun fyrir aðrar þjóðir.

P1010043 

Heitreyktur makríll frá Hornafirði á ferðasýningu í Perlunni í vor.


mbl.is Hefur landað 4.340 tonnum á sex vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband