Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ætli Jóhanna og Steingrímur viti af þessu?

Skjálftar um land allt. Hvurslags er þetta? Ætli Jóhanna og Steingrímur viti af þessu?
mbl.is Jarðskjálftar í Vatnajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiða meiri þorsk

Um allt land eru bátar nú bundnir við bryggju af því að þorskkvóta skortir. Júnímánuður er að byrja og nýtt fiskveiðiár ekki fyrr en í september. Skipstjórnarmenn um land allt hafa gert allt til að veiða aðrar tegundir. Þeir reyna við ýsu, ufsa skötusel, þeir eru að fá kola á línuna og karfa. Allt að fimm hundruð kíló í róðri á smábátum. Þorskurinn er allsstaðar og ég þori ekki að ímynda mér hversu mikið er búið að henda honum útbyrðis núna. Engin segir neitt um það, hvorki sjómenn né aðrir.Það er þorskur um allan sjó sem þarf að veiða því það er of mikið af þorski við Ísland. Hvort hann kallast AA eða BB eða jafnvel CC skiptir ekki máli. Það þarf að veiða hann til að honum fjölgi og hann geti orðið okkur lifibrauð til framtíðar.
mbl.is Telur þorskstofninn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir burt úr Reykjavíkurhreppi

Þarf einhvern að undra að almenningur fari á brott úr Reykjavíkurhreppi?
mbl.is Þétt umferð úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleiki lánskjaravísitölunnar sést nú vel

Enn á ný kemur í ljós hversu fáránleg lánskjaravísitalan er og sá grunnur sem útreikningur hennar byggir á. Nú ætlar ríkið enn á ný að auka tekjur með því að hækka brennivín, tóbak og kostnað við rekstur bíla. Hverjir blæða svo? Jú þeir sem eru með verðtryggð lán. Skuldir þeirra hækka en eignir eignamannanna aukast. Þeir geyma sitt á þurru á verðtryggðum reikningum.

Þarna skjóta stjórnvöld sig í fótinn. Jafnaðarstefnan býður afhroð, því miður. Á meðan við búum við þessa fáránlegu lánskjaravísitölu bitna svona aðgerðir fyrst og fremst á barnafjölskyldum og þeim sem skulda. Það er ekki í anda jafnaðarstefnu að hygla hinum ríku á þennan hátt.


mbl.is Von á víðtækari aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona eiga sveitamenn að vera

Svona eiga sveitamenn að vera! Þetta er alvöru kaupfélag þarna á Króknum og samkvæmt þessu virðist það ekki hafa lent í miklum hremmingum eins og gerst hefur með sum þeirra sem eftir eru í landinu. Kannski er það að einhverju leiti vegna traustrar stöðu þessa kaupfélags í sjávarútvegi.
mbl.is Vill lána Skagafirði 600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að fella gengið þótt ég segi að það verði ekki fellt

Gömlu gildin er að festast aftur. Nú er fólk farið að borða slátur og fisk á ný. Sjávarútvegur og landbúnaður eru undirstöðuatvinnugreinar en ekki verðbréfabrask. Það er ekki lengur hallærislegt að vera "sveitó" eða "í slorinu" og svona mætti lengi telja. Fast gengi gjaldmiðilsins var við líði vel fram undir síðustu aldamót. Ekki gleymi ég orðum Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra í byrjun níunda áratugarins. Þá var hann spurður af fréttamanni útvarps á gamlársdag hvort gengið yrði fellt. "Nei" sagði Steingrímur. Annan janúar var gengið fellt og Steingrímur var aftur inntur svara við því af hverju það hefði verið gert þar sem hann hefði sagt að það yrði ekki fellt. "Það er hægt að fella gengið þótt ég segi að það verði ekki fellt," var svarið.
mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnur fær milljarð afskrifaðan

Það er ljóta fjandans klemman sem við erum komin í eftir þessa umsókn til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þar eru eyrnaklemmurnar hertar með hverjum deginum sem líður. Er ekki athugandi að bakka út úr þessum skratta, sem í gegnum tíðina hefur sett hverja þjóðina á fætur annarri á hausinn? Lilja Mósesdóttir hefur lagt til að láninu verði skilað. Jóhanna segir í raun núna að stjórnvöld geti ekkert gert neitt til að hjálpa heimilum landsins. Eina sem virðist gert er að bjarga krimmunum. Það nýjasta er að Finnur Ingólfsson losnar við milljarð. Fjölskyldurnar eru að tala um tugi, eða hundruði þúsunda, kannski milljónir. Steingrímur Sigfússon varaði við AGS samingnum. Voru Solla og Geir í tómu klúðri þegar þau reyndu að bjarga því sem Davíð og kó höfðu komið okkur í? - Sennilega var þetta allt plat með kosningarnar og ríkisstjórn. - Við ráðum engu hér.
mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoða olíufélögin aftur

Samkeppnisstofnun hefur greinilega verið á fullu að undanförnu. Þar eru teknir fyrir bændur og nú síðast hótelin. Nú hlýtur röðin að vera komin að oíufélögunum aftur. Þar er samráðið enn á fullu eins og verðskilti við bensínstöðvarnar gefa til kynna.
mbl.is Bændasamtökin brutu samkeppnislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mandarínsteggir algengir hér?

Mandarínendur eru sérlega glæsilegir fuglar. Tvær slíkar heimsóttu Fljótsdalshérað vorið 2006. Talið var að þær kæmu úr fuglagarði á Bretlandi. Eins og í þessu tilfelli í Sandgerði voru þetta steggir og héldu þeir sig nokkuð lengi á Héraði, aðallega á tjörnum rétt við Egilsstaði. Þær settust þó óvænt á skorsteininn á heimli mínu að Eyvindará IV við Egilsstaði daginn sem kosið var til sveitarstjórna í maí 2006.

 Mandarínunar Mandarínurnar 

Mandarínendurnar á skorsteininum og við tjörn á Eyvindará


mbl.is Mandarínönd í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorgotssíldin komin

Gott til þess að vita að vorgotssíldin sé farin að veiðast. Ekki veitir af gjaldeyrinum í íslenska þjóðarbúið. Þetta er sá síldarstofn sem hélt okkur uppi á fimmta og sjötta áratugi síðustu aldar. Vonandi að vorgotssíldin komi inn í íslenska lögsögu líka eins og hún hefur gert síðustu ár og gerði í miklum mæli á árum áður. Hún braggast og verður feit og fín í júlí. Komi hún fagnandi.
mbl.is Fyrsta norsk-íslenska síldin í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband