Veiða meiri þorsk

Um allt land eru bátar nú bundnir við bryggju af því að þorskkvóta skortir. Júnímánuður er að byrja og nýtt fiskveiðiár ekki fyrr en í september. Skipstjórnarmenn um land allt hafa gert allt til að veiða aðrar tegundir. Þeir reyna við ýsu, ufsa skötusel, þeir eru að fá kola á línuna og karfa. Allt að fimm hundruð kíló í róðri á smábátum. Þorskurinn er allsstaðar og ég þori ekki að ímynda mér hversu mikið er búið að henda honum útbyrðis núna. Engin segir neitt um það, hvorki sjómenn né aðrir.Það er þorskur um allan sjó sem þarf að veiða því það er of mikið af þorski við Ísland. Hvort hann kallast AA eða BB eða jafnvel CC skiptir ekki máli. Það þarf að veiða hann til að honum fjölgi og hann geti orðið okkur lifibrauð til framtíðar.
mbl.is Telur þorskstofninn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband