Vorgotssíldin komin

Gott til þess að vita að vorgotssíldin sé farin að veiðast. Ekki veitir af gjaldeyrinum í íslenska þjóðarbúið. Þetta er sá síldarstofn sem hélt okkur uppi á fimmta og sjötta áratugi síðustu aldar. Vonandi að vorgotssíldin komi inn í íslenska lögsögu líka eins og hún hefur gert síðustu ár og gerði í miklum mæli á árum áður. Hún braggast og verður feit og fín í júlí. Komi hún fagnandi.
mbl.is Fyrsta norsk-íslenska síldin í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband