Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Rétt hjá Steinunni Valdísi

Þetta hárrétt hjá Steinunni Valdísi. Það er full þörf á að hafa hraðar hendur í ýmsum málum og þvi full ástæða til að hafa þingið starfandi í sumar. Ekki veitir heldur af að vinna upp tafirnar sem Sjálfstæðismenn standa fyrir þessa dagana.
mbl.is Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sögðu Davíð og Geir?

Þeir sögðu allt í lagi. En auðvitað ættti lánskjarvístalan að vera mun lægri og þar með verðbólgan. Lánskjaravísitalan er reiknuð út frá tæplega þriggja ára gömlu neyslumynsti. Erum við að neyta sömu hluta og fyrir þremur árum? Sennilega bara þeirra sem eru ókeypis. Hvernig væri að gera nýja neysluverðskönnun til að byggja á?
mbl.is Skuldir þjóðarbúsins meiri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á hann við þessi drengur?

Hvað á hann við þessi drengur? Átta mig ekki alveg á þessu. Ef gömlu bankarnir eiga að vera með þessi svokölluðu lánasöfn vegna þess að þau séu svo léleg. Er það til þess að afskrifa þetta algjörlega og ríkið fái ekkert í sinn hlut. Betra er litið en ekkert fyrir ríkissjóð núna. Svo hefur þessi forsvarsmaður eins helsta okurfyrirtækis landsins um árabil áhyggjur af heimilum landsins. Ef hann ætlar að vera sjálfur sér samkvæmur þá skilur hann auðvitað skuldir heimilanna líka eftir hjá gömlu bönkunum. Þar með eru þær afskrifaðar.
mbl.is Lánasafn nýju bankanna afar lélegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna þarf að taka að sér forystuna

Jóhanna Sigurðardóttir þarf nauðsynlega að taka að sér forystu Samfylkingarinnar núna. Þó ekki væri nema tímabundið. Ingibjörg Sólrún hefur haldið flokknum saman að undanförnu og það er hvorki gott fyrir Samfylkinguna né þjóðina alla að óvissa skapist um stjórn þessa næst stærstra stjórnmálaflokks landsins. Nú þegar allt er á brauðfótum í þjóðfélaginu.
mbl.is Össur biðlar til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Gutti

Óska Guðbjarti Hannessyni til hamingju með þennan afgerandi sigur. Gutti er verðugur fulltrúi okkar Skagamanna á Alþingi. Læt fylgja með gamla mynd af kappanum sem tekin er í skátaútilegu í Hákoti í Leirárdal, líklega fyrir tæpum 40 árum. Hann hefur ekkert elst síðan og eldmóðurinn sá sami.

IMG_0010 Gutti "ískaldur" 


mbl.is Guðbjartur efstur - Ólína í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja

Jæja, karlinum er ekki alls varnað. Hann veit þá að hans tími er liðinn en tími Jóhönnu kominn.
mbl.is Jón Baldvin skorar á Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti að gera strax

Auðvitað átti strax í vetur að leita til erlendra sérfræðinga. Það er jafnvel ekki of seint ennþá. Þessi kona veit hvað hún syngur.
mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er að átta sig

Þetta sýnir einfaldlega að þeir sem eru að kjósa Vinstri græna í dag eru ekki eins ofstækisfullir og Kolla. Fólk er búið að átta sig á að einhvern grunn þarf til að byggja upp lífið. Það er ekki nóg að tína fjallagrös, meira þarf til.
mbl.is Keik og stolt í sjötta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna ekki austur?

Austfirðingar eru smá saman að tapa sínum þingmönnum eftir stækkun kjördæma. Framsóknarmennirnir fóru við síðustu kosningar og nú Samfylkingarfólkið. Sigmundur Ernir lítur greinilega sig sem fulltrúa Norðlendinga enda talar hann um að flytja norður. Hann veit kannski ekki að kjördæmið nær frá Siglufirði í norðri allt suður til Djúpavogs. Hvers vegna flytur hann ekki austur?
mbl.is Næsta skref að flytja norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott

Að þrjú hundruð manns skuli mæta núna er gott. Ríkisstjórnin er í tómu tjóni og þarf að gera meira. Íhaldið nýtur góðs af í sinni skelfingu.
mbl.is Á þriðja hundrað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband