Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Þá selst meira

Þegar verð á matvælum lækkar þá selst meira af þeim. Menn hafa orðið ríkir af því að selja matvæli á lægra verði en aðrir. T.d. Jóhannes í Bónus.
mbl.is Hvalkjötsverð lækkar í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgja fleiri í kjölfarið?

Nú er spurning hvort fleiri fylgi í kjölfarið. Það er raunar ótrúlegt að Alþingi skuli hafa veitt heimild til gjaldtöku vegna þessarar neyðarráðstöfunar sem fólki gefst kostur á. Þessir sjóðir hafa verið með fjármuni almennings til ráðstöfunar og þess vegna ættu þeir ekki að þurfa neitt aukagjald til að borga hluta þess út eitthvað fyrr en ella hefði verið. Það er ótrúlegt hve margir ætla að græða á hremmingum fólks í kreppunni.


mbl.is Hætt við að innheimta kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hugsa þessi 12,6%?

Get vel skilið að flestir vilji stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna en hvað hugsa þessi 12,6% sem vilja Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta fólk hefur ekki áttað sig á því hvað við erum að upplifa núna eftir einkavæðingarstefnu þessara flokka síðustu 18 ár. Það man heldur ekki eftir misgengi húsnæðislána og tekna 1983 þegar Steingrímur og Þorsteinn Pálsson ákváðu að frysta launavísitölu en halda lánskjaravísitölu áfram í yfir 100% verðbólgu. - Aldrei aftur Framsókn og Sjálfstæðisflokk!
mbl.is Flestir vilja stjórn S og V
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítt með vændið

Ég segi bara skítt með vændið en hvernig eigum við að geta treyst hæstarétti sem dæmir blaðamann fyrir ummæli viðmælanda, sem samþykkt hefur viðtalið?
mbl.is Ekki ráðist í rannsókn vegna Vikumálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athafnamaður?

Smá spurning. - Hver er athafnamaður? Er það verkamaðurinn sem vinnur vinnuna sína, bóndinn, sjómaðurinn eða er það bísnessmaðurinn sem græðir á kostnað annarra?


mbl.is Jón Gerald kynnir Smart Kaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá lækka hinir líka

Þá lækka hinir í dag líka. Samráð? nei. Bullandi samkeppni. Bara spurning um hver lækkar eða hækkar fyrst. Hinir fylgja strax á eftir og nánast alltaf sama verð.
mbl.is Atlantsolía lækkar verð á dísilolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleppa!!!

Það er gott til þess að vita að hægt er að sleppa endunum á varðskipunum. Þau gera lítið gagn fastbundin við tónlistarhúsið í Reykjavík.
mbl.is Varðskip í viðbragðsstöðu við Vestfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði þetta gerst með útvarps- eða sjónvarpsviðtal?

Þessi dómur er vægast sagt fáránlegur. Nú hlýtur hver einast blaðamaður að velta vel fyrir sér því sem viðmælendur hans segja. Að ekki megi hafa orðrétt eftir viðmælenda án þess að blaðamaðurinn eigi von á dómi fyrir er einfaldlega rugl. Ég er viss um að ef samskonar ummæli hefðu verið viðhöfð í útvarps- eða sjónvarpsviðtali hefði dómur Hæstaréttar orðið annar.
mbl.is Blaðamannafélagið mótmælir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhróður af versta tagi

Er það virkilega svo að einhver hafið haldið því fram á Alþingi eða í pólitískum umræðum að Hörður Torfason væri að þiggja peninga frá einhverjum til að berjast fyrir hugsjónum? Þeim mönnum sem slíkt gera er vorkunn. Þeir hafa ekki hugmynd um hvern persónuleika Hörður Torfason hefur til að bera.  Skammist ykkar, þið sem slíkum óhróðri dreifið. Hörður Torfason er tónlistarmaður og hefur framfleytt sér af tónlist sinni og frábærum ljóðum í marga áratugi. Hann er einn fárra tónlistarmanna sem hefur sinnt landinu öllu, farið í reglulega tónleika um land allt í áratugi. Það þekki ég eftir ríflega tveggja áratuga búsetu fjærst heimabyggð Harðar; á Austurlandi.

Ég man eftir honum koma einum keyrandi á tónleika eystra á Suzuki slyddujeppa sínum í bullandi óflærð að vetrarlagi og hann fékk fullt hús í Valaskjálf á Egilsstöðum hvað eftir annað. - Haltu áfram Hörður!!! - Þið aumingjar sem svívirðið hann; hafið skömm fyrir. - Þetta er óhróður af versta tagi.


mbl.is Hörður Torfason: „ólaunað og sjálfsprottið“ starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tefja þjóðþrifamál

Auðvitað var þetta bara málþóf og til skammar fyrir þá sem að því stóðu. Það er brýnt að vinna hratt og örúgglega núna. Í gærkvöld var þjóðþrifamál á ferð um viðbótarlífeyrissparnað, sem kemur mörgum skuldugum til góða. Ekki veitir af að drífa þau í gegn.

En hvenær varð Mörður þingmaður Sjálfstæðisflokks? eins og fram kemur í fyrstu útgáfu fréttarinnar


mbl.is Fjórða stigs málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband