Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Gott framtak Skógræktarinnar

Þetta er frábært framtak hjá Skógræktinni að gefa út leiðbeiningarit um sveppatínslu. Að vísu kom út einu sinni góð bók um sveppi eftir einn helsta sveppasérfræðing landsins, Helga Hallgrímsson líffræðing frá Droplaugarstöðum á Héraði. Góða matsveppi er víða að finna og þeirra bestir eru lerkisveppir. Gott er að smjörsteikja þá og frysta. Þannig er þeir til taks í sósur, súpur og sveppajafning fram að næstu svepptíð. Svo má einfaldlega tína lerkisveppina beint upp í sig, bara að snúa þá upp, ekki skera.
mbl.is Ekki sama hver sveppurinn er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig eru gula og græna?

Hvaða skilaboð eru Magga Blöndal og félagar að senda með þessu hjarta á rauða ljósinu? - Ætli það lifi nógu lengi til að tími sé til einhverra athafna? eða eru þetta kannski skilaboð um hið gagnstæða, stopp á ástina, rauða ljósið er jú stoppmerki. - Hvernig eru svo gula og græna ljósið? 
mbl.is Ást á rauðu ljósi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt kvótakerfinu að kenna

Engan þarf að undra að fólk vanti til vinnu á Vestfjörðum. Þaðan hefur fólk flutt á burtu á undanförnum árum. Líklega er það allt kvótakerfinu að kenna því Vestfirðingar seldu frá sér lífsbjörgina í stórum stíl og þeir sem yfir henni réðu lifa eflaust góðu lífi núna og afkomendur þeirra.  - En......einhversstaðar annarsstaðar.
mbl.is Ekkert atvinnuleysi á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrt fólk

Þetta þarf ekki að koma á óvart. Fólk í hinum vestræna heimi er orðið svo veruleikafirrt. Það heldur eflaust að kjúklingarnir, kalkúnarnir, nautin og allt annað af dýrum, sem það borðar sé framleitt í verksmiðjum. Lundinn fær ekkert slæman dauðdaga, er snúinn úr hálslið og með það sama er hann dauður. Þetta er svipað og með þá sem agnúast út í hrefnuveiðarnar og finnst þær ógeðslegar. Sýningin sem fékkst um daginn þegar háhyrningarnir drápu hrefnuna gerði kannski einhverjum ljóst að slátrun mannskepnunnar á dýrum gengur fljótar fyrir sig en meðal dýra.
mbl.is Kvartað vegna mynda af lundaveiði á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Gísla en hvað með Samkeppnisstofnun?

Þetta er þarft og gott framtak hjá Gísla. Hvort eitthvað kemur út úr þessu er annað mál. Ætti ekki Samkeppnisstofnun að gera eitthvað í málunum líka? Samráðið virðist ekkert hafa minnkað með árunum.
mbl.is Olíufélög boðuð á fundi um verðmyndun gagnvart neytendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er þessi gamla götumynd?

Hvaða gömlu götumynd eru menn alltaf að tala um? Ég labbaði Laugaveginn fyrir stuttu og allt næsta nágrenni. Laugavegur og Hverfisgata eru hrærigrautur bygginga af öllum mögulegum gerðum. Þau fáu gömlu hús sem eftir standa hafa ýmist verið skemmd með seinni tíma breytingum eða þá þeim hefur ekki verið haldið við og eru því ekkert augnayndi. 
mbl.is „Skýrir hvers vegna síðasti meirihluti sprakk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna að púkka upp á Reykjavikurhrepp?

Hvernig er hægt að átta sig á þessari hreppsnefnd Reykjavíkurhrepps. Hún er út og suður í málefnum Listaháskóla Íslands. Er ekki bara ráð fyrir aðrar hreppsnefndir þessa lands að bjóða Listaháskólann velkominn með þessa teikningu. Háskólar eru ekki bara bygging, þeir eru samfélag fólks og því þarf að líða vel. Háskóli getur aldrei gengið þar sem fólk er óvelkomið. Það er góð reynsla af háskólasamfélögum annarsstaðar á landinu, Bifröst, Hvanneyri, Akureyri, Hveragerði, háskólasetur á Egilsstöðum og svona mætti lengi telja. Oddviti sjálfstæðismanna í hreppsnefnd Reykjavíkur er greinilega ekki á sama máli og sveitarstjórinn þar. Er ekki bara rétt fyrir Björgólf og Listaháskólann að segja skilið við Reykjavíkurhrepp, bjóða sveitarstjóranum lóðina til kaups fyrir einhver kofatildur sem honum eru kær og kaupa aðra lóð annarsstaðar. Ég er viss um að það eru til góðar lóðir fyrir þetta hús hér á Akranesi, til dæmis. - Hvers vegna að púkka upp á Reykjavíkurhrepp?
mbl.is Sjónarhorn beggja verði virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klikkaði tölvupósturinn?

Hann verður sífellt furðulegri þessi skrípaleikur með eldsneytisverðið. Hækkað og lækkað á víxl. Maður veltir fyrir sér hvort olíufélögin geri innkaupin í brúsum en ekki heilu skipsförmunum. Í það minnsta virðast ákaflega litlar birgðir til þegar verð er hækkað en lækkanirnar standa frekar á sér. Afsakanir forsvarsmanna þessara undrafyrirtækja eru líka skrautlegar. Núna lækkun gengis og síðan hækkun gengis. Tvær verðbreytingar sama daginn. Var þetta ekki bara þannig að hin félögin fylgdu ekki Skeljungi eftir að þessu sinni, tölvupósturinn hefur eitthvað klikkað, kannski eru topparnir hjá hinum félögunum í sumarfríi? - Þetta er brandari allt saman sem ekki er nokkrum bjóðandi.
mbl.is Skeljungur lækkar verðið aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður í Reykjavíkurhreppi

Er það ekki einhvern veginn svona sem einræðisherrar vinna? - Konan gerði ekki neitt annað en segjast þurfa að skoða betur hugmyndir um Listaháskólann og leggja málið fyrir nefndina. Einmitt það sem þarf að gera en ekki slá hugmyndina af strax eins og Ólafur F. virðist gera án frekari skoðunar. Enn eitt klúðrið hjá meirihluta hreppsnefndar Reykjavíkurhrepps.
mbl.is Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veist ekki hvað þeir komast þessir Bronkóar

Það að aka upp Bankastrætið hefur nú gerst áður. Sagan segir að Austfirðingur einn hafi á sjöunda áratugnum gert sér ferð til Reykjavíkur að kaupa sér Bronco jeppa sem þá voru það nýjasta á jeppamarkaðnum. Hann notaði auðvitað ferðina til ýmissa viðvika fyrir sig og sveitunga sína í leiðinni. Á ferð hans um miðbæinn beygir hann inn á Bankastræti úr Lækjargötu. Lögregluþjónn stöðvaði hann á leiðinni upp "Bakarabrekkuna" og segir við hann: "Þetta er ekki hægt, þú getur ekki farið hér upp". - Sá gamli var fljótur til og svaraði.  "Jú jú gæskur þetta er hægt, þú veist ekki hvað þeir komast þessir Bronkóar."


mbl.is Ók upp Bankastrætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband