Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Fjöldi farþega jókst......klúður

Af hverju þarf alltaf þessar málalengingar og afbökun í einföldum textaskrifum? Í þessari frétt er gott dæmi um þetta klúður: "Fjöldi farþega í flugi Flugfélags Íslands til og frá Vestmannaeyjum jókst um 27% fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 miðað við sama tímabil á fyrra ári." - Væri ekki betra að segja: Farþegum Flugfélags Íslands til og frá Vestmannaeyjum fjölgaði um 27%....

Svo er þessi árátta að nota alltaf um er að ræða eins og gert er síðar í textanum. Algjörlega óþarft. Annars er bara gott að fleiri fljúgi milli lands og eyja. Það tryggir vonandi áframhaldandi áætlunarflug.

 


mbl.is Farþegum FÍ til og frá Eyjum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takmarka ferðir virkjunarmanna frekar en ferðamanna

Það er athyglisverð spurning hvort takmarka eigi aðgang að hálendinu. Ljóst er að álagið hefur aukist mikið en er ekki fyrst ástæða til að auka eftirlit og bæta merkingar til muna. Það er ekki bara að mannfólkinu hafi fjölgað heldur hafa t.d. hestaferðir aukist mikið og bílarnir verða sífellt öflugri, þannig að full þörf er á auknu eftirliti. Þá er nú ekki úr vegi að fjölga salernum þar sem fjöldinn er mestur þannig að menn séu ekki að setja allt frá sér úti á víðavangi. Frekar ættum við að bæta úr þessum hlutum en takmarka aðganginn. Álagið er að vísu mikið á tiltölulega fáa staði á hálendinu og því spurning hvort þeir sem nýta fjölmennustu staðina eigi með einhverjum hætti að borga þann kostnað sem þessu fylgir.

Mér að meinalausu mætti hins vegar alveg takmarka aðgang stórvirkjunarmanna og verktaka á þeirra vegum enn frekar um hálendið. Reynslan af þeim norðan Vatnajökuls segir manni að lög um mat á umhverisáhrifum eru engan veginn nóg til að halda í við svoleiðis menn.fjallaferd 017

 

Myndin sýnir Kárahnjúkastíflu í byggingu.


mbl.is Þarf að takmarka aðgang að hálendinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona hefur nú heyrst áður

Einhvern veginn finnst manni að svona nokkuð hafi heyrst áður. Þrátt fyrir fullt af símafyrirtækjum og endalausa samruna þá virðist nú óttalega lítið gerast til lækkunar á verði. Oftast eru þessi gylliboð nú háð einhverju og þýða um leið hækkun á einhverju öðru, t.d. hringingum á milli símafyrirtækja. Þetta er orðið hið versta mál þegar vinir og ættingjar eru orðnir "misdýrir" vilji maður vera í sambandi við þá. Það var jú eitthvað til sem hét Tal einu sinni. - Fer þetta kannski allt í hringi á þessum símamarkaði?
mbl.is Boða 20-30% lækkun fjarskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómalaust: Hvað er að?

Þó svo að ég ætli ekki að dæma prestinn á Selfossi nú rétt í þann mund að rannsókn er að hefjast á því hvort karlinn hafi misstigið sig í kynferðislegum athöfnum af einhverju tagi þá getur maður ekki orða bundist og velt fyrir sér hvað er eiginlega að gerast hjá kirkjunnar fólki.

Af hverju koma ítrekað upp dæmi um einhverskonar ólöglegt kynferðilegt athæfi presta og annarra sem koma nálægt kirkjulegu starfi? Þetta er ekki einskorðað við Ísland, síður en svo. Þessa óáran virðist víða að finna. - Hvað veldur þessu hjá fólki sem er treyst, fólki sem á að vera vel að sér í umgengni við annað fólk, þetta gerist hjá fólki sem aðrir treysta fyrir sínum dýpstu sorgum, mestu gleði og öllu þar á milli.

Þetta er ekki svo einfalt að skýringa sé að leita í göróttu messuvíni eða að skrattinn hafi komist með krumlurnar í vígða vatnið. - Það er bara allt of algengt að einhver svona dæmi komi upp og kirkjan þarf, ekki síður en allur almenningur að taka sig á í mannlegum samskiptum og umfram allt þurfum við öll að bera virðingu fyrir þeim sem eru í kringum okkur. Við þurfum að hrekja á burt þessar hroka- og ofbeldishugsanir, sem tröllríða samfélaginu, nánast hvar sem er.


mbl.is Prestur í leyfi frá störfum vegna kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný tegund hænsnfugla: Bringuhænur!

"Tollur á ferskum kjúklingabringum sem fluttar eru inn frá Evrópusambandinu er mun lægri en tollur af öðrum tegundum kjúklings." - Já þessir bringukjúklingar hljóta að vera merkileg tegund hænsnfugla. Ekki eru þetta íslensk haughænsn eða landnámshænur eins og þær eru lika kallaðar nú orðið. Svo hefur maður heyrt um ítalskar hænur en ekki fyrr um þessar bringuhænur. - Hvernig ætli þær líti út? 
mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hógværar löggur í venjubundnu eftirliti

Það eru sko alvöru löggur á Akureyri, sem uppgötva hlutina við venjubundið eftirlit. - Þetta eru sko löggur sem eitthvert vit er í. - Hvað ætli að þær sjái við óvenjubundið eftirlit fyrst þær sjá í gegnum fólk við venjubundið eftirlit? - Mér finnst þetta hógværar löggur en þeim hefði alveg verið óhætt að segja að grunur hafi verið um eitthvað saknæmt og þess vegna hafi þær mætt með hvutta með sér á flugvöllinn. - Löggan var bara greinilega að standa sig vel á vaktinni.
mbl.is Með fíkniefni innvortis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru sjónvarpsmyndavélar ómarktækari en eftirlitsmyndavélar?

Er ekkert að marka allar þessa fréttamyndir sem þjóðin sá af lögregluofbeldinu við Rauðavatn á dögunum? - Eru ekki lögreglustjórinn og hans menn nánast daglega að nota eftirlitsmyndavélar til að upplýsa sakamál og komast að hinu sanna? - Eru þær kannski jafn ótrúverðugar og allar myndavélarnar sem notaðar voru við Rauðavatnsslaginn? - Eru þá allar sakfellingarnar og sektargjörðirnar vegna eftirlitsmyndavéla í þéttbýli og við þjóðvegi ómarktækar?

Þetta eru allt spurningar sem vakna við lestur þessara stórkostlegu skýringa lögreglustjórans þegar hann reynir að skýra út fyrir þjóðinni að gasárás lögreglunnar hafi verið óumflýjanleg. Þetta er eiginlega kostulegur lestur og allt að því skemmtilestur.  - GAS!!! - GAS!!! - GAS!!!


mbl.is Það sem gerðist var óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljóðskúlptúr? - Er þetta list?

Það hefur að vísu verið svolítið teygjanlegt um árabil hvað menn kalla list. Ekki kannski alltaf auðvelt að skilgreina hana frekar en menningu. Þó held ég að fólki detti yfirleitt eitthvað skapandi og athyglisvert í hug þegar minnst er á list.

Þess vegna datt mér í hug einhver skúlptúr, einhver karl sem færi með bænir, þegar ég las fyrirsögninna og hélt að orðið bænakall í henni væri einungis slangur og því ekki r í kalli. Ekki síst þegar ég las aðeins lengra og sá að verkið var eignað myndlistarnema.

Svo kemur bara í ljós að þetta er ósköp venjuleg hljóðupptaka af einhverju bænahaldi. Ég hef að vísu heyrt margar listrænar hljóðupptökur en man ekki eftir að þær hafi verið kallaðar hljóðskúlptúr og látnar glymja yfir byggð ból og það að næturlagi. Auk þess hafa þær alltaf verið mikið unnar og hrein list þess vegna. 

Já listin er torskilin og sama á líka við menningu. Erfitt er að skilgreina hana. En er þetta ekki svolítið langsótt að kalla hljóðupptöku af bænahaldi hljóðskúlptúr? - Maður hlýtur að ætlast til einhvers meira af myndlistarnema og Listahaskólanum. Kannski er eitthvað meira þessu tengt, sem ekki er getið um í fréttinni. - Hversu lengi er hægt að teygja og hártoga listahugtakið?


mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilega þarfaþing þessar rafstuðsbyssur

Nú skilur maður hversvegna löggan leggur svona mikla áherslu á að fá þessar rafstuðsbyssur. Þær henta auðvitað miklu betur í brúðkaupum heldur en gashylki og kylfur. Aldrei að vita nema álíka aðstæður komi upp hér á landi eins og getið er um í þessari frétt frá henni Ameríku.
mbl.is Brúðkaupsveislan endaði með slagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem fer upp kemur aftur niður

Allt sem fer upp kemur niður aftur - Þannig er það nú. Er ekki líka hugsanlegt að svoldið geyst hafi verið farið í mannaráðningar meðan stjórnendur bankanna töldu sér trú um að endalaust væri hægt að hlaða á yfirbygginguna án þess að undirstaða væri til staðar. Maður hefur heyrt svo marga skemmtilega titla á bankamönnum síðustu árin og sérstök nöfn á deildum.

Verst kemur þetta auðvitað niður á þeim bankamönnum, sem missa vinnuna núna. Oft á tíðum er byrjað að fækka á gólfinu, þar sem þarf nokkuð marga einstaklinga til að spara jafn mikið og ef ofar væri farið í yfirbygginguna.


mbl.is Bankastarfsmenn uggandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband