Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Einkarekin velferðarþjónusta óhagkvæmari????

Þetta er áhugaverð fyrirsögn á frétt og þess vegna bjóst maður við einhverju í fréttinni um einkarekna velferðarþjónustu fyrst konan á að hafa sagt þetta á fundi á Húsavík. - Ekki er hins vegar staf um þennan einkarekstur að finna í fréttinni. - Eitthvað hefur klikkað einhversstaðar við þessi fréttaskrif!!!
mbl.is Einkarekin velferðarþjónusta óhagkvæmari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafbyssur handa löggunni: STUÐ!!! STUÐ!!! STUÐ!!!

Rafstuðsbyssur eru einmit það sem lögregluna vantar núna. Það er álit þeirra sjálfra og kemur fram í ályktun landsþings lögreglumanna. Þetta eru vopn sem misjafnar sögur fara af og virðast geta verið stórhættuleg. Ef svo fer að lögreglunni verður að ósk sinni má fastlega reikna með að á landsþinginu að ári verði krafan um að fá skammbyssur til að ganga með daglega.

Rafbyssurnar telur lögguþingið minnka líkur á slysum lögregluþjóna. - Líklegt verður þó að telja að ef lögreglan vopnast þá vopnist andstæðingarnir líka. Þeir geri sig klára til að svara á sama hátt.

Lögreglan hefur sýnt að hún ræður ekki almennilega við þau vopn sem hún nú þegar hefur; kylfurnar og spraybrúsanna. Meirihluti þjóðarinnar telur hana hafa gengið of hart fram þegar hún beitti spraybrúsunum á dögunum gegn fólki við Rauðavatn. Þetta sýnir ný skoðanakönnun. Nei það getur varla verið skynsamlegt að vopna þá enn meir. Frekar væri að taka til endurskoðunar námsskrána í Lögregluskólanum og kanna hvort ekki er hægt færa áherslurnar þar eitthvað frá ofbeldishugsunum yfir á mannlegar nótur. - Það hlýtur að vera eitthvað bogið vð námsskrána þar fyrst hugsun hópsins er á þann veg að leysa beri vandamál með ofbeldi. - Næsta viðvörun verður kannski: STUÐ!!! - STUÐ!!! - STUÐ!!!


mbl.is Allir lögreglumenn fái rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt að svona skuli enn vera til

Það er athyglisvert og um leið sorglegt að sjá það haft eftir formanni Sambands íslenskra framhaldsskólanema að iðnnemar séu misnotaðir á vinnumarkaði hér á landi. Þetta er í raun sama og verið var að berjast gegn á þessum sama vettvangi fyrir rúmum þremur áratugum. Auðvitað hefur margt breyst til batnaðar á þeim tíma en þegar ég var í prentnámi á árunum 1972-1976 voru helstu baráttumálin gegn meistarakerfinu og gegn misnotkun vinnuveitenda á iðnnemum. Mörg ljótt dæmi um hálfgert þrælahald meistaranna á nemunum komu þá inn á borð stjórnar Iðnnemasambandsins en í þeirri stjórn sat ég í ein 2 ár. Þetta var sérstaklega áberandi í iðngreinum sem ásókn var í og það notfærðu meistarar sér óspart með því að nýta nemana meira en góðu hófi gegndi fyrir lúsarlaun. Svona dæmi eru því miður ennþá til.

Iðnnám á að vera jafnt bóknámi en ekki skör lægra eins og því miður hefur verið reyndin í íslensku skólakerfi í gegnum tíðina. Það er allra hagur að hafa vel menntaða iðnaðarmenn ekki síður en vel menntað fólk á öðrum sviðum. - Þeir iðnmeistarar sem enn eru við sama heygarðshornið og fyrir rúmum þremur áratugum ættu að skammast sín.


mbl.is „Iðnnemar misnotaðir á vinnumarkaði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælahundur!!! - Lögregluhundur!!!

Hundur fannst á Suðurlandsvegi við Rauðavatn 1. maí. --Einmitt, réttur staður og stund ---MÓTMÆLAHUNDUR --- Kannski LÖGREGLUHUNDUR ----GAS!!!  W00t  ----VOFF!!!
mbl.is Hundur fannst við Rauðavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir þurfa stöðugt að vera á vaktinni

Þau eru mörg baráttumálin sem hreinlega hafa verið lögð upp í hendurnar á íslenskri alþýðu nú á síðustu dögum og verða verðugt umhugsunarefni í dag á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. - Já það er baráttudagur verkalýðsins í dag, ekki frídagur verkamanna, eins og maður heyrir oft talað um. Vissulega á flest launafólk frí frá vinnu í dag en ekki allt. Til að mynda ekki það starfsfólk sjúkrahúsa sem sinnir skjólstæðingum sínum. Það er einmitt á því fólki sem spjótin standa helst núna. 

Markvisst virðist unnið að því að grafa undan okkar ágæta heilbrigðiskerfi en sem betur fer hefur tekist að hrinda frá einni af þeim atlögum um hríð. Þetta er eitt af mörgum dæmum sem er ágætis umhugsunarefni fyrir okkur í dag. Heilbrigðiskerfið er einn af hornsteinum þjóðfélagsins og í raun grunnur fyrir jafnrétti og velgengni. Það verður ekki rekið án starfsfólks, þótt einhverjir hafi haldið annað en vonandi komist að hinu sanna í gær. Það er heldur ekki fýsilegur kostur fyrir okkur að fórna því á altari mammons og því þarf að fara varlega í allar hugmyndir um einkavæðingu.

En það er að mörgu að hyggja í dag þótt mér séu heilbrgiðismálin efst í huga. Sem betur fer eru enn farnar kröfugöngur á baráttudegi verkalýðsins þótt vegur þeirra hafi farið minnkandi í gegnum tíðina. Ég hef þó trú á að atburðir síðustu vikna hér hafi vakið marga til umhugsunar um að velferðin er ekki eins sjálfgefin og við höfum talið. Hana þarf að verja og almenningur þarf stöðugt að vera á vaktinni. - Við megum ekki gleyma okkur.

april-mai 009 

Myndin var tekin þegar þátttakendur í kröfugöngunni á Akureyri pökkuðu saman fánunum og gengu inn í Sjallann til baráttufundar í dag.


mbl.is Kröfuganga frá Hlemmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband