Takmarka ferðir virkjunarmanna frekar en ferðamanna

Það er athyglisverð spurning hvort takmarka eigi aðgang að hálendinu. Ljóst er að álagið hefur aukist mikið en er ekki fyrst ástæða til að auka eftirlit og bæta merkingar til muna. Það er ekki bara að mannfólkinu hafi fjölgað heldur hafa t.d. hestaferðir aukist mikið og bílarnir verða sífellt öflugri, þannig að full þörf er á auknu eftirliti. Þá er nú ekki úr vegi að fjölga salernum þar sem fjöldinn er mestur þannig að menn séu ekki að setja allt frá sér úti á víðavangi. Frekar ættum við að bæta úr þessum hlutum en takmarka aðganginn. Álagið er að vísu mikið á tiltölulega fáa staði á hálendinu og því spurning hvort þeir sem nýta fjölmennustu staðina eigi með einhverjum hætti að borga þann kostnað sem þessu fylgir.

Mér að meinalausu mætti hins vegar alveg takmarka aðgang stórvirkjunarmanna og verktaka á þeirra vegum enn frekar um hálendið. Reynslan af þeim norðan Vatnajökuls segir manni að lög um mat á umhverisáhrifum eru engan veginn nóg til að halda í við svoleiðis menn.fjallaferd 017

 

Myndin sýnir Kárahnjúkastíflu í byggingu.


mbl.is Þarf að takmarka aðgang að hálendinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Má ekki kúka í Kárahnjúkalónið ?

B Ewing, 5.5.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

B Ewing

Hálslón við Kárahnjúka er svo brúnt að það tæki engin eftir því þó þú hleypir brúnum í lónið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.5.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er rétt Haraldur, undrar mig oft hvað allir eru blindir á Hraunveitur og jarðraskið sem þar er, og hefur verið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.5.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Unnar Már (B Ewing) það er örugglega í lagi fyrir þig að kúka í Hálslón en það bara dugar skammt fyrir þá sem eru annarsstaðar á hálendinu. - Þorsteinn Valur. Það er rétt að einhvernveginn týndust Hraunaveiturnar í öllu talinu um Hálslón og Kárahnjúkavirkjun. Framkvæmdirnar þarna inn undir Eyjabökkum eru miklu meiri en margir gerðu sér grein fyrir. 

Haraldur Bjarnason, 5.5.2008 kl. 12:18

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er eins og við séum alltaf svo sein að átta okkur á hvað er að gerast. Við byrgjum aldrei brunnin...eins og máltækið segir.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.5.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband