Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Aðrar reglur á höfuðborgarsvæðinu en við Kárahnjúka
12.4.2008 | 14:10
Hef verið að velta því fyrir mér undanfarna daga hve viðbrögð yfirvalda eru misjöfn og virðist þá ekki sama hvaða málum er verið að taka á. Í þessu tilfelli eru það viðbrögð opinberrar stofnunnar; Vegagerðarinnar og hins vegar lögreglu.
Í umfjöllun um úrbætur á Reykjanesbrautinni hefur greinilega komið fram hjá vegamálastjóra og samgönguráðherra að erfitt hafi verið um vik að halda áfram framkvæmdum þar eftir að verktakinn við tvöföldun vegarins fór á hausinn. Útboðsferli sé þungt og taki langan tíma en lög krefðust þess að verkið yrði boðið út aftur.
Nú vill svo til að annað verktakafyrirtæki fór á hausinn fyrir stuttu, illu heilli. Það vann við virkjunarframkvæmdir á hálendinu, hluta af Kárahnjúkavirkjun. Þá þurfti ekkert útboðsferli og framkvæmdum var haldið áfram. Hin opinbera stofnun, Landsvirkjun, stofnaði bara Hraunaveitu ehf og hélt afram við verkið, sem betur fer fyrir starfsmenn á staðnum. Af hverju stofnaði opinbera stofnunin Vegagerðin ekki bara Reykjanesbraut ehf og hélt áfram við verkið, öllum til heilla? - Sennilega hefur það ekki verið talið eins brýnt verkefni og hliðarveita við Kárahnjúkavirkjun.
Annað dæmi þessu tengt er viðbúnaður lögreglu við mótmælum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Ekki dugði minna en að senda víkingasveit, gráa fyrir járnum, austur á hálendið með tilheyrandi kostnaði þegar nokkrir mótmælendur mættu þangað með spraybrúsa og komu sér fyrir í tjöldum. Ekki máttu þessir krakkar heldur labba eftir Snorrabrautinni í mótmælagöngu, það var of mikilvæg tengibraut í henni Reykjavík og lögregla skarst í leikinn. Nú hafa trukkabílstjórar trekk í trekk stöðvað umferð á miklum stofnbrautum höfuðstaðarins og lögregla sýnir stillingu, sem eðlilegt getur talist.
Ekki svo að skilja að ég vilji að hart verði tekið á vörubílstjórunum, síður en svo. Mér finnst bara áherslurnar í yfirstjórninni, svolítið skrítnar og mat á aðstæðum þverstæðukennt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blönk hvítflibbadeild
12.4.2008 | 08:35
Er ekki verið að fórna miklu fyrir lítið með því að skera niður hjá efnahagsbrotadeildinni? Að vísu er deildin að fá eitthvað meiri peninga til sín en ekki í samræmi við umfangið og starfsmönnum fækkar. Ef við leggjum afbrot á vogarskálar peninganna þá er kannski helst von til þess að þetta sé deildin sem skili beinhörðum peningum aftur til baka í ríkissjóð. Þau eru líka athyglisverð ummælin um hvítflibbana sem höfð eru eftir forstöðumanninum í fréttinni. Tölurnar verða nefnilega fljótt stórar í þessum efnum. Hvort allt næst til baka, það er ekki víst. Þar spilar kennitöluflakk og fleira inn í, sem mætti taka mun harðar á og setja stífari reglur um.
Annað mál er svo að oft er þessi deild kannski að eltast við eitthvað sem ekki skiptir máli og jafnvel látinn standa í ströggli með mál, sem dómskerfið er búið að hafna, en misvitrir stjórnmálamenn ekki.
![]() |
Færri rannsaka hvítflibbana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru kvótalausir þá aflögufærir?
11.4.2008 | 17:42
Það er í sjálfu sér virðingarvert hjá bæjaryfirvöldum og verkalýðsfélaginu á Akranesi að kalla eftir svörum frá forsvarsmönnum HB-Granda og fá skýringar. Spurt er af hverju önnur skip, sem ekki eru í eigu fyrirtækisins, veiða á áttunda þúsund tonna af fiski, sem HB-Grandi hefur til afnota úr sameiginlegum fiskistofnum landsmanna. Fyrirtækið var jú svo aðþrengt eftir niðurskurð á aflaheimildum að það varð að segja upp fjölda starfsmanna sinna á Akranesi. Eitthvað virðist það þó, samkvæmt þessu, vera aflögufært og kannski hefði verið eðlilegt hjá því að skila þessum aflaheimildum aftur til eigandans, þjóðarinnar, en þannig gerast ekki kaupin á eyrinni í dag.
Það má vel vera að einhverjar "eðlilegar" skýringar komi frá HB-Granda, ef hægt er að tala um eitthvað eðlilegt í þessum efnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins þurfa svo sem ekkert að svara þessu. Þeim ber engin skylda til þess, nema ef vera kynni siðferðileg, en ekki hefur mikið farið fyrir svoleiðis löguðu, þegar kvóti og peningar eru annars vegar. Svona er bara staðan í sjávarútvegsmálum. Eign landsmanna hefur fyrir margt löngu verið "gefin" útvöldum og þar gengur hún kaupum og sölum, hvað sem hver segir. - Akranes og HB-Grandi eru síður en svo einsdæmi í þessum efnum.
![]() |
Óska skýringa frá HB Granda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enginn trúir lengur spámönnum Seðlabankans
11.4.2008 | 12:41
Hver spekingurinn af öðrum úr öllum stéttum gagnrýnir nú spár Seðlabankans og menn leggja til að skipt verði um mannskap í brúnni þar. - Þarf nokkurn að undra? - Spár og gjörðir Seðlabankans hafa einhfaldlega ekki verið að ganga upp og þeir spekingar sem sitja í höllinni, sem reist var á grunni Sænska frystihússins og utan í Arnarhólnum, hafa ekki reynst þeir spámenn sem þeir þykjast sjálfir vera. Helsta sýnilega snilldarráð þeirra; stýrivaxtahækkunin, virkar ekki í íslensku hagkerfi. Það er löngu vitað og marg oft búið að sýna sig.
Nú þarf að skipta um mannskap á þessu elliheimili stjórnmálamanna eða þá bara að koma Seðlabankanum fyrir í einhverri skúffu á sama hátt og hann gisti í hjá Landsbankanum áður fyrr.
![]() |
Alvarleg staða efnahagsmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var þá allt hitt vitlaust reiknað líka?
11.4.2008 | 07:20
Auðvitað hlýtur það að vera fagnaðarefni, sem kemur nú fram, að sú umdeilda Kárahnjúkavirkjun skuli framleiða meira rafmagn en reiknað hafði verið með. Það hlýtur að vera öllum til hagsbóta og vega á móti auknum kostnaði við virkjunina, eins og verkfræðingur Landsvirkjunar bendir á. Hann nefnir líka nokkrar ástæður. Allt hluti, sem reiknaðir höfðu verið lægri en reyndin varð.
Hins vegar vakna við þetta spurningar um hvort allt annað, sem reikna þurfti við þessa framkvæmd hafi verið rétt reiknað, fyrst hægt var að reikna þetta vitlaust. Hvað með stífluna, stærsta mannvirki Íslandssögunnar? - Var allt rétt reiknað er hana varðar? - Hvað með útreikninga varðandi áhrif Hálslóns á umhverfið? ..... og svona mætti lengi spyrja. - Tíminn einn leiðir í ljós hvort rétt var reiknað á þessum sviðum, en sennilega er of seint að reikna mörg þessara atriða upp á nýtt núna.
Myndin sýnir Kárahnjúkastíflu í byggingu.
![]() |
Raforkan er umfram væntingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frekar verkefni sagnfræðinga en fiskifræðinga
10.4.2008 | 19:50
Enn og aftur koma niðurstöður úr þessu stórmerkilega togararalli, þar sem sömu skipin toga á sömu blettunum ár eftir ár. Þetta er svo m.a. notað til að ákvarða stofnstærð fisks sem síðan ræður ákvörðun um veiðiheimildir.
Enn og aftur kemur svo fulltrúi Hafró í fjölmiðla og segir þorskstofninn í sögulegu lágmarki, nú síðast í fréttum útvarpsins. Spurning er hvort ekki þarf að hafa sagnfræðinga á Hafró frekar en fiskifræðinga.
Stofnvísitala þorsks samkvæmt þessu "vísindalega" ralli hefur jú hækkað um 12%, sem menn svo væntanlega ætla að geyma til seinni tíma eins og þeir hafa gert með svo góðum árangri undanfarna áratugi. Þarna er sennilega verkefni fyrir sagnfræðina líka. Þessar vísindaaðferðir og reiknilíkön hjá Hafró þurfa svo sannarlega sögulega skoðun.
![]() |
Heildarstofnvísitala þorsks hækkar um 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gott innlegg Kidda Jóh. í jarðgangaumræðu
10.4.2008 | 13:36
Gott var að heyra í Kristni V. Jóhannssyni á Norðfirði í hádegisfréttum RÚV í dag vegna hugmynda um að nýta risaborinn við jarðgangagerð í Austfjarðafjallgarðinum. Greinilegt að Kiddi er ekki alveg sestur í helgan stein. Gaman að heyra í þessum gamla baráttujaxli á ný. - Hann benti á að verktakar væru að kanna sameiginleg kaup á bornum. Nú er spurningin hvort verktakar og sveitarfélög á Austurlandi eiga ekki bara að sameinast í að tryggja borinn og koma þessu verki í framkvæmd. Ef talan sem Kiddi nefndi, 500 milljónir, er sú sem borinn kostar með endurnýjun borkrónu er rétt, þá eru það smámunir í samanburði við margt sem við sjáum í dag. Það hlýtur að vera hægt að fjármagna það þrátt fyrir allt krepputal.
Hlutirnir virðast gerast með hraða snigilsins hjá Vegagerðinni, það hefur alþjóð séð að undanförnu og ekki er hraðinn meiri hjá stjórnvöldum. - Takið því af skarið austfirskir sveitarstjórnarmenn! - Leitið samstarfs við verktaka og aðra sem koma þurfa að þessu og tryggið stóra borinn til jarðgangagerðar í Austfjarðafjallgarðinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldur í turninum! - Hvar var Tópías?
10.4.2008 | 08:30
Eldur í Turninum, kannski ekki alveg, en í einhverri ókláraðri hliðarbyggingu. Eldur í eða við svona háhýsi er ekkert gamanmál og einn af fjölmörgum göllum, sem fylgja byggingu svona turna. Raunar er erfitt að skilja hvers vegna verið er að byggja svona háhýsi á Íslandi. Þau eru ljót, veðurfarslega slæm og á allan hátt til vandræða. Svona byggingar eru kannski skiljanlegar í löndum, þar sem plássið er lítið, en tæplega hér á landi.
Kópavogur minnir mann annars svoldið orðið á Kardemommubænum. Ætli Tópías hafi verið í turninum, þegar kviknaði í og hvar var Bastían? - Hann er að vísu bæjarfógeti í Kardemommubænum en staðgengill hans í útliti og háttum er hins vegar bæjarstjóri í Kópavogi.
![]() |
Ekki miklar skemmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Látum hann bora sig til skips.
10.4.2008 | 07:59
Gaman verður að fylgjast með hvað kemur út úr úttektinni, sem sveitarfélögin á Austurlandi eru að láta gera um möguleika þess að nota stóra borinn, sem nú er að ljúka hlutverki sínu vegna Kárahnjúkavirkjunnar. Ef hún verður jákvæð er komið að alþingismönnum og hvort einhverju er hægt að hnyka um áður gerðar áætlanir og hvort ríkjandi skammsýni um gangagerð verður ráðandi.
Í fréttinni kemur fram að til að ná hagkvæmni þurfa göng fyrir svona tæki að vera að lágmarki 4-6 kílómetra löng og til að hann nýtist sem best er gott að unnt sé að keyra hann á milli verkefna á spori. Hann virðist því hannaður fyrir Austfjarðagöng. - Það þarf ekki annað en líta á landakort til að sjá að þetta liggur á borðinu
Það þarf hvort er eð að flytja þetta mikla tæki að skipi til útflutnings og auðvitað er snjallast að láta hann bora sig þangað. Byrja á Héraði til Seyðisfjarðar, þaðan til Mjóafjarðar, Norðfjarðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, þar sem hann getur farið í skip og verið fluttur til frekari framkvæmda hér á landi eða í öðrum löndum. Hann einfaldlega keyrir á spori fyrir botn hvers fjarðar og tætir sig svo í gegnum fjöllin. Þetta er verkefni næstu ára og heildarlengdin er bara brot af því sem búið er að bora vegna Kárahnjúkavirkjunar. Raunar má segja að svona göng séu eðlilegt framhald virkjunarframkvæmdanna.
![]() |
Heilborun vegganga möguleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Af hverju er ekki settur texti á karlinn?
9.4.2008 | 19:43
Var að horfa á fréttirnar á RÚV áðan. - Talað var við bæjarstjórann í Kópavogi og ég þykist nú heyra ágætlega en náði engan veginn öllu sem karlinn sagði. - Hvers vegna ekki að texta hann. - Ég veit ekki einu sinni hvort hann sagði: "það er gott að búa í Kópavogi".
Sá merkismaður Gísli á Uppsölum var textaður þegar Ómar talaði við hann í eina tíð. Það er sko alls ekki minni þörf á að setja texta á skjáinn þegar talað er við bæjarstjórann í Kópavogi. Hafið þetta í huga á fréttastofum RÚV og Stöðvar 2.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)