Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Eftir einhverju að slægjast þar
15.4.2008 | 21:14
Brotist inn í Slægingarþjónustuna í Sandgerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hraðakstur á Seyðisfirði kannski upp á Jökuldalsheiði
15.4.2008 | 20:49
Rakst á stutta frétt í Fréttablaðinu í dag í dálkinum: Lögreglufréttir. Fyrirsögnin var: Hraðakstur á Seyðisfirði. Í fréttinni er svo sagt frá því að lögreglan á Seyðisfirði hefði tekið 6 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæmi sínu. - Þar liggur hundurinn grafinn. Ekki er víst að einn einasti þeirra hafi verið tekinn fyrir hraðakstur á Seyðisfirði, eins og fyrirsögnin kveður á um. Umdæmi lögreglunnar á Seyðisfirði nær yfir talsvert stærra landssvæði en þetta 800 manna bæjarfélag. Það nær um allt Fljótsdalshérað, Borgarfjörð eystra, inn á hálendið norðan Vatnajökuls, norður á Vopnafjörð og um fjöllin allt að Biskupshálsi, þar sem umdæmi lögreglunnar á Húsavík tekur við. - Ekkert smá flæmi það og svona er þetta orðið víðar um land eftir sameiningar liðinna ára.
Allar þessar sameiningar lögregluumdæma og sameiningar sveitarfélaga líka hafa svo orðið til þess að ónákvæmni gætir oft í fréttaflutningi. Menn eru gjarnir á að ofnota nýju sveitarfélaganöfnin og sleppa gömlum og grónum staðarnöfnum. Hvað segir það okkur til dæmis að bátur hafi landað fiski í Fjarðabyggð? Hann gæti hafa landað á Mjóafirði, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði eða Stöðvarfirði. Allir þessir staðir tilheyra Fjarðabyggð. Fleiri álíka dæmi er hægt nefna um land allt eins og til dæmis Vesturbyggð, Fjallabyggð og jafnvel Hrísey. Ekki dettur okkur til hugar að tala um að atburður sem gerist í Hrísey hafi orðið á Akureyri, en þetta er nú samt sama sveitarfélagið.
Nýju sveitarfélaganöfnin á fyrst og fremst að nota þegar fjallað er um stjórnsýsluna og eitthvað sem sameiginlegt er fyrir allt sveitarfélagið. Sama má segja um umdæmi sýslumannanna. Þau eru yfirleitt kennd við einn stað af mörgum á viðkomandi svæði.
Hvers eiga Seyðfirðingar að gjalda í tilfelli eins og nefnt var í upphafi. Kannski eru þeir allir saklausir af hraðakstri en tilteknir ökumenn teknir einhversstaðar langt í burtu frá þeim; á Héraði eða jafnvel upp á Jökuldalsheiði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skipulagt kaos heilbrigðisráðherra
15.4.2008 | 08:55
Hvað er eiginlega að gerast í heilbrigðismálum hér á landi? Algjör pattstaða varðandi stærsta sjúkrahús landsmanna. Starfsfólkið varla virt viðlits og ekki talað við það um þá hluti, sem máli skipta. Er skipulega verið að grafa undir því frábæra starfi sem unnið hefur verið í heilbrigðismálum á Íslandi í áratugi? - Er heilbrigðisráðherra að búa til kaos til að einkavæðingarhugmyndirnar virki svo eins og frelsandi aðferð þegar þær koma í framkvæmd?
Einu samningafréttirnar sem berast úr heilbrigðiskerfinu eru fregnir af verktakasamningum og einkavæðingu á ýmsum sviðum, kannski einkavinavæðingu, ég veit ekki. Það virðist í það minnsta að heilbrigðisráðherrann sé ekki að ná utan um hlutina þegar 96 hjúkrunarfræðingar af gjörgæslu,- skurð- og svæfingasviði eru að hætta eftir hálfan mánuð. Eflaust situr ráðherrann bara rólegur og undirbýr lagasetningu eða nýtir sér einhverja glufu, sem til er um að framlengja uppsagnafrest. Ekki er maður þó viss um að starfsfólkið láti slíkt yfir sig ganga.
Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu á ekki svona framkomu skilda og þjóðin ekki heldur.
Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var ekki hægt að "meila" þessa pappíra?
14.4.2008 | 22:07
Nú er taktleysið algjört orðið hjá ríkisstjórninni. - Það var svo sem hægt að fyrirgefa þetta með einkaþotuna um daginn, fyrst þau þurftu á annað borð að þvælast á þennan nató-fund, sem hafði svo sem engan tilgang. Síðan þá hafa flestir ráðherrar verið á þvælingi heimshorna á milli. - Ingibjörg Sólrún fór og brosti framan í Rice í Ameríku, talaði eitthvað um feminisma við hana, minntist sennilega ekkert á Írak eða annan yfirgang Kananna. - Nú er svo Geir komin til Kanada að skrifa undir samninga um menningarmál og fleira. Var ekki hægt að "meila" þá pappíra?- Tæknin er fyrir hendi. - Möllerinn fór til Brussell að tala máli trukkabílstjóra og viðskiptaráðherrann talar um fyrir Kínverjum á þeirra heimavelli. Aðrir ráðherrar eru eflaust einhversstaðar á þvælingi líka.
Eru ekki annars næg verkefni fyrir allan hópinn hér heima þessa dagana? - Eða er það kannski einhver miskilningur?
Samið um samstarf við Nýfundnaland og Labrador | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er yndislegt "frelsið" á fjármálamörkuðunum
14.4.2008 | 20:08
Er nokkuð annað að gera fyrir íslenska fjölmiðla en að taka þennan slag? Láta á það reyna hvort þessir vogunarsjóðir eru ögrunarsjóðir eða þöggunarsjóðir í þokkabót. Hótanirnar eru ekki vegna þess að fjallað hafi verið um þessa sóðasjóði, heldur er hótað lögsóknum verði fjallað um ásakanir á hendur þeim. Þetta eru greinilega gungur sem standa að þessu og þora ekki að standa við gjörðir sínar.
Mikið er það nú yndislegt allt "frelsið" á peningamörkuðunum! - Uppfullt af hótunum og djöfulskap. - Bræðralagið í fyrirrúmi á bak við hvíta flibba og jakkaföt. - Er nokkuð í þessu, sem minnir á mafíustarfsemi?
Erlendir vogunarsjóðir hóta íslenskum fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Náðist að staðsetja kaffihúsið
13.4.2008 | 16:17
Gott að hægt var að staðsetja þetta kaffihús við barnadeild Eymundssonarverslunarinnar. Það hefur líklega verið á einhverri ferð, fyrst þurfti að staðsetja það. - Merkilegt hve staðsetning er misnotuð og ofnotuð. Ef orðið er tekið út úr fréttinni sjáum við að ekkert breytist í fréttinni. Auðvitað má líka benda á að Eymundsson fallbeygist, þótt ekki sé haft fyrir því við fréttaskrifin í þetta skiptið. Svo opna verslanir ekki sjálfar. Þær eru opnaðar.
Að öllu því slepptu, þá hlýtur þetta að vera ágætis verslun og kaffihúsið líka. Er þetta ekki annars í Sambandshúsinu, sem í eina tíð hýsti Miklagarð?
Fjölskylduvæn verslun Eymundsson opnar í Holtagörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er 25 ára gömul martröð að endurtaka sig?
13.4.2008 | 14:47
Spádómarnir um lækkun íbúðaverðs minna óneitanlega á það sem gerðist árið 1983, þegar misgengið svokallaða varð. Þá lentu fjölmargar fjölskyldur í því að tapa öllu sínu á einni nóttu. Ákvörðun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar, sem þá var við völd, réði þar öllu. Fram að ákvörðun þeirra félaga um að banna vísitölu á laun höfðu afborganir fólks af húsnæði sínu og laun haldist í hendur, hvorttveggja var verðtryggt. Þegar þessi "snjalla" ákvörðun var tekin gerðist það að afborganir lána urðu allt í einu himinháar og jafnvel hærri en launin, enda fór verðbólgan mest í ein 130% á þessum tíma. Þessi 8-9% verðbólga nú er því smámunir í þeim samanburði.
En hringavitleysan með lánskjaravísitöluna er enn og aftur að koma í bakið á þeim sem fara þurfa út í þann sjálfsagða hlut að eignast húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Einna verst bitnar þetta jafnan á ungu fólki, sem ekki hefur úr miklu að spila til íbúðakaupa. Hinir, sem hafa allt sitt á þurru, með peningaeignirnar á góðum vöxtum og vísitölutryggðar að auki, þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þeirra er jafnvel hagurinn, helst að gengisþróunin pirri þá eitthvað.
Árið 1983 var verið að kenna launavísitölunni um verðbólgu, þrátt fyrir að hún væri afleiðing en ekki orsök. Því er ekki að heilsa nú. En Davíð og félagar í Seðlabankanum sjá auðvitað lækkandi verðbólgu, lækki húsnæðisverð. Húsnæðisverðið vegur nefnilega ein 26% í neysluvísitölunni. Svo furðulegt sem það nú er að húsnæði til að búa í sé flokkað sem neysla, það er nauðsyn og ætti að vera sjálfsagður réttur hvers manns. Hækki húsnæðisverðið fer þessi heimatilbúna verðbólga upp en lækki það fer hún niður. - Gáfulegt, eða hitt þó heldur. - Burt með lánskjaravísitöluna. Fyrst Davíð og co ætla að stýra með vöxtum þá eiga þeir að geta það án lánskjaravísitölu, það er hægt annarsstaðar. - Gerum fólki bærilegt að eiga húsnæði til að búa í.
Úr 5 milljónum í plús í 5,5 milljónir í mínus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hálkan ein og sér veldur ekki slysum
13.4.2008 | 10:05
Bílvelta á gatnamótum Laugavegar og Mjölnisholts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað eigum við að láta rödd okkar heyrast í Kína
12.4.2008 | 18:55
Kína, ekki Kína. Nú er Björgvin G. Sigurðsson farinn til Kína til að spjalla við Kínverja um frekari viðskiptasambönd og að treysta viðskipatengsl Íslendinga og Kínverja. Þorgerður Katrín ætlar til Kína að vera viðstödd setningu Olympíuleikanna og það þrátt fyrir að margir leiðtogar annarra landa ætli að hunsa þá samkomu.
Við Íslendingar erum ekki fjölmennir miðað við Kínverja en það segir ekki allt. Ekki erum við stærri miðað við Indverja en þeir ætla nú að heiðra forsetann okkar og þar verður hann í hópi ýmissra stórmenna frá fjölmennari þjóðum. Þannig vegur Ísland talsvert mikið í samfélagi þjóðanna.
En eigum við að hunsa Kína þessa dagana. Ekki hefur svo sem mikið breyst þar í mannréttindamálum síðustu árin, heldur batnað þó ef eitthvað er. Tíbet er sér kafli en andlegur leiðtogi Tíbeta hvetur þó til þess að mætt sé á Olympíuleikana. Auðvitað eigum við ekki að hunsa Kína frekar en önnur lönd, víða eru mannréttindi brotin, þótt af misjöfnum toga sé. Meira að segja á Íslandi að mati þar til gerðar Evrópunefndar, svo ekki sé nú talað um stórþjóðir eins og Bandaríkin, þar er víða pottur brotinn.
Nei, nei ráðherrar, hlustið ekki á úrtölur í þessum efnum. Farið til Kína sem aldrei fyrr og látið rödd ykkar heyrast. - Kínverjar eru virkir í samfélagi þjóða og hægt og bítandi batna mannréttindi þar með auknum samskiptum. Þið gerið ekkert gagn með því að mæta ekki eins og ESB ráðherrarnir. Látið frekar frá ykkur heyra og það í Kína.
Viðskiptaráðherra fer til Kína í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.4.2008 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kella var sátt en hvað með geitina?
12.4.2008 | 14:50
Eiginkonuna fyrir geit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)