Blönk hvítflibbadeild

Er ekki verið að fórna miklu fyrir lítið með því að skera niður hjá efnahagsbrotadeildinni? Að vísu er deildin að fá eitthvað meiri peninga til sín en ekki í samræmi við umfangið og starfsmönnum fækkar. Ef við leggjum afbrot á vogarskálar peninganna þá er kannski helst von til þess að þetta sé deildin sem skili beinhörðum peningum aftur til baka í ríkissjóð. Þau eru líka athyglisverð ummælin um hvítflibbana sem höfð eru eftir forstöðumanninum í fréttinni. Tölurnar verða nefnilega fljótt stórar í þessum efnum. Hvort allt næst til baka, það er ekki víst. Þar spilar kennitöluflakk og fleira inn í, sem mætti taka mun harðar á og setja stífari reglur um.

Annað mál er svo að oft er þessi deild kannski að eltast við eitthvað sem ekki skiptir máli og jafnvel látinn standa í ströggli með mál, sem dómskerfið er búið að hafna, en misvitrir stjórnmálamenn ekki.


mbl.is Færri rannsaka hvítflibbana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband