Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Verkalýðsfélögin ýta við stjórnvöldum
3.4.2008 | 14:23
Verkalýðsfélögin eru nú farin að senda smá vakningarpóst til stjórnvalda vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í efnahagsmálum þjóðarinnar. Húsvíkingar segja í sínum skilaboðum að verkafólk hafi ekki borð fyrir báru til að mæta þeim hækkunum, sem dunið hafi á því að undanförnu. Þá er bent á að launahækkanir, sem samið hafi verið um í febrúar séu farnar og gott betur. Í sama streng tekur stjórn Afls, starfsgreinafélags á Austurlandi, en frétt um samþykkt hennar er líka hér á mbl.is. Stjórnin hvetur Starfsgreinasambandið til aðgerða svo verja megi kaupmáttinn.
Hinn almenni launamaður á ekki sök á þeim hækkunum verðlags sem verið hafa að undanförnu og ekkert lát virðist á. Ekki er hægt að kenna vísitölutryggingu launa um núna eins og vinsælt var í eina tíð. Launamaðurinn þarf hins vegar að taka á sig allar þessar hamfarir, þótt af annarra völdum séu. Hann er ekki spurður um hvort lánin sem hann tekur vegna íbúðakaupa séu vísitölutryggð, gengistryggð eða ekki. Hann hefur ekkert val ætli hann sér að eiga þak yfir höfuðið. Ekki stjórnar hann verðlagi á öðru, þar með töldum matvörum. Það ræðst af stærstum hluta af gengisþróun+erlendum kostnaði+öðrum kostnaði, líklega innlendum. Ef til vill ræðst verðlagið líka af græðgi og von um skjótfenginn gróða í skjóli gengislækkunnar. Síðast en ekki síst treysta þeir sem verðlagi stýra á langlundargeð almennings. Það virðist hins vegar á þrotum núna, ekki bara hjá atvinnubílstjórum, sem hafa riðið á vaðið heldur hjá almenningi í öllum stéttum þjóðfélagsins. -Stjórnvöld sitja svo bara hjá og sjá til. - í besta falli er málið sett í einhverja værukæra nefnd.
![]() |
Gagnrýna afskiptaleysi stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fáum við hraða snigilsins í hækkunum eins og lækkunum?
3.4.2008 | 09:03
Auglýsingarnar frá IKEA um að þar sé enn sama vöruverð og í bæklingnum frá versluninni í haust hafa vakið athygli. Nú kemur fram að Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands Íslands hafi séð ástæðu til að þakka Þórarni Ævarssyni framkvæmdastjóra IKEA fyrir þetta framtak. IKEA-stjórinn segist vonast til að fleiri fylgi þessu fordæmi og þar er án efa allur almenningur sammála honum.
Tilhneigingin til að hækka strax verð til almennings en sjá til með lækkunina hefur verið mjög rík í gegnum árin. Sérstaklega hefur þetta verið áberandi hjá olíufélögunum eftir að allt verðlag á eldsneyti varð frjálst, en svo var ekki í eina tíð og hægt að ganga að sama verði á eldsneyti hvar sem var. Spurning hvort það er eitthvað verra fyrir notendur eldsneytis, þegar upp er staðið, þó svo að markaðslögmálin segi annað.
IKEA hefur alla tíð verið með lágt vöruverð á dagskránni og stofnandinn þekktur sem sparsamur og hagsýnn auðmaður. Nú sýnir þetta sænskættaða fyrirtæki ákveðið fordæmi, sem aðrir ættu að læra af. Á IKEA bænum er ýmislegt selt sem heimilið þarf á að halda og hægt að fá sænskar kjötbollur í matsölunni. Húsgögn og stærri hlutir fást ósamsettir en hvort bílar verða einhvern tíma á boðstólum er ekki víst. Hinsvegar er myndin sem fylgir hér með ágæt og rétt að taka fram að sexkantar fylgja. - Góð lausn á bílamálunum og kannski ódýrara að flytja þá inn fyrir vikið.
Fordæmi Neins í gær að lækka eldsneytisverðið umtalsvert í smá tíma var ágætt, svo langt sem það náði, fleiri fylgdu þar í kjölfarið. - Nú hljóta verslunareigendur og aðrir, sem selja innflutta vöru, að staldra aðeins við og bíða með hækkanir, það hlýtur að vera hægt í smá tíma á meðan við sjáum hvað gerist í efnahagsmálunum. Sanngjörn krafa hlýtur að vera að sami hraði sé á verðhækkunum og verðlækkunum, þar sem hraði snigilsins hefur ráðið ríkjum.
![]() |
Telur fleiri munu slást í lið með IKEA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var kannski nóg að senda borðfána?
2.4.2008 | 19:44
Er ekki búið að vera óþarflega mikið fár út af þessari þotuferð ráðherranna og fylgdarliðs? - Einhverjir þingmenn voru uppteknir af þessu í dag og svo hefur vefsíðan visir.is verið með margar fréttir um þetta. Nú kemur fram að fundarhöld vegna fjármála þjóðarbúsins hafi meðal annars orðið til þess að ekki var hægt að fara með áætlunarvélum. Þá hefur komið fram að ekki sé víst að kostnaðurinn sé mikið meiri þegar upp er staðið. Það er jú ekki flogið beint héðan til Búkarest og því svolítið tafsamt að komast þangað. Því fylgir kostnaður.
Einhverjir þingmenn höfðu orð á því að þetta væri ekki umhverfisvænn ferðamáti og vel má vera að það sé rétt en ætli sömu þingmenn hafi ekki komið einir til vinnu sinnar á einkabílnum í morgun? Ekki er ólíklegt að 63 misjafnlega eyðslufrekir bílar hafi flutt þingheim til vinnu í morgun. Þessi hópur kemst allur í einn strætó. - Svona má lengi hringla með þetta í umræðunni.
Hitt er annað mál, sem ekki hefur verið í fjölmiðlunum. - Var einhver þörf fyrir utanríkisráðherra og forsætisráðherra að fara á þennan Nató fund? - Það hefði kannski nægt að senda einhverja sendiherra eða starfsmenn úr utanríkis- og forsætisráðuneytum. Eða kannski bara að senda borðfána, eins og Pétur Einarsson sagði þegar hann var flugmálastjóri í eina tíð, að væri oft á tíðum nóg.
![]() |
Ferðamáti gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.4.2008 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrirsagnarklúður hjá mbl
2.4.2008 | 15:53
![]() |
ÍAV harmar val á fyrirsögn á forsíðufrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skeljungur saklaus af samráði núna
2.4.2008 | 13:40
![]() |
Allir lækka nema Skeljungur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá skil á því sem oftekið hefur verið
2.4.2008 | 09:43
![]() |
N1 veitir 25 króna afslátt á eldsneytisverði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nú kemur "sjokk" áður en jafnvægi kemst á
2.4.2008 | 08:30
Það er svolítið athyglisvert að sjá þessa fyrirsögn á fréttinni um að ÍAV bjóði ekki í fleiri verk á Austurlandi. Þar kemur í raun fram að ÍAV sé búið að afskrifa Austurland. Ólíklegt þykir manni nú að þeir slái hendinni á móti því ÍAV-menn bjóðist þeim einhver feit verkefni eystra. Ljóst virðist samt að væntingarnar voru meiri en síðar kom í ljós. T.d. hefur ÍAV ekki byggt öll þau íbúðarhús sem til stóð og ekki heldur selt allt sem búið er að byggja.
Þetta er kannski nokkuð sem margir bjuggust við. Að verið væri að búast við of miklu að loknum virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum. Ekki virðist mikið um aðflutning fólks vegna þessa og ef maður skoðar íbúatölur þá eru það fyrst og fremst Egilsstaðir og Reyðarfjörður sem notið hafa fjölgunar. Svo virðist því sem stærri hluti starfa vegna þessa sé mannaður með heimamönnum, en búist hafi verið við, sem aftur kemur þá niður á þeim atvinnugreinum sem fyrir voru.
Stórverktakar eins og ÍAV sjá hinsvegar ekki fram á stóra hluti eystra á næstunni. Reikna má með einhverju smá "sjokki" á íbúðamarkaði næstu árin en þó hefur ekki verið byggt meira en svo að það ætti að jafna sig fljótt. Þessi reynsla er þekkt annarsstaðar þegar mikið stökk verður í atvinnumálum, eins og t.d gerðist á Akranesi við tilkomu járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga 1978. Stóriðjuframkvæmdir á Grundartanga eftir það voru ekki eins mikið stökk, þannig að sveiflurnar urðu ekki eins miklar núna á síðari árum.
![]() |
ÍAV býður ekki í fleiri verk á Austurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvernig bregðast sveitarstjórnarmenn á Héraði við mótmælunum?
1.4.2008 | 21:31
Fróðlegt verður að sjá hvernig sveitarstjórnarmenn á Fljótsdalshéraði bregðast við þessum 400 undirskriftum vegna hugmynda um byggð í landi Egilsstaðabýlisins. Þetta rifjar upp þegar álíka fjöldi mótmælti staðarvali fyrir nýja Eyvindarárbrú og vildi frekar tvíbreiða brú við Melshorn, sem er rétt ofan þess svæðis sem nú er til umfjöllunnar og hefði vegur frá Melshornsbrúnni farið yfir hluta lands Egilsstaðabúsins. Þáverandi meirihluti bæjarstjórnar ákvað að standa við sitt og taka ekki tillit til mótmælanna. Nú eru nýir tímar, stærra sveitarfélag og önnur bæjarstjórn en aðstæður svipaðar.
Hann er vandrataður meðalvegurinn þegar land vantar fyrir byggð á Egilsstöðum. Sveitarfélagið á lítið sem ekkert land og þarf því að sækja á annarra land. Héraðsmönnum er annt um að búskapur verði áfram á Egilsstaðabúinu, enda hefur það verið tákn byggðarinnar frá upphafi. Hvort þessar hugmyndir bæjaryfirvalda verði til þess að búskapur leggðist þar af eða ekki er erfitt að meta. Án efa er hægt að finna einhverja lausn á því eins og alltaf áður. Vonandi er að greiðist úr þessum málum og allir verði sáttir. Sveitarfélagið má ekki ganga fram með offorsi í þessum málum og ef ekki er unnt að framkvæma þessar hugmyndir í sátt þarf að leita annarra leiða.
![]() |
Mótmæla uppbyggingu á Egilsstaðanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðlenskir bílstjórar mótmæltu líka
1.4.2008 | 19:50

![]() |
Bílstjórar loka Ártúnsbrekku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af hverju ekki trukkabílstjóra eða...........?
1.4.2008 | 08:04
Krafa samgönguráðherra um að umsækjandi um starf vegamálastjóra skuli vera verkfræðimenntaður eða með sambærilega menntun gefur tilefni til vangaveltna um menntunarkröfur í störf. Óneitanlega hlýtur það að koma sér vel að vegamálastjóri sé verkfræðimenntaður en það getur líka komið sér vel að í þessu starfi sé maður með aðra menntun, eða jafnvel góða reynslu á einhverju sviði. Viðkomandi getur sinnt starfinu vel eftir sem áður. Þetta á raunar við í öllum störfum. Engin krafa er gerð um sérstaka menntun ráðherra eða þingmanna, sem betur fer, enda kannski ólíku saman að jafna þar sem menn eru kosnir á þing en ekki ráðnir. Þar höfum við þó skemmtileg dæmi um fjölbreytnina bæði nú og áður, er ekki samgönguráðherrann kennari? og fjármálaráðherrann er dýralæknir o.s. frv. - Menntun er góð en hvort einhver sérstök menntun nýtist betur en önnur í ákveðnu starfi þarf ekkert að vera öruggt. Jafnvel góð reynsla getur verið betri. Því ekki að fá reyndan bílstjóra í starf vegamálastjóra, eða vinnuvélastjóra, reyndan fjármálamann eða góðan náttúrfræðing? - Svona er hægt að velta fyrir sér öllum störfum samfélagsins, menntunin ein og sér þarf ekki að segja allt. Þótt lögfræðingar velti fyrir sér vegamálastjóradjobbinu vegna þess að aðstoðarvegamálastjóri tilheyrir þeirra hópi þá gæti það alveg eins hentað einhverjum trukkabílstjóranna, sem standa í mótmælum núna og hann staðið sig vel. - Með svona einhliða auglýsingum má vel vera að ríkið missi af réttum manni i starfið. Svona væri hægt að halda lengi áfram um hin ýmsu störf. Það er ekki endilega víst að sú námsgrein, sem fólk velur sér á unga aldri, verði að starfi þess í framtíðinni en allt nám nýtist vel og skóli lífsins líka, sem líklega er bestur þegar upp er staðið, hvort sem er einn og sér eða til viðbótar náminu.
![]() |
Nýr vegamálastjóri hafi verkfræðimenntun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)