Af hverju ekki trukkabílstjóra eða...........?

Krafa samgönguráðherra um að umsækjandi um starf vegamálastjóra skuli vera verkfræðimenntaður eða með sambærilega menntun gefur tilefni til vangaveltna um menntunarkröfur í störf. Óneitanlega hlýtur það að koma sér vel að vegamálastjóri sé verkfræðimenntaður en það getur líka komið sér vel að í þessu starfi sé maður með aðra menntun, eða jafnvel góða reynslu á einhverju sviði. Viðkomandi getur sinnt starfinu vel eftir sem áður. Þetta á raunar við í öllum störfum. Engin krafa er gerð um sérstaka menntun ráðherra eða þingmanna, sem betur fer, enda kannski ólíku saman að jafna þar sem menn eru kosnir á þing en ekki ráðnir. Þar höfum við þó skemmtileg dæmi um fjölbreytnina bæði nú og áður, er ekki samgönguráðherrann kennari? og fjármálaráðherrann er dýralæknir o.s. frv. - Menntun er góð en hvort einhver sérstök menntun nýtist betur en önnur í ákveðnu starfi þarf ekkert að vera öruggt. Jafnvel góð reynsla getur verið betri. Því ekki að fá reyndan bílstjóra í starf vegamálastjóra, eða vinnuvélastjóra, reyndan fjármálamann eða góðan náttúrfræðing? - Svona er hægt að velta fyrir sér öllum störfum samfélagsins, menntunin ein og sér þarf ekki að segja allt. Þótt lögfræðingar velti fyrir sér vegamálastjóradjobbinu vegna þess að aðstoðarvegamálastjóri tilheyrir þeirra hópi þá gæti það alveg eins hentað einhverjum trukkabílstjóranna, sem standa í mótmælum núna og hann staðið sig vel. - Með svona einhliða auglýsingum má vel vera að ríkið missi af réttum manni i starfið. Svona væri hægt að halda lengi áfram um hin ýmsu störf. Það er ekki endilega víst að sú námsgrein, sem fólk velur sér á unga aldri, verði að starfi þess í framtíðinni en allt nám nýtist vel og skóli lífsins líka, sem líklega er bestur þegar upp er staðið, hvort sem er einn og sér eða til viðbótar náminu.


mbl.is Nýr vegamálastjóri hafi verkfræðimenntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband