Míla, IPnet, 3G eða bara SMS, GSM, NMT, ADSL, ISDN.....

Þetta er alveg einstaklega skemmtilegur texti í þessari frétt og aðeins smá sýnishorn af öllum þeim nöfnum og skammstöfunum sem tilheyra samskiptum manna í dag. Nú er spurning hvað hafi virkað af öllu draslinu þegar bilun varð í ljósleiðarahring Mílu og landshringur IPnets rofnaði. Þetta skerti víst flutningsgetu Internetumferðar til útlanda og 3G kerfið á Akureyri datt út. Var hægt að nota ADSL eða ISDN? Kannski var ekki hægt að senda SMS úr GSM síma? Eða var það bara NMT síminn sem virkaði. - Úff. - Mætti ég bara biðja um gamaldags LM-Ericsson með skífu.
mbl.is Ljósleiðari bilaði á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

Ertu viss um að þú hafir lesið rétta frétt?

IP og 3G voru einu skammstafarnirnar í fréttinni..  Og það vita svona um það bil allir í heiminum hvað þessar 2 skammstafanir standa fyrir...:)  Þú gætir alveg eins lesið yfir viðskiptafréttir og sett út á HF, SF og EHF..  Það vita nokkur milljón sinnum færri hvað það þýðir ;)

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 1.4.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Var bara ákkúat ekkert að setja út á þetta, bara að velta upp smá broti af þessum skemmtilegu skammstöfunum. - Það var ekki flóknara en það

Haraldur Bjarnason, 1.4.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband