Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Lærið svo af þessari reynslu Guðlaugur Þór og co
30.4.2008 | 21:32
Gott mál. Það sýnir sig að loks þegar allt var komið í óefni og heilbrigðisráðherra og hans lið neyddist til að hlusta á hjúkrunarfræðingana þá var hægt að sættast. Það er því greinilega ekki eins aðkallandi að taka upp vinnutímatilskipun Evrópusambandsins og virtist vera, fyrst hægt er að fresta því um heilt ár. - Þetta er góður sigur fyrir hjúkrunarfræðinga, sem samstaðan hefur fært þeim og ástæða til að óska þeim til hamingju.
Vonandi er að takist að vinna úr þessum málum og aðlaga kjörin að þessari ESB tilskipun. Það hlýtur að vera hægt hér á landi eins og annarsstaðar í Evrópu. Svo er bara að vona að heilbrigðisráðherra og hans lið læri af þessu og kunni að meta það starf sem unnið er í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að leysa málin án ohf og einkavæðingar. Slíkt rugl eykur bara á ójöfnuð í landinu.
Vaktakerfið dregið til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heilbrigðisráðherra vaknaður
30.4.2008 | 19:42
Hjúkrunarfræðingar fóru aftur á fund ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sniðug græja til reynslu hjá póstinum
30.4.2008 | 18:46
Fljótari í förum á Segway | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kviknaði í án íkveikju??????
30.4.2008 | 11:55
Sinueldur kviknaði á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Setjum peningana í eigið öryggi - Gleymum öryggisráði SÞ
30.4.2008 | 10:02
Þá er það á hreinu. Langlundargeð starfsfólks í heilbrigðisþjónustu er á þrotum. Sama í hvaða grein starfseminnar það er. Nú er kominn tími fyrir heilbrigðisráðherra og hans lið að átta sig á að allt þetta snýst um fólk, bæði starfsfólk og sjúklinga. Sjúkrahús er ekki bara hús. Það er ekki nóg að teikna hátæknisjúkrahús og áforma byggingar. Það er starfsfólkið sem stendur undir þjónustunni og því þarf að sinna og tala við það. Ekki sýna því hroka og vanvirðingu. Látið nú endanlega af þessum ohf- og einkavæðingadraumum ykkar. Standið vörð um gott heilbrigðiskerfi og hlustið á fólkið sem starfar þar.
Ef til eru peningar til að eyða í flottræfilshátt eins og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þá eru til peningar til að tryggja okkar eigið öryggi. Það er fólgið í öflugu heilbrigðiskerfi. Þar er okkar öryggisráð.
Geislafræðingar hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það snjóar einna minnst í júlí
30.4.2008 | 08:39
Héraðsmenn! Burt með nagladekkin!! Þau áttu að fara undan bílunum 15. apríl. - Svona er nú ýmislegt hjá okkur í litlum takti við raunveruleikann. Sumardekkinn eiga að fara undir 15. apríl, aðeins tíu dögum seinna er svo sumardagurinn fyrsti.
Allt er þetta byggt á einhverri óskhyggju. - Reyndin er sú að það snjóar einna minnst í júlí. - Alla vega á fjallvegum norðan og austan lands.
Vetur á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Uppeldislega refsingu þeim til handa
30.4.2008 | 07:57
Tjónið sem þessir ungu menn ollu með því að kveikja eld í skógræktarlandi verður ekki nema að hluta metið til fjár. Þó auðvítað liggi miklir peningar í landi og ræktun. Þarna er að skemmast og eyðileggjast áhugastarf fjölda fólks við að fegra og bæta landið. Í fréttinni er getið um að refsingin geti numið allt að 6 ára fangelsi. Í sjálfu sér er ekkert við þá refsingu að athuga. Er hins vegar ekki athugandi að hluti refsingar þessara manna og annarra sem uppvísir verða af svona löguðu, verði í samfélagsþjónustu við að planta trjám?
Ekki svo að skilja að plöntun trjáa sé refsing, eins og við skiljum það orð. Síður en svo því af henni hefur maður mikla ánægju. Þetta gæti hins vegar kennt þessum mönnum að umgangast landið með virðingu og kunna að meta þá ánægju sem af því leiðir að græða það. Þeir kæmu örugglega betri menn út úr því en fangelsi eingöngu. Þeir þurfa á uppeldislegri refsingu að halda hvað þetta snertir.
Játuðu íkveikjuna á skógræktarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hroki og vanvirðing
29.4.2008 | 21:14
Óttalega er þetta eitthvað klént að lesa það sem haft er eftir settum forstjóra Landspítalans. Að segja það, að rétt hafi verið fram sáttarhönd í gær og að stjórnendur spítalans hefðu gjarnan viljað verða við áskorunum hjúkrunarfræðinga um meira samráð.
Hvað kom eiginlega í veg fyrir meira samráð? Aðdragandinn að þessum uppsögnum var nægur. Af hverju var tíminn ekki nýttur? Ráða stjórnendur spítalans ekki ferðinni? Eru einhverjir þeim æðri að kippa í spotta? Heilbrigðisráðherra segir málið grafalvarlegt. Það hefur þó ekki verið alvarlegra en svo að hann lét þetta fara svona.
Það má vel vera að uppfylla þurfi Evrópusambandssamþykktir. Þá þarf að gera það í samvinnu við starfsfólk og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að taka bara upp það sem Evrópusambandið krefst varðandi vinnutíma. Því þarf líka að fylgja sambærilegur pakki í launum og aðbúnaði. Allt þetta þarf að gerast í samvinnu. - Það er engin sáttarhönd rétt með því að fresta einhliða aðgerðum. - Það er bara hroki og vanvirðing.
Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ráðamenn sýnið þessu fólki loks virðingu
29.4.2008 | 18:05
Það er ákveðni og festa í þessari yfirlýsingu skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Skilaboðin eru skýr. Nú þarf heilbrigðisráðherra og hans fólk að tala við þessa starfsmenn heilbrigðiskerfisins og vinna í sátt og samvinnu að því að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að vaktafyrirkomulagið standist kröfur Evrópusambandsins og ekki síður starfsfólksins sem á að vinna eftir því. Það er ekki til neins að fresta þeirri vinnu og hafa hundóánægða starfsmenn í þessum mikilvægu störfum.
Lærið nú af þessu ráðamenn. Verið ekki endalaust að leika ykkur að því góða heilbrigðiskerfi sem við höfum. Hættið að ögra starfsfólkinu og láta ykkur dreyma um ohf og einkavæðingu. Við vitum hvað við höfum í íslensku heilbrigðiskerfi. Við getum treyst þeim sem vinna þar. Takið tillit til þessa fólks, sem þekkir allar aðstæður, sýnið því virðingu en ekki ruddaskap eins og verið hefur.
Uppsagnirnar standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enginn ökumaður þegar bíll valt
29.4.2008 | 12:58
Bíll valt á Fjarðarheiði í morgun. Slæm frétt en því miður alltaf von á slíkum fréttum af himinháum fjallvegum ef eitthvað kólnar í veðri.
Það sem vekur hins vegar athygli mína í þessari stuttu frétt er málfarið og ónákvæmnin. Hún er nokkuð gott dæmi um orðagjálfrið og þau óvönduðu vinnubrögð sem því miður er of algengt að sjá í fjölmiðlum. Bílvelta varð = Bíll valt. - Þrír farþegar voru í bílnum og virðist sem þeir hafi sloppið ómeiddir. Einhver hlýtur að hafa ekið. Slasaðist hann? Er ekki ljóst hvort hinir meiddust? - Mikið hefur verið um snjókomu á svæðinu - Annað hvort snjóar eða ekki og á hvaða svæði? hver eru mörk þessa svæðis? Manni dettur í hug setningin: mikið hefur verið um ferðamenn á svæðinu. - Bifreiðin telst mikið skemmd - skemmdist bíllinn eða ekki? hvað er að teljast mikið skemmd? - Svo er ágætt að ákveða hvort orðið eigi að nota bíll eða bifreið. Ekki nota bæði orðin samtímis.
Sem sagt: Enginn meiddist þegar bíll valt í snjókomu og hálku á Fjarðarheiði í morgun. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn mikið. - Svo einfalt er það.
Bílvelta varð á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)