Uppeldislega refsingu þeim til handa

Tjónið sem þessir ungu menn ollu með því að kveikja eld í skógræktarlandi verður ekki nema að hluta metið til fjár. Þó auðvítað liggi miklir peningar í landi og ræktun. Þarna er að skemmast og eyðileggjast áhugastarf fjölda fólks við að fegra og bæta landið. Í fréttinni er getið um að refsingin geti numið allt að 6 ára fangelsi. Í sjálfu sér er ekkert við þá refsingu að athuga. Er hins vegar ekki athugandi að hluti refsingar þessara manna og annarra sem uppvísir verða af svona löguðu, verði í samfélagsþjónustu við að planta trjám?

Ekki svo að skilja að plöntun trjáa sé refsing, eins og við skiljum það orð. Síður en svo því af henni hefur maður mikla ánægju. Þetta gæti hins vegar kennt þessum mönnum að umgangast landið með virðingu og kunna að meta þá ánægju sem af því leiðir að græða það. Þeir kæmu örugglega betri menn út úr því en fangelsi eingöngu. Þeir þurfa á uppeldislegri refsingu að halda hvað þetta snertir.


mbl.is Játuðu íkveikjuna á skógræktarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband