Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Illa upplýstur spyrill í skoðanakönnun

Stundum lendir maður í einhverju úrtaki fyrir skoðanakannanir. Oftast eru þetta langar og leiðinlegar kannanir en nú orðið finnst mér oftar en ekki tekið fram að þær taki stuttan tíma. - Í kvöld hringdi síminn. Ungur og prúður piltur kynnti sig og sagðist hringja frá Capacent og sagði mig hafa lent í úrtaki skoðanakönnunar. Spurði hann hvort ég hefði tíma fyrir svör en þetta tæki 6 mínútur. - Jú, jú ég var til og það þótt sjónvarpsfréttir væru að byrja. Þá kom fyrsta spurning: Hefurðu lesið dagskrá vikunnar? - "Hvað er það?" spurði ég og fátt um svör en næsta spurning kom og var eitthvað á þá leið hvort ég læsi dagskrá vikunnar oft. - Ég gat ómögulega svarað þessu nema vita hvað þessi "dagskrá vikunnar" væri. "Er þetta eitthvert blað eða dálkur í dagblaði, eða hvað er þetta?" spurði ég og fátt var um svör. - "Veistu ekki hvað þetta er?" - "Nei," ungi maðurinn var ekki viss. - Hvað þá ég sem var spurður um álit á einhverju sem hvorki ég né spyrjandinn vissu hvað var.- Ég bað hann um að kynna sér þetta og hringja svo aftur, en það hefur hann ekki gert enn. -Þetta var undarlegasta skoðanakönnun sem ég hef lent í og tók vissulega 6 mínútur eða svo en fátt var um svör. Það hlýtur að vera lágmark að fyrirtæki, sem gefa sig út fyrir að vera ábyrg við gerð skoðanakannana, upplýsi spyrla sína um hvað verið er að kanna.   

Svo er talað um dýrt menningarhús!

Vaaúú, það er ekkert smá verð sem sett er upp fyrir þetta hús! - Svo er alltaf verið að tala um að Hof, nýja menningarhúsið sé dýrt, þetta slagar nú hátt í það. Kannski að verðið sé miðað við fermetra á sófasettum eða rúmum? - Það er alla vega ekki í samræmi við fasteignaverð á Akureyri.
mbl.is Krefja bæinn um 1,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf í Valaskjálf að nýju

Jæja, loksins geta Héraðsmenn átt von á því að skemmta sér aftur í félagsheimilinu sínu, Valaskjálf. Líklega án þess að valda ónæði hjá hótelgestum þar, því upp á síðkastið hefur það verið gefið sem skýring á að ekki mátti halda dansleiki eða skemmtanir hverskonar í Valaskjálf. Saga Valaskjálfar síðustu árin er hálfgerð raunasaga og nær reyndar allt aftur til þess tíma að sveitarfélögin á Héraði voru 10 talsins, en ekki 2 eins og nú er. Þá náðist aldrei samkomulag um nokkurn skapaðan hlut varðandi þetta félagsheimilið og framkvæmdastjóraskipti voru tíð, einmitt vegna þess að ekkert var hægt að gera sem til úrbóta horfði. - Að lokum var félagsheimilið selt og hefur gengið kaupum og sölum síðan. - Nú er vonandi að samkomuhald hverskonar verði hafið til vegs og virðingar aftur í Valaskjálf, hver svo sem kemur til með að standa fyrir því hverju sinni. Hvort væntanlegt menningar- og sviðslistahús á Egilsstöðum kemur til með að leysa Valaskjálf af hólmi er vafamál. Tæplega hef ég trú á að þar verði mannlíf eitthvað því líkt sem tíðkast hefur í Valaskjálf í gegnum tíðina. - En gott mál, Valaskjálf lifir. 
mbl.is Fljótsdalshérað tekur hluta Valaskjálfar á leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir of blankir til að kaupa veiðileyfin sjálfir?

Það er nú ekki hægt að ætlast til að menn skeri bóksaflega allt niður, þótt þrengi að í peningastofnunum í einhven tíma. Menn verða nú að fá að líta upp úr þessum vandræðagangi og komast út í guðsgræna náttúruna með flugustöngina og kasta fyrr lax í einhverri af þeim náttúruperlum sem laxveiðiárnar eru. Er ekki nóg að skera niður laun yfirmanna um nokkrar millur á ári og helmingslækka launin fyrir stjórnarsetu og því um líkt. Svo er hægt að segja upp einhverjum tugum almennra starfsmanna og spara nokkra hundrað þúsund kalla, sem duga fyrir nokkrm veiðileyfum. - Kannski eru "fjármálamennirnir," eftir allt þetta, svo blankir að þeir ráði ekki við að veita sér neina tilbreytingu og verði að fá stuðning fyrirtækjanna til þess. - Fréttir herma jú að nóg sé eftirspurnin eftir laxveiðileyfum og ef nýblankir íslenskir fjármálamenn fari ekki í laxveiðina, þá komi bara einhverjir forríkir útlendingar að veiða. Hefur ekki þjóðin verið að vandræðast yfir ásókn útlendra verkamanna hingað og ekki vitað í hvorn fótinn hún hefur átt að stíga í þeim efnum? Ekki er á vandann bætandi að fá líka útlendinga í laxveiðárnar í stórum stíl. - Einhvern veginn svona gætu hugsanir nýblankra fjármálamanna verið þessa dagana þegar fréttir berast af því að aðsókn fjármálafyrirtækja í laxveiðiárnar sé ekkert minni þrátt fyrir allt krepputal. - En hvernig er það,  eru þessir menn ekki með næg laun til að kaupa bara veiðileyfin sjálfir eins og allir venjulegir laxveiðimenn hafa gert í gegnum tíðina? - Tími er til kominn að fjarmálastofnanir og stórfyrirtæki hætti þessum ölmusum til gæðinga sinna og láti þeim sjálfum eftir, sem áhuga hafa, að kaupa veiðileyfin án þess að njóta sérstaks stuðnings til þess. 
mbl.is Áhrifa aðhalds gætir ekki í laxveiðiám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útdauður stofn lætur kræla á sér

Þetta eru ánægjulegar fréttir sem eru að berast af þorskinum, ekki síðri en fréttirnar af loðnunni á dögunum. Útdauður stofn virðist hafa lifnað við. Það er fiskur um allan sjó og vonandi að þessi tíðindi fari ekki fram hjá Hafró og sjávarútvegsráðherra. Þessar fréttir koma líklega ekki sjómönnum á óvart, né heldur þeim sem fylgst hafa með fregnum úr sjávarútvegi á liðnum áratugum. Þær eru einungis hluti af þeirri staðfestingu sem menn hafa verið að fá á sínum skoðunum. Hvort þessi þorskgengd nú hefur áhrif til aukinna veiðiheimilda í komandi framtíð, er ekki gott að segja. Eflaust koma, eins og áður, neikvæðar niðurstöður úr hinu furðulega togararalli einhvern tímann á næstunni til að kveða niður allar vonir manna um betri tíð. Á meðan þurfa sjómenn að forðast þorsk og Norðmenn geta glaðir fyllt upp í saltfiskmarkaði, sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fá ekki tækifæri til að sinna. - Hvar skyldu Norðmenn annars fá fisk til saltfiskvinnslu? - Er ekki löngu búið að dæma öll þeirra fiskimið til dauða, samkvæmt samskonar formúlum og Hafró notar?
mbl.is Feitur fiskur úr sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukinn kostnaður með "sparnaði"

Nú hefur forstöðumaður Borgarnessskrifstofu Fasteignamats ríkisins sent forsvarsmönnum sveitarfélaga á Vesturlandi og Vestfjörðum bréf vegna áforma forstöðumanns Fasteignamatsins um að leggja niður skrifstofu stofnunarinnar í Borgarnesi og á Egilsstöðum. Þar bendir forstöðumaðurinn m.a. á að af þessu verði ekki sparnaður heldur þvert á móti kostnaður. Fróðlegt væri að fá svipað álit að austan, því líklegt má telja að enn meiri kostnaður hljótist af lokun þeirrar skrifstofu, heldur en skrifstofunnar í Borgarnesi. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur þegar mótmælt lokun skrifstofunnar á Egilsstöðum og byggingarfulltrúi í Fjarðabyggð lýsti áhyggjum sínum af lokun skrifstofunnar á Egilsstöðum í fréttum RÚV. Fyrir utan það að ganga þvert á stefnu stjórnvalda um að auka starfsemi ríkisstofnanna utan Reykjavíkur, þá virðist augljóst að í þessu tilfelli er ekki verið að ná því fram sem forstöðumaður Fasteignamatsins rískisins ætlar. Það er að spara peninga. - Þvert á móti eykst kostnaður og þjónusta, við alla þá sem þurfa á henni að halda, minnkar. Til hvers er þá farið af stað með þessa furðulegu aðgerð? - Forstöðumaðurinn segir ástæðuna sparnað en ekkert heyrist frá þeim sem eiga að ráða, hvorki ráðherra né þingmönnum. - Kannski eru Austfirðingar að bíta úr nálinni með að vera komnir í hið landmikla Norðausturkjördæmi. Það er jú skrifstofa frá þessari stofnun á Akureyri og það finnst stjórnanda Fasteignamats ríkisins líklega nóg fyrir eitt kjördæmi, þótt mörg hundruð kilómetrar skilji að Akureyri og þétbýlisstaði á Austurlandi og yfir marga fjallvegi að fara. 
mbl.is Vill FMR áfram í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni flugvöllur- Er hægt að lenda þar?

"Flugvöllurinn minnkar", skrítin fyrirsögn. Fljótt á litið hélt maður að búið væri að sneiða af flugbrautunum, eða fækka þeim, kannski að Fokkerinn gæti ekki lent þar lengur! - Svo er þó ekki heldur fara 260.000 fermetrar af svæði við flugvöllinn undir starfsemi Háskólans í Reykjavík. Sem sagt, allt í góðu ennþá, flugvöllurinn er ennþá óbreyttur í sinni stærð á sínum stað, eins og á hann á að vera samkvæmt samkomulagi núverandi borgarmeirihluta (skrifað 8. mars kl 21:12) - Hvað verður á morgun á sama tíma veit enginn. 
mbl.is Flugvöllurinn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týnd frétt af fundnum þorski

mbl.is hefur nú tekið upp á því að týna fréttum. Í morgun var frétt um að stórþorskur veiddist við Snæfellsnes undir fyrirsögninni: 39 kílóa þorskur. Ég bloggaði í tilefni þessarar fréttar undir fyrirsögninni "Týndir fiskar finnast enn". Nú kemur í ljós að fréttin er týnd og horfin út af mbl.is. Ef klikkað er á fréttalinkinn með blogginu mínu kemur aðeins texti sem segir að ekki finnist frétt með þessu númeri. - Hvað hefur gerst, veit ég ekki, en vonandi kemur þessi frétt í ljós og eins og það sem týnst hefur í hafinu.

Týndir fiskar finnast enn

Stórþorskurinn er færður að landi á Snæfellsnesi þessa dagana. Kemur eflaust einhverjum á óvart að eitthvað þessu líkt skuli fyrirfinnast í hafinu ennþá. - Líklega eru þessi þorskar í hópi þeirra fiska sem "týnst" hafa á liðnum áratugum og gleymdu að synda inn í reiknilíkönin hjá Hafró. Það er hinsvegar ánægjulegt þegar týndir fiskar finnast og gefur okkur vísbendingar um að margt er okkur hulið í hafinu. Loðnan fannst aftur og nú er það stórþorskurinn, sem náttúrlega belgir sig út af öllum smáfiskinum sem er hringinn í kringum landið. - Snúið, en þó ekki! Wink
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða úrslitin á Akureyri? - Hvað gerir RUV ohf. nú?

Það er ástæða til að óska vösku lið MA til hamingju með sigurinn á MH í kvöld og svo kemur í ljós annað kvöld hverjir andstæðingarnir í úrslitunum verða. - Nú stendur upp á Ríkisútvarpið að ákveða hvar úrslitaviðureignin fer fram. Akureyringar eiga í raun inni eina keppni í heimabyggð og auðvitað hlýtur Ríkisútvarp allra landsmanna að senda keppnina út frá Akureyri, enda ekkert því til fyrirstöðu tæknilega séð. Nemendur MA létu sig ekki muna um að fjölmenna á keppnina í kvöld en yfir 300 nemendur fóru suður til að fylgjast með sínu liði. - Það er jafn langt norður fyrir stjórnendur og tæknilið og nóg húspláss til að halda keppnina og taka á móti stuðningsliði aðkomuliðs.


mbl.is Menntaskólinn á Akureyri kominn í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband