Verða úrslitin á Akureyri? - Hvað gerir RUV ohf. nú?

Það er ástæða til að óska vösku lið MA til hamingju með sigurinn á MH í kvöld og svo kemur í ljós annað kvöld hverjir andstæðingarnir í úrslitunum verða. - Nú stendur upp á Ríkisútvarpið að ákveða hvar úrslitaviðureignin fer fram. Akureyringar eiga í raun inni eina keppni í heimabyggð og auðvitað hlýtur Ríkisútvarp allra landsmanna að senda keppnina út frá Akureyri, enda ekkert því til fyrirstöðu tæknilega séð. Nemendur MA létu sig ekki muna um að fjölmenna á keppnina í kvöld en yfir 300 nemendur fóru suður til að fylgjast með sínu liði. - Það er jafn langt norður fyrir stjórnendur og tæknilið og nóg húspláss til að halda keppnina og taka á móti stuðningsliði aðkomuliðs.


mbl.is Menntaskólinn á Akureyri kominn í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já vona svo sannarlega að keppnin muni vera haldin á Akureyri.

Alli (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þarf ekki úrslitaviðureignin að far fram á "hlutlausu belti". 

Benedikt V. Warén, 7.3.2008 kl. 09:09

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....góður!!

Haraldur Bjarnason, 7.3.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband