Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Endalaust

Endalaust koma nýjar upplýsingar í ljós. Þetta sem Atli upplýsir þarna er glöggt dæmi um misgjörðir bankadrengjanna. Þeir eru búnir að koma okkur á hausinn og koma aldrei til með að borga það.
mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur átti efnið, ekki RÚV

Pétur þurfti ekki að skila þessari spólu, nema að spólan sjálf hafi verið eign RÚV. Hann á allt efnið sem er á henni. Vonandi hefur hann þurrkað það út og skilað auðri spólunni.

Senda borðfána

Hjá Vegagerðinni eins og hjá mörgum öðrum ríkisstofnunum er án efa hægt að spara mikla peninga í fundahöldum. Man að í eina tíð sagði Pétur Einarsson, þáverandi flugmálastjóri, að oft á tíðum mætti senda borðfána á fundi í útlöndum, sem annars kostuðu mikla peninga. Hvernig væri að nota borðfána í stað funda hjá ríkisstofnunum?
mbl.is Sparnaður hjá Vegagerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segðu af þér strax Palli

Er þetta í lagi? Páll Magnússon útvarpsstjóri er að lesa fréttir. Sá hinn sami og ásakar Pétur Matt fyrir að hafa  misnotað myndband sem  hann átti. - Segðu af þér strax Palli.

Launalækkun ?

Það er ótrúlegt hvað þetta vefst fyrir þeim. Þegar menn biðja um launalækkun ætti það að vera sjálfsagður hlutur. Við almennir launamenn höfum ekki beðið um launalækkun en hún er staðreynd í dag. Sem sagt. Svar óskast.
mbl.is Engin niðurstaða hjá Kjararáði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síld um allan sjó

Hvort sem þetta er sumar- eða vorgotssíld skiptir ekki máli. Það er síld um allan sjó. Svo er þorskur allsstaðar. Fiskifræðingar eru ekkert með og virðast ekki vita neitt eða þá að þeir vilja ekki vita neitt. Auðvitað á að veiða meir til að viðhalda stofnum. Þessi ofurmikla fiskverndarstefna skilar engu nema hruni stofna. Dæmin sýna það.
mbl.is Síldin í Jökulfjörðum er íslensk stórsíld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Palli í rugli

Þarna held ég að Palli Magg sé í algjöru rugli. Veit hann ekki um höfundarrétt? Við sem höfum starfað við fréttamennsku og dagskrárgerð á RÚV eigum höfundarrétt á öllu því efni sem við höfum gert. RÚV var bara með okkur á launum. Höfundarréttur er ótvíræður og meira að segja svo sterkur að RÚV má ekki nota efni okkar nema með leyfi.  G. Pétur var í fullum rétti að nota þetta og ég get alveg upplýst Pál um að ég á í fórum mínum fullt af efni sem ég kem einhvern tímann til með að nota. http://www.youtube.com/watch?v=E3zqtGWEc8U Þetta er Davíðsstíllinn, hroki út í gegn.
mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gas, gas, gas!

Það virðist enginn hafa heyrt Gas! Gas! Gas! á tröppum löggustöðvarinnar við Hverfisgötu. Því getur það einfaldlega ekki verið rétt sem Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að viðvörun hafi verið gefin. Auðvitað eru mál ekki leyst með ofbeldi og það að brjóta rúður og ráðast inn á löggustöðina er ofbeldi. Löggan beitir líka ofbeldi með sínum piparúða. Hefði ekki mátt fara út á tröppurnar strax og ræða málin. Segja fólki hvernig málin voru og hleypa stráknum út af því að hann var handtekin fyrir "mistök." Þetta er klúður frá upphafi.
mbl.is Segir lögreglu ekki hafa varað við piparúðaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensi var góður

Benedikt Sigurðarson varpaði fram góðum málum um lánskjaravísitöluna og þann einfalda hlut að þessi lánskjaravísitala er mannanna verk og því ekkert mál að slökkva á henni. Lánskjaravísitalan og grunnurinn sem hún byggir á er einungis eignamönnum í hag. Árni Math. gat ekki svarað þessu á fundinum. Hann ver þetta rugl út í æsar eins og allir eignamenn landsins.
mbl.is Verðtryggingin verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að spúla bekkinn

"Eina von stjórnarinnar er að spúla bekkinn," sagði Þorvaldur Gylfason í frábærri ræðu sinni í Háskólabíói í kvöld. Ræða hans var stórkostleg og vonandi til þess að einhverjir sem ráða hér á landi taki sönsum. Hann endaði ræðuna eins og föðurbróðir hans, Vilhjámur Gíslason, útvarpsstjóri gerði alltaf: "Í guðs friði."
mbl.is Húsfyllir í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband