Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Síld um allan sjó

Síld um allan sjó og oftar en ekki hefur síldin bjargað íslenskum þjóðarbúskap þótt hún hafi valdið vonbrigðum líka. Það er líka athyglisvert hve víða hún dreifist. Mokveiði í fyrra og núna á Breiðafirði og svo bætist Faxaflóinn við. Ætli þeir hafi nokkuð leitað í Hvalfirði eða við Austfirði? 
mbl.is Mok síldarveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattaskjól stendur ekki lengur undir nafni

Þá er nú fokið í flest skjól þegar "Skattaskjól," stendur ekki lengur undir nafni. Íbúar í Hvalfjarðarsveit hafa, allt frá því Járnblendiverksmiðjan var stofnsett á Grundartanga fyrir 30 árum, notið mikilla tekna frá stóriðjunni þar. Þegar þéttbýlið á Hagamel myndaðist rétt ofan Grundartanga á sýnum tíma var það gjarnan kallað "Skattaskjól." Nú er öldin önnur og þetta fámenna sveitarfélag þarf á öllu sínu að halda. Kannski vilja íbúar þar sameinast nágrönnum sínum á Akranesi núna, sem hafa veitt þeim ýmsa þjónustu í gegnum tíðina og verið í samstarfi á mörgum sviðum.
mbl.is Ekki lengur „skattaparadís"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkrinu

Það er þó jákvætt í öllum þessum hremmingum að hægt skuli vera að undirrita kjarasamninga núna. Hvað svo sem þeir gefa af sér fyrir starfsfólk sveitarfélaga. Ekki væri á bætandi að fá kjaradeilur ofan á allt annað þótt vissulega hafi fólk þörf fyrir verulegar kjarabætur núna.
mbl.is Undirrita samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óðni er vorkun

Ég vorkenni þér Óðinn. Það er ekki þarna sem á að spara hjá RÚV. Skil þig vel. Veit hreinlega ekki hvernig RÚV ætlar að halda uppi almennilegri fréttamennsku með þessu. Hugsanlega gæti Palli Magg. skilað jeppanum og lækkað sig í launum niður í ein fréttamannalaun. Þá mætti halda þremur til fjórum störfum.
mbl.is „Kemur á versta tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er til skammar

Er þetta nákvæmlega það sem þjóðin þarf á að halda í dag? Skera niður eina opinbera fjölmiðilinn, sem þjónar landinu öllu. Hvar er svo byrjað? Þar sem hans er þörf. Þar sem hann heyrist. Landsbyggðin sem byggir þetta þjóðfélag upp þarf að gjalda fyrst. Allt til að þjóna einhverjum vídeóleigum í Reykjavík sem þykjast vera kúgaðar af ríkisreknu sjónvarpi. Þetta er til skammar.
mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgist RÚV ekki með?

Er að hlusta á hádegisfréttir RÚV. Þar er ekki minnst í fréttahelsti á starfsmannfund kl. 13:00. Ekki minnst á að einhverjar breytingar kunni að vera framundan hjá RÚV. Hverslags undirlægja er þarna í gangi hjá fréttamönnum RÚV? - Skil þetta ekki. - Fylgist RÚV ekki með?

Hvað er að gerast?

Hvað er Þorgerður Katrín búin að gera núna? - Á RÚV að fara út af auglýsingamarkaði? - Verða svæðisstöðvar lagðar niður? - Þetta tvennt kæmi mér ekki á óvart. - Hvort tveggja er landsbyggðinni í óhag og hagnast markaðshyggjunni á landráðaskaganum.
mbl.is Boðað til starfsmannafundar hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta einhvers virði?

Eru þessir pappírar einhvers virði nú á þessum síðustu og verstu ???? - Ég bara spyr!!...
mbl.is Ritstjórinn keypti Viðskiptablaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er kallað frelsi

Jæja. Þá er komið að því. Það sem kallað er  frelsi til athafna með gjaldeyri gengur ekki lengur. Var þetta ekki lögmálið? Frelsi markaðshyggjunnar. Frelsi þeirra, sem telja sig umfram aðra komna til að troða á þeim sem minna mega sín. - Augnablik! - Svona fer allt í hringi.


mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík hörmungarfrétt

Þetta er rétt sem hún Lilja segir þarna og ég skil það þannig að hafa þurfi stjórn á þeim sem eru að víxla með þjóðarverðmæti okkar. Hins vegar trúi ég því tæplega að þessi unga snæfellska kona tali svo vitlaust mál sem þarna er sett fram. Dæmi: jafngóð - Lilja bendir á að krónan hafi nú þegar fallið meira en hún féll í Asíulöndunum þegar bankakreppa gekk þar yfir - Féll krónan í Asíu? - Bæði erlendir og innlendir fjárfestar sem eiga hér pening og vilja fara út úr þessu hagkerfi eru tilbúnir til þess að tapa töluvert af sínum pening - Peningar um peninga frá peningum til peninga - Þið sem skrifið á mbl.is reynið að nota orðabók stundum
mbl.is Segir lögin fagnaðarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband