Þetta er til skammar

Er þetta nákvæmlega það sem þjóðin þarf á að halda í dag? Skera niður eina opinbera fjölmiðilinn, sem þjónar landinu öllu. Hvar er svo byrjað? Þar sem hans er þörf. Þar sem hann heyrist. Landsbyggðin sem byggir þetta þjóðfélag upp þarf að gjalda fyrst. Allt til að þjóna einhverjum vídeóleigum í Reykjavík sem þykjast vera kúgaðar af ríkisreknu sjónvarpi. Þetta er til skammar.
mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Helgi það sem er til skammar er eyðsla Ríkisútvarpsins undir stjórn Páls Magnússonar. Á einu ári tókst að tvöfalda laun starfsmanna RÚV!! Það er ekki furða að þeir ganga svona hart fram á auglýsingamarkaði.

http://visir.is/article/20081128/VIDSKIPTI06/297782184

Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á ekki að reka PM fyrir framúrkeyrslu?

Hólmdís Hjartardóttir, 28.11.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Eitthvað er þetta nú málum blandið. Að vísu tvöfölduðust laun útvarpsstjórans sjálfs og helstu yfirmanna auk Kastljósliðsins og útvalinna einstaklinga. Hinir sauðtryggu föstu starfsmenn sem margir hafa unnið þarna í fjöldamörg ár hafa hins vegar lítið sem ekkert hækkað í launum síðan ohf bættist við nafnið.

Svo er sparað með því að segja upp venjulegu starfsfólki og verktökum en ekki með þvi að fækka yfirmönnum. Það er eins og venjulega byrjað á röngum enda.

Sigurður Hrellir, 28.11.2008 kl. 15:26

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Réttara er að laun útvarpsstjórans hafa næstum því þrefaldast síðan hann tók við.

Sigurður Hrellir, 28.11.2008 kl. 15:51

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt hjá þér Siggi. Þau hafa þrefaldast og svo hafa einhverjir einkavinir verið ráðnir þarna inn á háum launum. Almennir fréttamenn og það sauðtryggir eru á venjulegum ríkisstarfsmannalaunum. Þetta ohf dæmi er til skammar.

Haraldur Bjarnason, 28.11.2008 kl. 15:56

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Halli, þú hafðir rétt fyrir þér með svæðisstöðvarnar yrðu skornar.  Ég verð að viðurkenna að þó ég hafi trúað þeim til vondra verka þá trúði ég þessu upp á þá fyrirfram.

Magnús Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 16:17

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég bjóst við þessu Maggi, en jeppinn hans Palla Magg er hjá honum ennþá. Yfir tuttugu ára uppbygginarstarf okkar sem að svæðisstöðvunum komu er nú fyrir bý.

Haraldur Bjarnason, 28.11.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband