Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Síld er fiskur

"Síld og fiskur." Nafnið eitt og sér er fáránlegt. Er síld ekki fiskur? Svo er þetta kjötvinnsla þar að auki samkvæmt fréttinni. - Svei mér þá! - Borgnesingar!
mbl.is Síld og fiskur segir upp fólki í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað af viti hefur þá verið gert við Austurvöll

Þetta er skemmtileg uppgötvun. Það hefur þá einhverntíma verið unnið eitthvað af viti þarna við Austurvöll. Framleiðsla og undirstaða fyrir þjóðarbúið. Nokkuð sem ekki er verið að gera þar nú. Þingmenn valdalausir en örfáir ráðherrar og uppgjafa forsætisráðherra í hlutverki peningastjóra gera ekkert af viti.
mbl.is Fótspor Ingólfs við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fara að gráta Addi

Það er ástæða til að óska Adolf og útvegsmönnum til hamingju með þetta kjör. Adolf er reyndur í stjórnun útgerðar og fiskvinnslu. Tók við af tengdaföður sínum á Seyðisfirði og hefur stýrt útgerð þar af farsæld. Til hamingju með þetta Addi, en farðu nú ekki að taka upp á því að gráta eins og þekkt var um ákveðinn formann LÍÚ áður fyrr. Hressleiki þinn og bjartsýni fer þér betur.
mbl.is Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona virka stýrivextir

Stýrivextirnir virka á þennan hátt hér á landi en engan annan. Þeir eru verðbólguhvetjandi og auka ekkert traust á krónunni eins og marg oft hefur sýnt sig við reglulegar hækkanir á þeim þetta árið. Fyrirtæki og almenningur í landinu bera því byrðarnar af ráðleysi Seðlabankamanna og stjórnmálamanna, sem virðast hafa samþykkt þetta skilyrði IMF, þótt þeir hafi sagt annað.
mbl.is Landsbankinn hækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láta verkin tala

Það er greinilegt á ummælum norska utanríkisráðherrans að hann vill láta verkin tala og gerir sér grein fyrir að hlutirnir þurfa að gerast hratt núna. Allir samráðshópar þurfa sinn tíma og ekki síst þegar margar þjóðir koma að. Í Helsinki voru allir æðstu ráðamenn Norðurlandaþjóðanna saman komnir og því hefði eflaust verið hægt að gera þar raunhæfa áætlun um aðstoð við íslensku þjóðina.
mbl.is Gagnrýnir hin Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djö, skerin líka.

Djö....er slóðin um allan skerjagarð Bretlands líka? - Látið Björgólfana svara fyrir þetta.


mbl.is Segir Árna hafa lofað að heimsækja Guernsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný útrás

Það eru ekki mörg ár síðan að maður leit niður á kvennafótboltann og sagði það jafnvel hálfgerða nauðgun á íþróttinni að stelpur spiluðu fótbolta. Nú er öldin önnur. Þær spila einfaldlega góðan fótbolta og eru nú í hópi þeirra bestu. Nú eigum við handboltalið karla, sem er meðal þeirra bestu í heiminum og kvennalið í fótbolta á svipuðum stað. TIL HAMINGJU STELPUR! - Þetta er hluti af okkar nýju útrás.
mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipbrot einkavinavæðingarinnar

Þetta er tímamótaniðurstaða þótt í skoðanakönnun sé. Að Sjálfstæðisflokkur tapi fylgi í samsteypustjórn. Venjan hefur verið sú að samstarfsflokkurinn tapi. En nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í þriðja sæti og það segir meira en nokkuð annað um viðbjóð þjóðarinnar á framferði flokksins að undanförnu. Geir Harður ræður ekki við að stjórna og hefur verið undirlægja gamla leiðtogans Davíðs, sem endanlega er búinn að gera í buxurnar með klúðri sínu og framkomu við þjóðina. Hroki er aldrei til góðs. Hann er merki um veikleika. Þetta er þjóðin að uppgötva og nýir tímar eru greinilega framundan enda er ofurfrjálshyggjan hrunin. Stöðugt 10% gengi Framsóknar sýnir líka að þjóðin man hverjir hleyptu óheftri og stjórnlausri einkavinavæðingu af stað. Skipbrot einkavinavæðingarinnar er staðreynd sem þjóðin þarf nú að súpa seyðið af.
mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð áform í anda Bjarkar

Þetta eru allt góð áform sem hrinda þarf í framkvæmd strax. Þeir sem eru að missa vinnuna þola enga bið. Orð eru til alls fyrst svo framarlega að þau séu ekki látin duga ein og sér. Annars finnst mér margt af þessu sem Ingibjörg Sólrún segir vera það sama og kom fram hjá Björk Guðmundsdóttur í góðu Kastljósviðtali við hana.
mbl.is Áform um ný störf í sprotafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nota þessa peninga í uppbyggingu

Hvernig á peningalaus ríkissjóður að auka atvinnuleysisbætur? Væri ekki nær að nýta peningana til uppbyggingar? - Ég hlustaði á söngkonuna Björk í Kastljósi í kvöld og hún nefndi fullt af hugmyndum og sprotafyrirtækjum sem gætu tekið fólk í vinnu en vantaði peninga. Hvernig væri að setja peninga í að þessi litlu fyrirtæki gætu ráðið til sín fólk, sem er á atvinnuleysisbótum og þau borgi því svo 10-50% af launum og fái þannig ódýran og góðan vinnukraft sem jafnframt væri á óbreyttum bótum ríkisins. Svo væri frekar að auka bætur til þeirra sem vilja fara í nám enda höfum við alltaf not fyrir betur menntað fólk. Það er betra að nýta góða starfskrafta en láta þá sitja aðgerðarlausa heima á bótum. Notum peningana í uppbyggingu fólks og fyrirtækja.
mbl.is Stjórnvöld hækki atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband