Nota þessa peninga í uppbyggingu

Hvernig á peningalaus ríkissjóður að auka atvinnuleysisbætur? Væri ekki nær að nýta peningana til uppbyggingar? - Ég hlustaði á söngkonuna Björk í Kastljósi í kvöld og hún nefndi fullt af hugmyndum og sprotafyrirtækjum sem gætu tekið fólk í vinnu en vantaði peninga. Hvernig væri að setja peninga í að þessi litlu fyrirtæki gætu ráðið til sín fólk, sem er á atvinnuleysisbótum og þau borgi því svo 10-50% af launum og fái þannig ódýran og góðan vinnukraft sem jafnframt væri á óbreyttum bótum ríkisins. Svo væri frekar að auka bætur til þeirra sem vilja fara í nám enda höfum við alltaf not fyrir betur menntað fólk. Það er betra að nýta góða starfskrafta en láta þá sitja aðgerðarlausa heima á bótum. Notum peningana í uppbyggingu fólks og fyrirtækja.
mbl.is Stjórnvöld hækki atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þegnskylduvinna, skóflur & hakar...

Steingrímur Helgason, 29.10.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Moka snjó, mokið meiri snjó sagði Steini spil.

Haraldur Bjarnason, 29.10.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sá ekki Kastljós, en þessi 10-50% hugmynd er alls ekki slæm. Mikið betri en að hækka bætur úr tómum ríkissjóði.

Villi Asgeirsson, 29.10.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband