Minnihluti þingmanna heldur meirihluta í gíslingu

Það er eitthvað að í stjórnskipun þjóðarinnar og þingsköpum þegar minnihluti á Alþingi getur haldið meirihluta þingmanna í gíslingu svo sólarhringum skiptir með málþófi, söng og sögulestri. Það er ótrúlegt að sérstaka sáttaleið þurfi til að meirihluti þingmanna geti fengið eðlilega afgreiðslu þeirra mála sem hann leggur fram. Það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki sætta sig við að vera ekki ráðandi afl í þjóðfélaginu á ekki að vera nóg til að tefja störf þingsins. Blaðrið og þvaðrið í þingflokksformanni þeirra segir allt sem segja þarf. Ýmist vill Arnbjörg Sveinsdóttir stytta þingfundi og komast heim í háttinn eða hún vill lengra þinghlé til að geta horft á sjónvarpið. Hún hefur ekki einu sinni áttað sig á því RÚV er með vefsvæði og þar er hægt að horfa á framboðsþætti á öllum tímum sólarhringsins.
mbl.is Koma til móts við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég minni á orð Ögmundar Jónassonar frá því fyrir rúmum 2 árum:

" ....rétt [er] að minna á að stjórnarandstöðunni hefur í tvígang tekist einmitt með langri umræðu að koma í veg fyrir vanhugsuð og stórskaðleg stjórnarfrumvörp..."

Emil Örn Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Munurinn er bara sá að nú eru ekki vanhugsuð og stórskaðleg stjórnarfrunvörp á dagskrá.

Haraldur Bjarnason, 7.4.2009 kl. 15:13

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er alltaf álitamál, hvað sé vanhugsað eða stórskaðlegt, Haraldur. Grundvallarreglan verður að vera sú að um stjórnarskrárbreytingar ríki víðtæk sátt og einnig að stjórnarandstaðan geti beitt sér í öllum umræðum á þingi.

Það má ekki líta svo á að þó manndráp séu bönnuð samkvæmt lögum þá eigi það ekki að gilda ef um stórskaðlegt eða víðáttuvitlaust fólk er að ræða.

Emil Örn Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Manndráp eru alltaf morð og undarleg er þessi samlíking hjá þér. Hitt sem þú nefnir um álitamálin er rétt. Hins vegar óttast Sjálfstæðismenn að þær stjórnarskrárbreytingar sem verið er að gera komi niður á einkavinunum. Þær eru tvímælalaust til heilla fyrir þjóðina og þurfa ekki að koma einkavinum íhaldsins illa.

Haraldur Bjarnason, 7.4.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það sem ég á við, Haraldur, er að það verður að gilda sama grundvallarregla um stjórnarskrárbreytingar hvort sem fólki finnst þær vitlausar, skaðlegar, til heilla eða tímabærar.

Þess vegna greip ég til þessarar samlíkingar þó hún sé hugsanlega óheppileg. Það, sem ég á við er að grundvallarreglan verður alltaf að gilda sama hvaða tilfinningar maður ber til þess sem er til umfjöllunar.

Emil Örn Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 16:06

6 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Sjálfstæðismenn eru einungis að reyna að koma í veg fyrir að auðlindirnar verði færðar í örugga eigu þjóðarinnar, með orðagjálfri og hártogunum. Gerist það missa margir þeirra spón úr aski sínum.

Þorgrímur Gestsson, 7.4.2009 kl. 22:05

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nákvæmlega Þorri. Það halda þeir að minnsta kosti

Haraldur Bjarnason, 7.4.2009 kl. 22:19

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þetta er ákaflega sterk og afgerandi fullyrðing hjá þér, Þorgrímur. Hún ber einnig vott um fordóma og gefnar órökstuddar forsendur.

"Þjóðareign" er óskilgreint hugtak, sem í þessu tilviki á sér enga lagastoð. Það er gaman að fara af stað með fögur orð og háfleygar hugmyndir en þegar festa á slíkt á blað og í lagabókstaf þá þarf að vera rökhugsun að baki. Þess vegna má ekki rjúka í vanhugsaðar stjórnarskrár breytingar, hversu fagrar sem þær hljóma.

Emil Örn Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband