Slæm þróun

Það er slæm þróun að nú skuli nánast verið að eyðileggja þennan möguleika fólks á strætóferðum milli Akraness og Reykjavíkur. Þetta hefur verið góður kostur til þessa en nú er útlit fyrir að ódýrara sé að tveir til þrír sameinist um einkabíl á milli þessara staða. Sennilega er þetta vegna þess að önnur sveitarfélög lengra í burtu frá Reykjavík vilja nýta sér þetta frumkvæði Skagamanna. Auðvitað er gott ef hægt er að koma á strætóferðum austur fyrir fjall og upp í Borgarnes en það er slæmt að frumkvöðlarnir í þessu efni beri skaða af.

Fyrst mbl.is sýnir ekki þá sjálfsögðu kurteisi að "linka" á Skessuhorn sem flutti fréttina þá geri ég það hér með. http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=81274&meira=1

IMG 8597 Strætó á ferð á Akranesi


mbl.is Segjast þurfa að hætta að nota Strætóferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Verðið tvöfaldast hjá hjónunum ef þau kaupa sér sérstakt kort hjá bænum sem miðast við þá sem fara daglega. Það ÞREFALDAST hjá öllum öðrum. M.a. mér sem fer ekki daglega á milli og bjánalegt að kaupa slíkt kort.

Ég held að þetta sé upphafið að endinum. Og ég sem flutti á Skagann bara vegna þess að strætó byrjaði að ganga. Ekki datt mér í hug að eitthvað sem gengi svona vel yrði eyðilagt! Held að stjórnendur Strætó bs ættu aðeins að hugsa málið.

Gleðilegt ár!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.1.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Sæll Halli og gleðilegt nýtt ár.

Eins og Gurrí segir, þá eru þetta hugsanlega upphafið að endirnium á þessari góðu samgöngubót fyrir Skagamenn. Mér finnst persónulega að bærinn ætti að koma meira inní þetta með hærra framlagi vegna þess hve vel þetta hefur gengið og hveru mörgum nýjum íbúum þetta hefur skilað. Skaginn hefur alltaf verið áhugaverður kostur fyrir þá sem vinna í Reykjavík, en vilja búa í kyrrðini á Skaganum, jafnvel áður en göngin komu, því það var ekki svo dýrt að fara með Bogguni, og lenda svo akkurat í miðbænum.

Vonandi verður gerð leiðrétting á þessu, allavega trúi ég ekki öðru eftir kynni mín af stjórnendum Strætó b.s. En ég vann þar um nokkra ára bil og líkaði vel.

Bestu kv af Snæfellsnesi

Sigurbrandur Jakobsson, 3.1.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta virðast því miður verða endalokin á góðu máli, sem strætóferðir milli Akraness og Reykjavíkur hafa verið. Mér þykir það slæmt að ástæðan fyrir þessu skuli vera ferðir upp í Borgarnes og í Hvalfjarðarsveit en sú sveit vildi ekki vera með Akranesi í stuðningi við þessar ferðir í upphafi. Bæjarstjórn Akraness hefur greinilega klúðrað einhverju í þessari samningagerð.

Haraldur Bjarnason, 4.1.2009 kl. 22:25

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mig langar að koma leiðréttingu á framfæri. Svo virðist sem lítið upplýsingaflæði hafi valdið því að Skagamenn beindu undrun (reiði) sinni helst að Strætó bs. 

Ég veit ekki hvernig samninga okkur Skagamönnum (og Borgfirðingum) var boðið upp á af hendi Strætó bs en strætóaksturinn er ekki lengur á vegum Strætó bs, heldur Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Borgarness sem hafa nú einkaleyfi á leiðinni. Þess vegna fá sveitarstjórnir ágóðann af kortakaupum og borga Strætó bs ákveðna þóknun, m.a. fyrir að við fáum að ferðast um höfuðborgina. Okkur bauðst að fá að innlimast inn í sjálft strætókerfið en væntanlega hefur það verið of dýrt fyrir sveitarfélögin fyrst það var ekki samþykkt.

Fékk í dag bréf varðandi þetta frá Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs, sem útskýrði málið vel og ég vildi koma þessu að. Kveðja af Skaganum!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.1.2009 kl. 17:07

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Gurrí ég held að fyrst og fremst sé við bæjarstjórn Akraness að sakast í þessu máli en ekki Strætó bs. Klúðrið er bæjaryfirvalda.

Haraldur Bjarnason, 5.1.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband