Gerðahverfi?

Í myndatexta með þessari frétt segir að mikill viðbúnaður hafi verið vegna vopnaðs manns í Gerðunum. Sama nafn var notað í fyrri frétt um málið og þá sagt frá því að maðurinn væri í Gerðahverfi. Ég man ekki eftir þessu hverfisnafni í Reykjavík. Ég man hins vegar eftir Gerðum í Garði en það var nafnið á þéttbýlinu á Suðurnesjum í eina tíð og íbúarnir kallaðir Gerðamenn. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að maðurinn með byssuna sást í Breiðagerði. Þannig að hann hefur verið í því hverfi sem gjarnan hefur verið kallað Smáíbúðahverfi í gegnum tíðina eða Bústaðahverfi í seinni tíð. 
mbl.is Byssumaður afhenti vopnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Fossvogshverfi heitir samkvæmt því Landahverfi.

l (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nákvæmlega!

Haraldur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband