Tal um Tal frá Tali til Tals

Lesið fréttina og skoðið málfræðikunnáttu þess sem skrifar. "Ragnhildur tekur við Tal" (Tali) - "Ragnhildur Ágústsdóttir hefur verið ráðinn (ráðin) framkvæmdastjóri Tal (Tals)" - "var forstöðumaður vöruþróunar Tal (Tals) - Svo er farið að beygja nöfn fyrirtækja í lok fréttarinnar þegar sagt er að Ragnhildur hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra Ódýra Símafélagsins. Af hverju ekki: framkvæmdastjóra Ódýra símafélagið. Það hefði verið í samræmi við hina vitleysuna.
mbl.is Ragnhildur tekur við Tal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já það er ótrúlegt hvað blaðamenn geta leyft sér lélega íslenskukunnáttu.

, 2.1.2009 kl. 23:48

2 identicon

Mikið er ég fegin, að það ekki bara ég sem heyri þegar vitlaust er farið með íslenskt mál.

Guðrún Jónsdóttir.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það ekki furða að fréttaflutningur sé lélegur ef fréttamenn þurfa að vera með athyglina við að fletta upp í orðabókum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 00:48

4 identicon

Það á enginn að þurfa fletta upp í fræðum um eigið móðurmál.

Elvar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 04:53

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er ekkert athugavert við að fletta upp í orðabók. Það geri ég daglega og hef gert í áratugi við vinnu mína. Hins vegar þarf kunnátta í íslensku máli að vera til staðar hjá þeim sem skrifa texta í fjölmiðla. Þetta, að kunna ekki beygja einföld orð eða að vita ekki hvers kyns þau eru, flokkast ekki undir lágmarks kunnáttu í íslensku. Orðabók leysir ekki svona einfeldningshátt.

Haraldur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 07:03

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er ekki mín sérgrein en ég sá strax beygingarvillurnar á Tali.  Svo spyr ég þig Halli með kyngreininguna, annars vegar er manneskjan nefnd á nafn og er greinilega kona (kvk) og svo er hitt að hún verður framkvæmdastjóri (kk) Er þetta ekki svona hippum happs hvort þetta er rétt eða rangt? Ekki í vafa að ég hefði sjálfur dottið í þessa gildru.

Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 08:00

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

En eftir að hafa hugað aðeins betur sé ég að þetta er laukrétt hjá þér. Það er "hún" sem er ráðin.

Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 08:03

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Í þessu tilfelli er það nafn konunnar sem ræður. Hún er ráðin. Hafi hins vegar staðið Framkvæmdastjóri var ráðinn. Þá horfir málið öðru vísi við Víðir. Auðvitað sástu þetta þegar þú skoðaðir það.  

Haraldur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 08:07

9 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ég sem hélt að þetta hefði átt að vera Ragnhildur [Steinunn] tekur viðtal...

Ólafur Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 11:34

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott að benda á þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 12:43

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já kannski var þetta bara við-Tal.

Haraldur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband