Mál til komið að hafa vit fyrir ríkisstjórninni

Það er gott til þess að vita að Samtök atvinnulífsins og Verkalýðsforystan skuli vera komin á fullt í þessi mál. Ég tala nú ekki um ef bankarnir verða með og hægt verður að tjónka eitthvað við forsvarsmenn þeirra. Það sjá allir að í óefni stefnir nema þessi handónýta ríkisstjórn og helst að þessi samtök geti komið vitinu fyrir ráðlausa formenn stjórnarflokkanna. Það er að segja ef það tekst að stoppa á þá á landinu í smá tíma til viðræðna. Mál til komið að einhver hafi vit fyrir þeim.
mbl.is Reynt að ná víðtækri sátt á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Dettur þér í hug að þetta sé án þátttöku stjórnvalda og ríkisstjórnar ? Að þessari aðgerð standa flestir þeir sem áhrif geta haft og þess vegna mun þetta takast.

Ég veit ekki enn hvort stjórnarandstaðan vill koma að þessari vinnu en það á eftir að koma í ljós.

Gæti verið að sumt af því sem á að takast á við gæti staðið í þeim afturhaldssömustu.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei auðvitað kemur ríkisstjórnin að þessu en það er athyglisvert hverjir hafa forgöngu um að ganga í málin. Enda sýnist manni þessi ríkisstjórn ekki vera stjórn til að framkvæma eitt eða neitt. Því miður hafa gjörðir hennar verið meira í orði en á borði. Samfylkingin er ekki að standa sig eins og maður vonaðist eftir en litlu skiptir hvort máttlaus stjórnarandstaðan verður með í þessu eða ekki.

Haraldur Bjarnason, 10.9.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband