Burt með þessa ríkisstjórn

Hver þingmaðurinn af öðrum kemur upp í stól Alþingis og lýsir yfir stuðningi við það réttlæti sem ljósmæður fara fram á. Nú síðast félagsmálaráðherra, sem er eini ráðherrann sem eitthvað hefur látið að sér kveða í þessari ríkisstjórn. Bera þingmenn og ráðherrar virkilega enga virðingu fyrir Alþingi og þjóðinni? Koma upp í ræðustól Alþingis og segja eitt en láta svo einhverja undirsáta um að segja annað. - Ríkisstjórnin á að segja af sér. - Þetta mál er miklu stærra en aðgerðarleysið í efnahagsmálum. - Ég vorkenni Sjálfstæðisflokknum, honum hefur aldrei verið sjálfrátt þegar almannaheill er annars vegar en Samfylkinginn á nú þegar að ganga úr ríkisstjórn og láta efna til kosninga. Ef sá flokkur er svo kúgaður að hann getur ekki sinnt sínum stefnumálum er betra heima setið. Samfylkingin byggir á grunni félagshyggju og svona framkoma er fyrir neðan allar hellur.
mbl.is Samningar tókust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki vorkenni ég nú Sjálfstæðisflokknum..............en að öðru leyti sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 10.9.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég gat ekki heyrt betur en að Björgvin viðskipta, hefði sagt í Silfrinu að það yrði samið við ljósmæður núna í vikunni......4 dagar til stefnu

Þetta er veruleikafirrt pa..

Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta 'lángtíburtiztan' land, var það ekki nýlega að fá ESB styrk til að móttaka 63ggja manna flugrútu ?

Steingrímur Helgason, 10.9.2008 kl. 00:48

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þó fyrr hefði verið. Sýnist þessi stjórn vera bóstaflega með allt á hælunum.

Víðir Benediktsson, 10.9.2008 kl. 07:08

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að öllu leiti sammála.

Jóhann Elíasson, 10.9.2008 kl. 08:15

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég var að hlusta á Útvarp Sögu núna áðan þar sem Hallur nokkur Magnússon, formaður velferðarráðs, var í viðtali við Markús. Ég gat ekki annað en skellt uppúr þegar blessaður maðurinn fór að tala um "mæðradagsnefnd". :)

Þvílíkir snillingar, hver um annan þveran!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.9.2008 kl. 08:18

7 identicon

Halli minn, ég er svo sem sammála þér, EN hvar er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar í þessari umræðu? Hún pretikaði mikið um stjórnarsáttmálann á sínum tíma, að nú verði loksins tekið á launamisrétti kynjanna en efndir engar í þeim málum og ekkert heyrist frá Sollu um sjálfsagða kjarabaráttu ljósmæðra. Samfylkingin hefur mælst í sumum skoðanakönnunum stærsti stjórnmálaflokkur landsins þannig að þar á bæ ætti ekki að vera nein hræðsla við að ná fram málum í samstarfi við aðra og auðvitað ætti að vera sérstakur metnaður núna hjá Samfylkingunni að ná fram úrbótum í launamálum almennt í samstarfinu við Íhaldið!! svo mikið hafa forsvarsmenn Samfylkingarinnar látið fara frá sér hástemmt í orði og rituðu máli undanfarin ár að nú er lag og tækifæri, ÞEIR ERU VIÐ STJÓRNVÖLINN!!

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:21

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er svo algjörlega sammála hverju orði hjá þér. Þetta mál og þessar samningaviðræður er algjör skandall eins og það leggur sig. Samfylkingin, sem bablaði nú einna mest um launamisrétti kynjanna og hækkun launa hjá kvennastéttum, er eins og gólfmotta Sjálfstæðisflokksins. Hvað stétt er meiri kvennastétt en ljósmæðrastéttin??

Geir Harði segir ekkert svigrúm til að hækka laun þessara stétta, þá sjaldan honum finnst þessi kjaramál svaraverð, en alltaf er svigrúm til að hækka laun og kjör alþingismanna- og kvenna. Og hvað ætla þeir að salta eftirlaunafrumvarpið sitt lengi? Það er greinilega alveg svigrúm til þess. Flestir í þessarri ríkisstjórn eru eiginhagsmunapotarar, enda sýna skoðunarkannanir það glögglega hvernig fólkinu í landinu finnst ríkisstjórnin vera að höndla hlutina.

Burt með þau!! Inn með þá sem bera hagsmuni okkar fyrir brjósti og þora að framkvæma.

Lilja G. Bolladóttir, 10.9.2008 kl. 12:00

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jón Ingi. Þetta er það sem ég er að segja. Solla og kó eru bara ekki að gera neitt og láta íhaldið valta yfir sig. Þú veist að það sem eignamönnum hugnast best er svona reiðileysi. Ranglát lánskjaavísitala kemur þeim til góða. Þeir eru með allt á þurru meðan almúginn tekur allt á sig. Þarna er Samfylkingin að bregðast. Það er helst að Jóhanna klóri í bakkann en hvar eru okkar þingmenn sem við höfum treyst á? - Hólmdís það er frekar að ég vorkenni öllum þeim fjölda sem kýs Sjálfstæðisflokkinn í þeirri trú að það sé til heilla fyrir þjóðina. Auðvitað er frumskógarlögmálið bara stefna þess flokks og hefur alltaf verið en kjörfylgi hans er ekki í neinu samræmi við vilja þjóðarinnar ,sem er jafnrétti og félagshyggja. - Víðir, þessi stjórn er með allt á hælunum. Það er ekkert að virðast í þeim efnum. Sigrún eins og ég hef bent á þetta er veruleikafirrt lið, sammála. Zteingrímur ég fatta ekki þetta með 63 manna rútuna......Lilja, ég tek undirállt sem þú segir...ertu ekki hætt við að kjósa íhaldið? - Takk fyrir öll sömul

Haraldur Bjarnason, 10.9.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband