Reykjavíkurheilkennið komið yfir flóann
15.5.2008 | 07:34
Mér finnst slæmt að heyra þessar fréttir af bæjarpólitíkinni á Skaganum. Í gegnum tíðina hefur fólk verið nokkuð heilsteypt í bæjarpólitíkinni þar en það er eins og núna sé komið eitthvert Reykjavíkurheilkenni þarna yfir flóann. Mér finnst líka athyglisvert að í öllum fréttaflutningi mbl af þessum málum hefur aldrei verið talað við oddvita Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Sigurðsson, um þessi mál. Hann virðist halda sig svolítið til hlés í umræðunni og Gísli bæjarstjóri, sem er ekki kjörinn bæjarfulltrúi, talar alltaf fyrir hönd meirihlutans. Þetta minnir mig svolítið á umræðuna í Reykjavík líka.
Ég man oft eftir því hér áður fyrr að atkvæðagreiðslur í bæjarstjórn á Akranesi hafi verið á skjön við starfandi meirihluta. Menn hafa oft ekki verið sammála um einstök mál þótt þeir hafi verið í sama flokki eða saman í meirihluta. Það hefur þó ekki alltaf orðið til meirihlutaslita og enn síður til flandurs á milli flokka. Burt séð frá afstöðu til þessa máls, sem deilt er um, þá finnst mér þetta, sem gerist í kjölfarið, setja ljótan blett á bæjarmálapólitíkina á Akranesi.
Sviptingar á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér Halli. Gísli greyið er bara gólftuska he he he he
Einar Vignir Einarsson, 15.5.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.