Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Ásættanlegt

130 þúsund tonn eru ásættanleg en 200 þúsund tonn hefðu verið nærri lagi enda nóg af loðnu. Hún hefur það fínt núna norður í höfum, undir ísnum. Hún kemur svo í róleghetum þegar líður á veturinn meðfram Suðurlandinu og hrygnir í Faxaflóa og Breiðafirði.
mbl.is Heimilt að veiða 130.000 tonn af loðnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framfaraspor

Þetta er gott verkefni og full ástæða til að óska Akureyringum til hamingju með það. Sorphaugarnir í Glerárdal hafa verið þeim til vansa. Nú er vonandi betri tíð í vændum í umhverfismálum á Akureyri og hægt að nota sorpið í eitthvað gagnlegt. Hættið nú með þessa fáránlegu ruslapoka og farið að koma upp tunnum eins og alvöru bæjarfélög sem vilja láta að sér kveða í umhverfismálum.
mbl.is Rammasamningur um koltrefjaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvar er rafmagnið?

Átta mig ekki alveg á þessu. Hverju skiptir hvort raflínur og álver eru í sama mati ef ekkert rafmagn er til fyrir þessa stóriðju?
mbl.is Fagnar ákvörðun umhverfisráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljón tonn

Fyrst Hafró mælir 355 þúsund tonn þá eru örugglega milljón tonn af loðnu við Ísland. Hækkandi hitastig í sjónum hefur einfaldlega breytt göngumynstri loðnunnar eins og annarra fiska. Hún heldur sig norðar núna í kaldari sjó. Auðvitað á að gefa út 200 þúsunda tonna kvóta strax og þá minnkar gráturinn hjá Frikka.
mbl.is Útgerðarmenn bjartsýnni á loðnukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði ekki mátt doka aðeins við?

Bangsi virðist hafa fallið strax við fyrsta skot samkvæmt lýsingum enda bara ósjálfbjarga húnn á ferðinni. Hefði ekki í þessu tilfelli mátt doka aðeins við? Þetta var ekki stálpað dýr. Getur verið að nærvera við sauðfé hafi ráðið einhverju eins og lögreglumaðurinn lýsti áðan? Hvað þessar heilögu kýr okkar Íslendinga, rollurnar, voru að gera úti á þessum árstíma og það í hríð eins og lögreglumaðurinn lýsti. Það er hulin ráðgáta.
mbl.is Búið að skjóta ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta þarf að birtast almenningi

Þetta er nefndarálit sem fróðlegt væri að birtist almenningi í heild. Það litla sem nefnt er í fréttinni um álitið kveikir strax áhuga. Þetta með fréttalestur Páls er ágætis punktur. Fréttalesturinn hlýtur að rekast á við útvarpsstjórastarfið. Það vakti til dæmis athygli, þegar Páll las frétt um að Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri hefði sagt upp störfum, að hann þakkaði Þórhalli ekki fyrir störf hans hjá RÚV. Alræðisvald Páls virðist líka nær algjört. Svör hans við spurningum um uppsagnir að undanförnu bera þess merki.
mbl.is Gagnrýna alræðisvald útvarpsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áratuga afturför

Með því að loka svæðisstöðvunum er RÚV að fara áratugi aftur í tímann. Hvernig halda á úti almennilegum fréttaflutningi af landsbyggðinni án svæðisstöðvanna er vandséð. Það er hægt frá þeim landshlutum sem næstir eru Reykjavík en ekki öðrum. Sem dæmi get ég nefnt að þegar ég starfaði á svæðisstöð RÚV á Austurlandi (í18 ár) voru, auk svæðisbundinna útvarpssendinga, sendar þaðan yfir 500 sjónvarpsfréttir á ári þegar best lét. Auk þeirra voru daglega nokkur innslög í fréttatíma útvarps. Þáttagerð fyrir Rás eitt var umtalsverð vegna góðrar aðstöðu og þannig heyrðist í fólk að austan. Þá sá svæðisstöðin á Austurlandi um fréttaþáttinn Auðlind á Rás 1 þar til hann var lagður niður. Samfélagið á stöðunum nýtur góðs af svæðisstöðvunum og hlustendur RÚV á höfuðborgarsvæðinu vilja fréttir og útvarpsefni af landsbyggðinni.
mbl.is Líst afar illa á niðurskurð á svæðisstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Þannig er það. Ályktun VG sýndi nokkuð glögga mynd af því sem verið hefur að gerast hjá RÚV. Hins vegar er alveg hægt að taka undir með stjórn RÚV hvað varðar niðurskurð á eyrnamerktum peningum til stofnunarinnar. Það er til skammar að byrja strax að krukka í útvarpsgjaldið til að nota í annað.

Ekki er hægt að sjá á ályktun þeirra vinstri grænna að verið sé að vega að starfsmönnum RÚV, þvert á móti. Svo er spurning hvort stjórn RÚV hefði ekki í þessari sömu ályktun átt að upplýsa hvað réði uppsögnum á starfsfólki núna og hvernig sé valið. Líka hvort ekkert eigi að hrófla við bitlingum æðsta prestsins á staðnum.


mbl.is RÚV harmar ályktun VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarpsgjaldið notað í annað

Útvarpsgjaldið var fyrst og fremst sett á vegna óánægju fólks með afnotagjaldið því það borguðu einungis þeir sem skráðir voru fyrir sjónvarpstækjum. Forsvarsmenn RÚV höfðu hins vegar lengi vel viljað afnotagjaldið frekar en nefskatt að ótta við að nefskattur myndi ekki renna óskertur til RÚV eins og dæmi eru um með fleiri gjöld, t.d. gjöld á bensín sem renna ekki nem að litlum hluta til þeirra verkefna sem þau eiga að fara í. Nú er að koma í ljós að þessi ótti var ekki af ástæðulausu. Ríkið ætlar að hirða 10% af útvarpsgjaldinu í annað.

Nóg hefur verið skorið niður hjá RÚV og víst er að almennir starfsmenn þar eiga ekki sök á uppsöfnuðu tapi. Þar er valinn maður í hverju rúmi en því miður hafa þegar of margir horfið á braut, ýmist verið sagt upp eða farið sjálfviljugir. Þessari herför gegn reyndu fólki þarf að linna.

Við eigum að hafa ríkisútvarp eins og aðrar þjóðir í Evrópu. Það þarf traustan og fastan grunn í fjölmiðlun í landinu þó ekki væri nema til að veita öðrum aðhald.


mbl.is RÚV kynnir brátt niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt að leita

Nú já. Kannski best að leita að miðaskrattanum sem ég keypti í shellskálanum Skaganesti á laugardaginn.
mbl.is Lottóvinningur upp á 44,6 milljónir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband