Þetta þarf að birtast almenningi

Þetta er nefndarálit sem fróðlegt væri að birtist almenningi í heild. Það litla sem nefnt er í fréttinni um álitið kveikir strax áhuga. Þetta með fréttalestur Páls er ágætis punktur. Fréttalesturinn hlýtur að rekast á við útvarpsstjórastarfið. Það vakti til dæmis athygli, þegar Páll las frétt um að Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri hefði sagt upp störfum, að hann þakkaði Þórhalli ekki fyrir störf hans hjá RÚV. Alræðisvald Páls virðist líka nær algjört. Svör hans við spurningum um uppsagnir að undanförnu bera þess merki.
mbl.is Gagnrýna alræðisvald útvarpsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Það er alger óþarfi að hafa áhyggjur af birtingu "skýrslunnar".  Líklega verður hún send á hvert heimili í landinu, miðað við hvernig til "nefndarinnar" er stofnað.  Og mín vegna má Páll Magnússon lesa allar fréttir hjá RÚV, allan daginn og gera helst ekkert annað þar á bænum.

Halldór Halldórsson, 27.1.2010 kl. 08:46

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Fyrir hvað átti hann að þakka Þórhalli.?

Ragnar Gunnlaugsson, 27.1.2010 kl. 09:22

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þið bláu menn. Halldór: Ég hef engar áhyggjur af þessari niðurstöðu nefndarinnar en fróðlegt væri að lesa álítið og Ragnar það er nú sjálfsögð kurteisi yfirmanna að þakka fyrir störf þeirra sem hætta. Þórhallur hefur örugglega átt það skilið eins og margir fleiri starfsmenn RÚV.

Haraldur Bjarnason, 27.1.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband