Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Nautgripastóð?

"Ekið á nautgripastóð," segir í fyrirsögninni en í texta fréttarinnar er talað um nautgripahjörð. Ég heyrði þetta um nautgripastóðið líka í fréttum RÚV fyrst í morgun en svo var búið að breyta því í hjörð í átta fréttum. Líklega er þetta komið frá lögreglunni á Selfossi fyrst tveir fjölmiðlar segja frá nautgripastóði. Þar á bær hélt ég að væru sveitamenn sem vissu hvað þeir töluðu um. 
mbl.is Ekið á nautgripahjörð á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fálmkenndar tilraunir valda- og ættaklíkna

Þetta lögbann er fáránlegasta tilræði við málfrelsi sem gert hefur verið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Við þurfum að leita til einræðisríkja til að finna hliðstæðu. Það er furðulegt að RÚV megi ekki vitna til gagna sem þegar eru opinber um allan heim. Fálmkenndar tilraunir valda- og ættaklíkna hér á landi til að fela slóð þeirra er settu þjóðina hausinn eru orðnar broslegar. Nú er spurning hvort dómskerfið telur þetta lögbann sýslumannsins í Reykjavíkurhreppi standast lög. Í því kerfi er líka við ættar- og valdaklíkur að eiga.


mbl.is Mótmæla lögbanni á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd í þágu fjárglæframanna

Samkvæmt þessu virðast lög um bankaleynd fallin til þess eins að hlífa þeim sem síst skyldi. Þau geta varið allt það sem sviksamt getur talist ef þessi úrskurður Héraðsdóms er óskeikull. Það er líka athyglisvert að lögbannið nær bara til RÚV en ekki annarra fjölmiðla og netsins. Hvar er bankaleyndin þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa aðgang að upplýsingum um þá sem einhverra hluta vegna hafa lent í vanskilum við ríki og banka? Minnsta skattaskuld eða viðskiptaskuld og ábyrgðir hafa þar verið opinberar í áratugi. Nú þegar kemur að stærstu fjárglæframönnum sögunnar á Íslandi er bankaleyndin notuð sem skjól. Skömm er að og vonandi tekur ríkisstjórnin af skarið og breytir lögum um bankaleynd. 
mbl.is Telur ríkari hagsmuni víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Á Neskaupsstað"

Það er mikilvægt fyrir fjölmiðla að fara rétt með staðarnöfn. Ég man að í eina tíð hékk uppi á fréttastofu RÚV listi yfir þéttbýlisstaði á landinu og hvort nota ætti í eða á með nafninu. Það er nefnilega þannig að engin ein regla er til um það, hvort á eða í á að nota. Við segjum í Neskaupstað og það er bara eitt s í kaupstaður. Ég hins vegar vill meina að Neskaupstaður sé ekki til lengur því það var nafn á sveitarfélagi sem hefur verið sameinað öðrum undir nafninu Fjarðabyggð. Þess vegna hefði verið eðlilegra í þessu tilfelli að segja að eldur hefði komið upp í frystitogaranum Barða í Norðfjarðarhöfn.    
mbl.is Eldur í frystitogara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit hvað hún syngur

Þessi kerling veit hvað hún syngur og þarna fá ofurfrjálshyggjuöflin heldur betur að heyra það. Svo eru fulltrúar þessara afla hér á landi að tefja og tuða þegar reynt er að klóra yfir skítinn þeirra.
mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband