"Á Neskaupsstað"

Það er mikilvægt fyrir fjölmiðla að fara rétt með staðarnöfn. Ég man að í eina tíð hékk uppi á fréttastofu RÚV listi yfir þéttbýlisstaði á landinu og hvort nota ætti í eða á með nafninu. Það er nefnilega þannig að engin ein regla er til um það, hvort á eða í á að nota. Við segjum í Neskaupstað og það er bara eitt s í kaupstaður. Ég hins vegar vill meina að Neskaupstaður sé ekki til lengur því það var nafn á sveitarfélagi sem hefur verið sameinað öðrum undir nafninu Fjarðabyggð. Þess vegna hefði verið eðlilegra í þessu tilfelli að segja að eldur hefði komið upp í frystitogaranum Barða í Norðfjarðarhöfn.    
mbl.is Eldur í frystitogara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

....eða eins og segir í textanum: "...í kaupstað verður farið, og kýrnar leystar út"..... Leiðinlegt að heyra svona ambögur í RÚV.....

Ómar Bjarki Smárason, 3.8.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband