Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ekki í lagi

Mér er sama hvaða álit fólk hefur á gjörðum manna síðustu ár. Svona lagað er ekki í lagi og sama hver á í hlut.
mbl.is Dyr límdar aftur og málningu slett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú á að fara í fleiri svona framkvæmdir

Þessi brú er ein af þeim bráðnauðsynlegu og hagkvæmu vegaframkvæmdum sem þurft hefur að fara í á síðustu árum og mörg slík verkefni um land allt þarf að fara í. Nú er rétti tíminn til þeirra framkvæmda, því oft á tíðum eru þær vinnuaflsfrekar en krefjast ekki mikilla gjaldeyrisútláta. Hefði gjarnan viljað að þessi brú yrði opnuð fyrr svo ég gæti farið yfir hana í Vestfjarðaferð, em er að hefjast.
mbl.is Mjóafjarðarbrú opnuð 20. ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sakleysið uppmálað

Já, já. Allir þessir drengir eru sakleysið uppmálað. Það vitum við af ferli þeirra. Þeir töldu okkur öllum trú um það meðan þeir rökuðu að sér auðæfum á kostnað almennings í landinu. Eigum við ekki bara að trúa þeim og treysta áfram?
mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki Ísland hluti af Evrópu?

"Getum lifað án Evrópu." - Skrítið - Ég hélt að Ísland væri hluti af Evrópu, óháð aðild að sambandi 27 Evrópuríkja. - Kannski er þetta bara misskilningur.
mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ránfiskur á grunnsævi

Það er með ólíkindum að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skuli hafa kokgleypt tillögur Hafró um minni skötuselskvóta hráar. Sami ráðherrann og þykist vera svo sjálfstæður að hann er tilbúinn að standa gegn samþykkt alþingis. Grásleppusjómenn við Breiðafjörð hafa verið að fá upp í hálft tonn af skötusel í netin. Þeir geta ekki farið með hann á markað því engan kvóta er að fá. Annað hvort verða þeir og þeirra fjölskyldur að eta þetta eða þá einfaldlega að henda kvikindunum í sjóinn, eins og einn sjómaðurinn í Stykkishólmi sagði Jóni Bjarnasyni þegar hann kom þangað og sagt er frá í Skessuhorni í síðustu viku. Innan úr skötuselnum hafa verið að koma rauðmagar í heilu lagi og grásleppuhrogn. "Þetta er ránfiskur og hann er að éta kavíarinn hér upp á grunnsævi," sagði einn grásleppukarlinn í samtali við Skessuhorn. Það eru ekki mörg ár síðan skötuselur var sóttur á nokkur hundruð faðma dýpi suður af landinu. Nú er hann á 2-6 faðma dýpi í grásleppunetum við Breiðafjörð. "Vísindamennirnir" hjá Hafró vita sennilega ekki af þessu. Hann hefur ekki skilað sér í reiknilíkön þeirra og bændaskólakennarinn í sjávarútvegsráðherraembættinu trúir þeim í blindni. 
mbl.is Vilja aukinn skötuselskvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er eftir öðru

Þetta er eftir öðru hjá þessum kónum. Í eina tíð máttu nú ekki starfsmenn bankanna fá lán hjá þeim banka sem þeir störfuðu í. Þarna hafa gaurarnir lánað sjálfum sér út í eitt. Nú hlýtur að vera kominn tími á að kæra þessa gaura og láta reyna á hvort þeir hafa brotið lög. Auðvitað eru þeir búnir að fela margar slóðir enda hafa þeir fengið valsa frjálsir allt frá því þeir komu þjóðinni á hausinn.


mbl.is Skoða lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstu 50 árin örugg

Næstu 50 árin eða svo þarf Landsvirkjun engu að kvíða. Nægt vatn verður en eftir það verða jöklarnir nánast horfnir og þá er illt í efni. Allar stóriðjurnar líða þá skort. Hins vegar er næg orka hér því jarðhiti og olía eru um allt. Hitt er svo annað mál hversu umhverfisvæn nýting þeirra auðlinda er.
mbl.is Þurrkur og kuldi koma niður á vatnsbúskapnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýsandi fyrir skátastarfið

Þetta er lýsandi fyrir skátastarfið. Skemmtilegt, þroskandi og gefandi. Vonandi gengur allt vel á alþjóðlega mótinu á Úlfljótsvatni. Fór síðast á alþjóðlegt mót í Noregi 1975.
mbl.is Báru fatlaðan skáta á topp Oksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar stöðvar?

"Eldur kviknaði á þaki íþróttahúss Íþróttafélags fatlaðra að Hátúni 14 í morgun og allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru nú á vettvangi." - Þurfti að flytja stöðvarnar á staðinn? - Var ekki nóg að slökkviliðsmennirnir færu á slökkvibílunum með allan sinn búnað? - Vona að þetta gangi allt vel.
mbl.is Eldur i þaki íþróttahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda bannað að veiða makríl

Það gefur auga leið að makríll er um allan sjó við landið því Hafró hefur lagt til veiðibann. sem sjávarútvegsráðherrann samþykkti orðalaust. Það er eins með þann fisk og annan sem nóg er af við landið. Snillingarnir hjá Hafró banna veiðar. Á meðan raskast lífríkið enn meira. Hvenær ætla þessir menn að gera sér almennilega grein fyrir því að maðurinn er hluti af lífríkinu. Þeir eru búnir að átta sig á þessu að hluta hvað varðar hvalinn en annað stendur út af borðinu.
mbl.is Makríll étur undan öðrum nytjastofnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband