Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spurningamerkið

Mogganum skal hrósað fyrir að nota spurningamerki á þessa fyrirsögn því gjarnan hefði mátt vera meira um notkun þess að undanförnu. Ekki líður sá dagur að fréttum sé ekki slegið upp, sem byggðar eru á getgátum, minnisblöðum eða hugsanlegum tillögum. Notkun spurningamerkis hefði því átt mjög vel við í fyrisögnum undanfarnar vikur. Batnandi mönnum er best að lifa og vonandi er þessi fyrirsögn til marks um að getgátufréttirnar verði betur afmarkaðar á næstunni.


mbl.is Verður eignarskattur endurvakinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið tapar tekjum

Það skrítna við þennan sparnað ríkisins, eins og svo sem margt annað sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi, er að ríkið sparar ekkert. Það hreinlega tapar tekjum í gegnum virðisaukaskatt. Ríkið á að leggja fram helming kostnaðar við þessar veiðar á móti sveitarfélögum en reyndin er sú að ríkið hefur verið að leggja fram um 30%. Vegna þess að stuðningur ríkisins tekur ekki mið af aðstæðum og raunkostnaði. Af heildinni greiða svo refaskyttur virðisaukaskatt sem er yfirleitt hærri upphæð en ríkið greiðir sveitarfélögum. - Þetta hefur verið kallað að henda krónunni og hirða eyrinn.

Ég skil sjónarmið rollubænda en hitt er öllu alvarlegra að ef refnum verður ekki haldið í skefjum þá hefur hann verulega slæm áhrif annarsstaðar í lífríkinu, sérstaklega á fuglalíf. Það er eins með þetta og lífríkið í sjónum. Það þarf að viðhalda jafnvæginu í náttúrunni.


mbl.is Sauðfjárbændur mótmæla niðurskurði til refaveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þetta þá loks afgreitt?

Getur þá verið að þetta Icesave mál verði þá loks afgreitt og stjórnmálamenn geti farið að snúa sér að því sem skiptir máli fyrir þjóðfélagið; endurreisn bankakerfis og atvinnulífs. Ekki veitir af til að afla gjaldeyris til greiðslu skulda óreiðumannanna. Það dugar ekkert að strögla endalaust um þetta sama mál. Lengra verður ekki komist í því og ef við ætlum að vera með í samfélagi þjóða og geta flutt út okkar framleiðsluvörur verðum við að kyngja þessum Icesave samningi, hversu vel eða illa okkur líkar við það. Við eigum einfaldlega ekki annarra kosta völ.


mbl.is Icesave afgreitt út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir stendur auglýsingin

Þetta er hið athyglisverðasta mál og mörg skáldsagan yrði innkölluð ef farið yrði að óskum bókmenntafræðingsins. Hins vegar hlýtur þetta að auka sölu þessarar ágætu bókar enn frekar því líklega vilja allir tryggja sér bókina eftir þessa uppákomu. Það eina sem eftir stendur er því góð auglýsing fyrir Kristján hjá Uppheimum og Böðvar Guðmundsson.
mbl.is Vill að bókin verði tekin úr umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflands þetta og hitt - Orðaskýringu vantar

Legg til að sauðsvartur almúginn fái smá skýringar á þessum orðum; aflandskrónur og aflandsmarkaður. Dagurinn í dag er helgaður íslenskri tungu og því ekki úr vegi að fá útskýringar á nýyrðum, ekki síst þeim sem snerta viðskipti. Ég veit að verkfræðingar eru með málnefnd sem leggur til fagleg nýyrði og fjallar um þau. Hvernig væri að slíkt yrði líka tekið upp í viðskiptaheiminum.


mbl.is Aflandskrónur ónothæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðminjasafnið táknrænn fundarstaður

Mjög táknrænt að fundur þessa fólks skuli hafa verið haldinn í Þjóminjasafninu. Þarna er hópur fólks sem vill halda í gömul gildi. Hópurinn vill ekki samningaviðræður um aðild að ESB og um leið að þjóðin fái ekki að vita hvað er í boði þar og fái því ekki að greiða atkvæði um aðild.
mbl.is Ásmundur Einar nýr formaður Heimssýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott fyrir báða

Það verður nú flott fyrir báða framsóknarmennina í Reykjavíurhreppi að geta valið milli tveggja frambjóðenda.
mbl.is „Framboðið kom á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir rjúpnaskytturnar

Það er ágætt að löggan hefur tíma og peninga til að fylgjast með því að rjúpnaskyttur fari að lögum. Mbl ætti líka að hafa tíma og peninga til vera með fréttirnar á þokkalegu íslensku máli: "Lögreglan á Húsavík hafði afskipti af þremur rjúpnaskyttum á Öxarfjarðarheiði í gær. Þeir voru með...."  Rjúpnaskytta er kvenkynsorð og því á að skrifa: Þær voru með.... Svona kynjarugl er því miður mjög algengt í skrifum blaðamanna, sérstaklega íþróttafréttamanna. Þeir fjalla oftar en ekki um lið eða félög og segja svo  þeir í sömu setningu. Dæmi: "Valsliðið var gott. Þeir léku..."  í stað: Það lék...

Takið ykkur á mbl. menn daglega er fullt af villum sem eru barnaskóladæmi í meðferð íslenskunnar. - Dagur íslenskrar tungu er á morgun.


mbl.is Árangursríkt eftirlit úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri síldarkvóta

Fyrst brælan er að angra síldarsjómenn á Breiðafirði núna þá ætti Jón Bjarnason að nota tímann og þrefalda þann kvóta sem hann gaf út. Hundrað og tuttugu þúsund tonn eru hæfilegur kvóti. Það er síld við Vestmannaeyjar og án efa víðar væri leitað að henni. Sjómenn ganga að henni vísri í Breiðafirðinum og því er hvergi verið að leita. Hafró er eflaust með allt bundið við bryggju og fyrst snillingarnir þar sögðu meira af síld núna í Breiðafirði í fyrra þá er örugglega óhætt að þrefalda það sem gefið hefur verið út. Ekki fer allt flökun og heilfrystingu eins og kemur fram í fréttinni því HB-Grandi ætlar að bræða þau 4.500 tonn sem koma í hlut fyrirtækisins.
mbl.is Vindsperringur á síldarmiðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar koma ekki án atvinnustarfsemi

Sementsverksmiðjan á Akranesi á þegar við vanda að etja. Mikill samdráttur í byggingastarfsemi síðasta árið hefur valdið því að nú eru starfsmenn verksmiðjunnar aðeins í hálfu starfi og slökkt á ofninum fram á vorið. Hjá Sementsverksmiðjunni hefur verið gert átak í að minnka útblástur og í nýju starfsleyfi hennar er gert ráð fyrir að endurvinna ýmsan úrgang í eldsneyti. Verði þessar hugmyndir um skatta á verksmiðjuna að veruleika spyr maður sig hvernig ríkið ætlar að hafa tekjur af sköttum hjá fyrirtækjum sem lögð verða niður. Það þarf atvinnu til að skapa skatta. Það þarf framleiðslu til að standa undir þjóðfélaginu. Sementsverksmiðjan notar innlend hráefni en eldsneytið er enn innflutt, svo verður ekki ef verksmiðjan verður rekin áfram. Er betra fyrir ríkið að láta loka þessu framleiðslufyrirtæki, sem allt í allt skapar yfir hundrað störf, og flytja inn allt sement með tilheyrandi gjaldeyriseyðslu. - Það er ekki víst að Ålborg Portland verði með sementið á afslætti þegar það er orðið eitt á markaðnum. - Ákvarðanir um skattahækkanir þarf að taka í samhengi við raunveruleikann.


mbl.is Nýr kolefnisskattur lokar Sementsverksmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband