Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
488
28.11.2009 | 13:05
Einar sigraði Óskar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Börn getin eftir fæðingarorlofi
25.11.2009 | 09:46
Það er auðvitað rétt hjá BHM að skerðing fæðingarorlofs sé skref afturábak. En er ekki verið að tala um að lækka hámark bóta úr 350 þúsundum í 300 þúsund? Hve hátt hlutfall BHM félaga er með yfir 300 þúsund í fastalaun á mánuði? - Ég spyr.
Hins vegar eru ummæli Þorgerðar Katrínar í fréttatíma RÚV í morgun, þar sem hún sagði að verið væri að koma aftan að fólki, sem hefði gert ráð fyrir þessum tekjum frá ríkinu.- Augnablik! - Stöldrum við þetta - Heldur Þorgerður Katrín virkilega að fólk stýri barneignum sínum eftir því hvað ríkið ætlar að greiða með því á eftir?
Sem betur fer hefur íslensku þjóðinni fjölgað og það er ekki vegna fæðingarorlofs eða barnabóta. Það er fyrst og fremst af því að við höfum staðið saman í gegnum tíðina, byggt upp öfluga heilbrigðisþjónustu og velferðarkerfi sem tryggt hefur minnsta barnadauða í heimi. Sjálfur fékk ég aldrei fæðingarorlof eins og feður í dag og þá fengu konur tvo mánuði í frí frá störfum og hluta tekna sinna greiddar frá ríkinu eftir því hvar þær unnu.
Svona gróðasjónarmið eins og komu fram hjá Þorgerði Katrínu í morgun á RÚV eru óþolandi fyrir allt það fólk sem getið hefur og fætt börn á Íslandi síðustu áratugi. Börn sem nú eru að taka við. Ég vona að þau hafi ekki sömu hugsun.
Gaman væri að mbl.is birti umæli Þorgerðar á RÚV eða talaði við hana. Hef ekki séð á þetta minnst hér enn.
Skerðingu fæðingarorlofs mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Klíkubræðurnir á toppnum
24.11.2009 | 07:28
Þau orð Guðmundar Gunnarssonar formanns Rafiðnaðarsambandsins að þeir Vilhjálmur Birgisson og Aðalsteinn Baldursson séu einangraðir í verkalýðshreyfingunni eru með eindæmum bull. Þeir Vilhjálmur og Aðalsteinn eru hins vegar einangraðir utan stjórnarklíku verkalýðshreyfingarinnar. Kannski er það vegna þess að þeir eru í tengslum við sína umbjóðendur. Þeir eru hluti af hópnum en ekki einhverjir hálaunaklíkukarlar í fílabeinsturnum. Báðir þessir menn hafa sýnt frumkvæði í baráttu fyrir bættum kjörum og skemmst er að minnast baráttu þeirra gegn því að launafólk fengi ekki umsamdar kjarabætur í upphafi árs og baráttu Vilhjálms við gróðafyrirtæki sem ætluðu sér að greiða út arð á sama tíma og ekki var hægt að greiða launafólki umsamdar kjarabætur.
Ekki man ég hver sagði það að tillaga Vilhjálms og félaga hans á árfundi ASÍ um að félagar í lífeyrissjóðunum kysu stjórnarmenn beinni kosningu gæti ekki gengið því þá væri hætta á því að verkalýðshreyfingin tapaði sínum mönnum úr stjórnunum. Þau orð lýsa því sem um er að vera. Klíkan á toppnum vill verja sína menn en þeirra menn eru ekki fólkið í félögunum heldur klíkubræðurnir á toppnum.
Einangraðir frá klíkunni en ekki félagsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.11.2009 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nafnlausir heimildamenn
21.11.2009 | 09:15
Samkomulag um lækkun gengisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gott mál
21.11.2009 | 09:05
- Það hefur verið vitað í mörg ár að þorskstofninn væri sterkari en Hafró hefur gefið út. Ánægjulegt er til að vita að forsvarsmenn LÍÚ skuli líka átta sig á þessu núna. Nú þarf að veiða miklu meira en leyft hefur verið svo þessi 2008 stofn eigi einhverja möguleika aðra en að drepast úr sulti.
Ánægjuleg tíðindi varðandi þorskinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þarf að veiða meira
20.11.2009 | 13:56
Veiðisamdráttur skilar árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki allir blankir
19.11.2009 | 13:19
38,5% hafa afþakkað greiðslujöfnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Varasöm í ljósaskiptum
19.11.2009 | 08:26
Þau geta verið varasöm hreindýrin. Á þessum árstíma og alveg fram á vor eru þau nálægt vegum Sérstaklega þeim vegum sem liggja hátt eins og Fagradal, Háreksstaðaleið, Jökuldalsheiði og á nýja veginum á Fljótsdalsheiði. Vegagerðin á heiður skilið fyrir að merkja varasamar hreindýraslóðir en ástæða til að fara varlega samt, sérstaklega í ljósaskiptum.
Hreindýr í ljósaskiptum á Jökuldalsheiði
Varað við hreindýrum á vegum austanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RÚVAUST lögð niður á 22 ára afmælinu
18.11.2009 | 13:31
Kosturinn við svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins hefur verið nálægðin við viðfangsefnin og hlustendur. Það að sameina svæðisstöðvar á Norðurlandi og Austurlandi er því út í hött. Svæðisstöðin á Austurlandi hefur frá því hún hóf útsendingar þann 19. nóvember 1987 sinnt svæðinu frá Hornafirði austur um og norður til Bakkafjarðar. Svo ekki sé talað um allan fréttaflutningin af hálendinu meðan virkjunarframkvæmdir stóðu yfir. Nálægðin hverfur með þessari sameiningu og í raun er verið að leggja stöðina á Austurlandi niður því öllu verður stýrt að norðan. Ég sé ekkert gagn í þessari sameiningu og alveg eins hefði RÚV getað sameinað svæðisstöðina á Austurlandi svæðisstöðinni í Efstaleitinu í Reykjavík.
Svæðisútvarpsstöðvar sameinaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nú er Davíð í essinu sínu
18.11.2009 | 08:15
Nú er Davíð í essinu sínu og mbl. líkist æ meir Séð og heyrt. Annars er þetta ágætis myndband og tónlistin góð. Líklega hefur talsvert af pappírspeningunum úr keðjubréfunum farið í þessa veislu eins og margar fleiri. Fleiri skemmtileg myndbönd frá þessum veruleikafirrtu tímum hafa verið að rúlla á netinu. Til dæmis af Davíð að hrópa húrra fyrir Björgúlfunum og mæra þá. Þetta er allt þess virði að horfa á í dag.
Ég er að hugsa um að kaupa Moggann áfram þrátt fyrir að hann rýrni dag frá degi og fréttirnar byggi flestar á getgátum og spádómum. Það er þess virði að fylgjast með þeim fáránleika sem tekið hefur við af fjármálafáránleikanum.
Stuð með Baugi í Mónakó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)