Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Klúður

Þetta er nú óttalegt klúður. Hvers vegna var ekki búið að gera útskot fyrir strætó. Þessar hugmyndir hafa verið uppi mest allt síðasta ár og nægur tími til að undirbúa þetta betur. Svo hlýtur nú stræó að hafa tíma til að fara inn á planið norðan við Hvalfjarðargöngin. Hins vegar stoppa rútur og jafnvel strætóar við þjóðvegi. Þjóðvegur nr 1 liggur t.d. í gegnum Akureyri og þar eru margar strætóstoppistöðvar. Sama má segja um Vesturlandsveg og Miklubraut í Reykjavík, sem eru þjóðvegir ásamt Hringbraut að Njarðargötu. Þetta er klúður og eitthvert kerfiskarladæmi.
mbl.is Verulegir hnökrar á áætlun Strætó í Hvalfjarðarsveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg komið

Er ekki nóg komið af þessu ohf. rugli? Við höfum lýsandi dæmi um klúður í þessum efnum og Ríkisútvarpið er þar gleggsta dæmið. Það er athyglisvert að ráðherra jafnaðarmanna skuli hleypa þessu einkavæðingarskrefi flugvallarins af stað. Enn eitt dæmið um undirlægjuna gagnvart ofurfrjálshyggjunni, sem búin er að leggja þjóðfélagið í rúst.
mbl.is Keflavíkurflugvöllur ohf. tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekstrarbilun eða skriftarbilun?

Hvað er rekstrarbilun? Bilaði einhver rekstur? Hvernig lýsir rekstrarbilun sér? Þetta er nýyrði sem ég hef ekki heyrt áður. Kannski er þetta skriftarbilun? - Annars kemur ástæða rafmagnsleysisins fram í lok fréttarinnar. Það bilaði hugbúnaður í virkjuninni.
mbl.is Rekstrarbilun olli rafmangsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei séð annað eins

Ég hef aldrei séð aðra eins flugeldaskothríð og var hér á Akureyri í gærkvöldi og í nótt. Ekkert kreppulegt við það. Púðurreykurinn sem lá yfir bænum var í samræmi við skothríðina. Veðrið var líka frábært og Akureyringar eru jú þekktir fyrir flugeldaskotgleði.

+P1010011 Smá sýnishorn úr Þorpinu í nótt.


mbl.is Flugeldaflóð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið með forystu í verðhækkunum

Ríkið og ríkisfyrirtæki virðast hafa forystu um allar verðhækkanir. Þetta er á skjön við það sem Geir Haarde sagði í haust þegar hann hvatti fyrirtæki til að hækka ekki verð á vörum og þjónustu. Hitakostnaður þeirra sem þurfa að hita hús sín með rafmagni er til muna meiri en þeirra sem hita hús sín með hitaveitu. Raunar er rafhitunarkostnaður margfaldur á við þær hitaveitur sem lægstar eru í verði. Fyrst og fremst bitnar þetta á landsbyggðinni, eins og raunar flestar gjörðir þessarar ríkisstjórnar. Allt er það sem gjört er verðbólguhvetjandi og hækkar lánskjaravísitölu.
mbl.is Orkuverð RARIK hækkar um 7-14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband