Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Mislukkuð reiknilíkön Hafró

Fiskifræðingar Hafró sem hafa ætlað að geyma fiskinn í sjónum síðustu þrjá áratugi og margfalda hann fara villur vega. Þetta er ekki flóknara en svo að reiknilíkön þeirra eru mislukkuð. Allur sá fiskur sem synt hefur fram hjá reiknilíkönunum er ekki til að þeirra áliti. Skiptir þá engu hvað hann heitir. Allir vita að þorskur er víða um sjó. Síld veður upp í fjörðum og höfnum. Loðnan fer norðar eftir því sem sjór hlýnar við ströndina. Makríl gengur að Íslandsströndum með hlýnandi sjó. Skötuselur veiðist með ströndum. Hvalir reka á fjörur um allt land. Reiknilíkön Hafró gerðu ekki ráð fyrir neinu af þessu. 


mbl.is Valdið er hjá ráðherranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn

Þá sitjum við uppi með enn einn útlendinginn í fangelsi hér. Kostnaðurinn sem þjóðin þarf að borga er á við dýrasta hótel. Það hlýtur að vera einhver leið til að þessir menn fari í afplánun í sínu heimalandi. Okkur er nær að refsa rækilega þeim sem ætluðu að taka á móti honum hér heima. Það eru þó liklega íslenskir ríkisborgarar.
mbl.is Þýskur maður dæmdur í fimm ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svolítið svona ohf

Þetta minnir mann svolítið á ohf-væðinguna hjá ríkinu. Stofnað eitthvert nýtt apparat, sem síðan heldur niðri launum almennra starfsmanna, en yfirmennirnir hækka að sama skapi. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvort yfirmenn þarna séu á ofurlaunum. Veit hins vegar að þegar ég vann í flutningadeild Íslenska járnblendifélagsins fyrir um þremur áratugum undir stjórn Péturs Baldurssonar, þá vorum við starfsmennirnir þar sem sinntum höfninni og öllum upp- og útskipunum, með kjarasamninga til jafns við þá sem unnu í öðrum deildum.
mbl.is Árangurslítill fundur hjá ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppstokkun

Framsóknarmenn virðast ætla að stokka upp hjá sér. Höskuldur er þó smá 2008 en Sigmundur kemur tær inn í framsóknarherinn. Ekki kæmi manni á óvart að hann stæði uppi sem formaður fyrst bæjarfulltrúanum úr Kópavogi var hafnað svo rækilega.
mbl.is Höskuldur og Sigmundur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ykkar tími er liðinn!

Guðni heiðraður. Þarna er Framsóknarmönnum rétt lýst. Ætla þeir ekki að heiðra Halldór Ásgrímsson líka fyrir kvótaklúðrið og svo kannski Valgerði fyrir einkavinavæðinguna og það sem hún og Finnur Ingólfsson tóku af öllum þeim sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum. Framsóknarmenn. Ykkar tími er liðinn! 
mbl.is Guðni Ágústsson heiðraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við framsóknarmenn allra flokka

Legg til að við framsóknarmenn allra flokka sameinumst nú með Halli Magnússyni, Sigmundi Davíð og nokkrum öðrum. - Góða helgi.
mbl.is Framsóknarmenn ræða málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slíta á öll tengsl

Sollu er ekki alls varnað í þessum málum. Nú á bara að láta kné fylgja kviði og slíta á öll tengsl við Ísraelsmenn þar til þeir hætta þessum morðum á Gaza. Hamas samtökin eru að vísu engin englasamtök en það réttlætir á engan hátt stórárásir Ísraelsmanna, sem í skjóli Bandaríkjamanna, ráða yfir stærstu og mannskæðustu stríðstólum heims. Nú síðast forsfórsprengjur sem strádrepa og brenna fólk. Þá er ekki spurt um hverjir verða fyrir.


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri fyrir ríkisbankana

Hvernig væri nú fyrir ríkisbankana að nota tækifærið og selja þessum Norðmönnum lúxusbílaflotann sem tilheyrir bönkunum. Topparnir í bönkunum hljóta að geta komið sér á eigin vegum til vinnu eins og almennir starfsmenn þurfa að gera.
mbl.is Ætla að kaupa hundruð bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirborðskenndar sameiningar

Fyrir um áratug eða meira var öll heilsugæsla á Austurlandi sameinuð undir einn hatt í Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA. Ég get ekki séð að nokkur sparnaður hafi falist í því. Í það minnsta hafa stöðug peningavandræði verið hjá þessari stofnun síðustu ár. Kannski er það vegna þess að ríkisvaldið skammtar naumt og ákveður fyrirfram sparnaðinn, sem ekki verður. Allar þessar sameiningar í heilbrigðiskerfinu eru yfirborðskenndar.
mbl.is Læknaráð HAK lýsir ánægju með núverandi rekstrarform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óspilltur í framboð spilltra

Sigmundur Davíð hefur margt gott fram að færa í íslensk stjórnmál. Ef hann ætlar að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þarf hann að gera það undir öðrum formerkjum en þeim gjörspilltu öflum sem Framsóknarflokkurinn er. Allir þeir flokkar sem eru á Alþingi í dag eru gjörspilltir og þátttakendur í hruni þjóðarinnar peningalega. Hvers vegna er óspilltur maður í pólitík að bjóða sig fram í spillinguna? - Sér framboð karlinn!!!! - Hverjir sköpuðu leikreglurnar fyrir útrásina.
mbl.is Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband