Yfirborðskenndar sameiningar

Fyrir um áratug eða meira var öll heilsugæsla á Austurlandi sameinuð undir einn hatt í Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA. Ég get ekki séð að nokkur sparnaður hafi falist í því. Í það minnsta hafa stöðug peningavandræði verið hjá þessari stofnun síðustu ár. Kannski er það vegna þess að ríkisvaldið skammtar naumt og ákveður fyrirfram sparnaðinn, sem ekki verður. Allar þessar sameiningar í heilbrigðiskerfinu eru yfirborðskenndar.
mbl.is Læknaráð HAK lýsir ánægju með núverandi rekstrarform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að ástæðan fyrir blankheitum stofnunarinnar hafi verið sú að kostnaður vegna Kárahnjúka og Bechtel-búðanna á Reyðarfirði var mun meiri en gert var ráð fyrir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Var ekki gert ráð fyrir fjölgun íbúa meðan framkvæmdir stóðu yfir. Mig minnir að læknir uppfrá hafi sérstaklega verið á aukafjárlögum.

Þórbergur Torfason, 16.1.2009 kl. 00:22

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég heyrði einhverntíma þá skýringu að kostnaðurinn vegna fjölgunarinnar hafi verið vanreiknaður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2009 kl. 00:47

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er mjög líklegt og samkvæmt viðtekinni venju. Þ.e. að kostnaður fari fram úr áætlun. Þarf ekki að vera vanreiknað heldur kannske helst til laus taumurinn eins og svo oft vill verða þegar vantar hæfan stjórnanda.

Þórbergur Torfason, 16.1.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband