Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Korter yfir tvö

Korter yfir tvö ætti þá allt að vera klárt miðað við hve þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Solla bræðir þessa karla greinilega strax. Geir er búinn að hæla henni á hvert reipi og nú er Steingrímur J. tilbúinn til samstarfs strax. Svo verður gaman að sjá hver ráðherraskipanin verður. Fá vinstri grænir umhverfisráðuneytið eða kannski landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið? Verður Steingrímur fjármálaráðherra? Kippa þau kannski einhverjum utanþingsmönnum inn í ráðherrastóla?
mbl.is Hittast kl. 14 í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollustan við Davíð varð stjórninni að falli

Auðvitað er ljóst að stjórnin féll á hollustu Geirs Haarde og ráðherraliðs hans við leiðtoga þeirra Sjálfstæðismanna, Davíð Oddsson. Allt tal Geirs um að Sjálfstæðismenn hafi fyrir löngu gert tillögur um skipulagsbreytingar á Fjármálaeftirliti og Seðlabanka, snýst ekki um aðalmálið, sem er að losna við bankastjórn Seðlabankans. Sú stjórn ber mikla ábyrgð á efnahagshruninu en situr sem fastast með leiðtogann Davíð í fararbroddi. Auðvitað kom það ekki til greina hjá Sjálfstæðismönnum að sleppa forsætisráðuneytinu yfir til Samfylkingar enda heyrir seðlabankastjóri undir forsætisráðherra. Þótt það hafi aðeins verið að nafninu til frá því Geir tók við því frekar má segja að forsætisráðuneytið hafi heyrt undir seðlabankastjóra þann tíma.


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tímabært að fagna?

Þarna voru, þegar ég átti leið hjá áðan, nálægt 50-100 manns að berja bumbur og ljósastaura, sem greinilega eru orðnir málningar þurfi eftir atgang síðustu daga. Alþingishúsið hefur líka látið á sjá, brotnar rúður eggjarauðuklessur á veggjum. Kannski er ekki alveg ljóst strax hverju á að fagna og því hafi ekki fleiri þarna. Davíð situr enn og allir topparnir í stjórnkerfinu, sem eiga ekki síst sinn hlut í því hvernig málum er komið. Nú er spurning hvernig gengur hjá Ólafi Ragnari að ræða við formenn flokkanna í kvöld. Hverju það skilar og hvaða stjórnarmyndun verður reynd.

IMG_8873 IMG_8874 Frá Austurvelli kl. 16.30 í dag


mbl.is Fámennur fögnuður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt, en hvað tekur við?

Í sjálfu sér er þetta eðlilegt miðað við allt sem á undan er gengið. Svo spurningin um hvað taki við. Geir nefndi einhverskonar þjóðstjórn með þátttöku allra flokka. Utanþingsstjórn fram að kosningum hlýtur einnig að koma til greina. Geir hafði hins vegar ágætis lag á að koma öllu yfir á Samfylkinguna á blaðamannafundinum áðan. Auðvitað á Samfylkingin sitt í þessu en allur aðdragandinn skrifast á Sjálfstæðisflokkinn.
mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toppmaður í íslenskum stjórnmálum

Björgvin G. Sigurðsson er maður að meiri að segja af sér. Þessi drengur hefur staðið sig vel og svo margfalt betur en bæði Solla og Geir. Hann hefur samvisku. Hann veit að ýmislegt, sem átti að vera ljóst, var honum ekki ljóst. Björgvin þú ert toppmaðurinn í íslenskum stjórnmálum í dag.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Auðvitað á að hefja hvalveiðar strax, bæði á stórhvelum og smáhvölum. Kanar eins og aðrir fara nú að átta sig hvað þarf til að halda jafnvægi í lífríki sjávar. Ef við skiljum hvalinn eftir étur hann okkur út á gaddinn. Endalaust hik í þessum málum verður bara til þess að fiskistofnum og hvalastofnum blæðir út.

Njörður KÓ 7 Hrefnuveiðar hafa gengið vel hér við land enda nóg af hrefnunni.


mbl.is Samkomulag um hvalveiðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflugasta vígið tekur af skarið

Þeim fjölgar stöðugt Samfylkingarmönnunum sem átta sig á því hver staða ríkisstjórnarinnar er. Hafnarfjörður er líklega öflugasta vígi Samfylkingarinnar á landinu og þessi samþykkt stjórnarinnar þar segir allt sem segja þarf. Þar taka menn af skarið núna.
mbl.is Samfylking í Hafnarfirði vill slíta stjórnarsamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiða hana strax

Auðvitað á að veiða þessa síld, sama hvað Jóhann hjá Hafró segir. Þarna eru verðmæti í ætisleit sem annars verða hungurmorða.
mbl.is Svartur sjór af síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kartöflur á Alþingi

Stjórnvöld eru ekkert í takti við það sem gerist á Íslandi. Á meðan fólk safnast saman á Austurvelli tala þingmenn um kartöflur. Ég kveikti á sjónvarpinu áðan. Þar var umræða frá Alþingi. Talað um innfluttar kartöflur. Eru þessir menn í takti við raunveruleikan?
mbl.is Fámennt við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll er maðurinn

Það vantar forystu í Samfylkinguna. Árni Páll er maðurinn. Ef Samfylkingin ætlar að vera til áfram þá eru hvorki Ingibjörg Sólrún né Össur hæf til að leiða þann flokk. Árni Páll er maðurinn.
mbl.is ESB-umsókn þolir enga bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband