Eðlilegt, en hvað tekur við?

Í sjálfu sér er þetta eðlilegt miðað við allt sem á undan er gengið. Svo spurningin um hvað taki við. Geir nefndi einhverskonar þjóðstjórn með þátttöku allra flokka. Utanþingsstjórn fram að kosningum hlýtur einnig að koma til greina. Geir hafði hins vegar ágætis lag á að koma öllu yfir á Samfylkinguna á blaðamannafundinum áðan. Auðvitað á Samfylkingin sitt í þessu en allur aðdragandinn skrifast á Sjálfstæðisflokkinn.
mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

best að fáutanþingsstjórn

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Alli

Loksins, loksins, loksins er þjóðin laus við við Sjáfstæðisflokkinn, nú er Davíð næstur.

Það er víst venja á íslandi að skýra ríkisstjórnir og sumir hafa kallað þessa stjórn "Þingvallastjórnina" og vísa til þess, ef ég veit rétt, að hún hafi orðið til á Þingvöllum.

Í mínum huga verður hún samt alltaf "Helvísis fokking fokk stjórnin"

Alli

Alli, 26.1.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Geir telur utanþingsstjórn sísta kostinn!  Ég er nokkuð viss um að flokkaforystur allra flokka eru honum sammála......því öll vilja þau völd og þau munu öll standa vörð um sín völd.

Utanþingsstjórn væri besti kosturinn - gefum stjórnmálamönnum frí.

Sigrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 13:36

4 Smámynd:

Utanþingsstjórn er að mínu mati besti kosturinn. Geir á ekki að geta ráðskast með það hvað tekur við þegar hans valdatíð lýkur.

, 26.1.2009 kl. 14:12

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég skal vera í utanþingsstjórn. Annars styð ég hana ekki.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.1.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband