Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Koma nú Geir og Solla!

Auðvitað. Af hverju ætti IKEA ekki að hækka. Aðgerðaleysi rískisstjórnarinnar er algjört. Koma nú Geir og Solla!
mbl.is Ikea hækkar verð um fimmtung að meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein furðufréttin

Þetta er svolítið athyglisveð frétt. Athuga á með flug til Egilsstaða og Akureyrar en samt er búið að aflýsa öllu flugi til Ísafjarðar og Egilsstaða....hvað er í gangi þarna á mbl.is?

8.2008 | 18:45
Mynd 150577 Athuga á með flug frá Reykjavík til Egilsstaða og Akureyrar klukkan hálfátta í kvöld, en öllu flugi til Ísafjarðar og Egilsstaða hefur verið aflýst vegna veðurs


mbl.is Ekkert flogið innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er þetta rok?

Hvar er þetta rok á Akranesi? - Hef ekki orðið var við það. Við höfum séð það svartara hér á Skaganum.
mbl.is Trampólín fuku á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi síðasta dæmið

Þetta er fyrsta og eina dæmið um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Vonandi líka það síðasta. - Þarf fleiri orð um það ?
mbl.is Standa skil á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það fellur út aftur

Björgunarsveitir eru góðra gjalda verðar og nauðsynlegar en að nota þær í svona pjátrungsskap er fyrir neðan alllar hellur. Ef þessi kona hefur getað labbað út í Gróttu þá á hún bara að bíða þangað til hún getur labbað til baka. Ef einu sinni fellur að þá fellur út aftur.
mbl.is Kona á flæðiskeri stödd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir fara?

Hvað gera íslensk vinnumálayfirvöld nú? - Ístak er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur hvað mest af útlendingum í vinnu. Verða þeir látnir fara eða Íslendingarnir? - Sjáum hvað setur. 
mbl.is Ekki liggur fyrir hverjum verður sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfðingi er fallinn frá

Í mínum hug er Sigurbjörn Einarsson hinn eini sanni biskup Íslands með fullri virðingu fyrir öðrum sem gegnt hafa því embætti. Ræður hans og vangaveltur eru mér hugleiknar og enginn hefur komist betur að orði á erfiðum og glöðum stundum. Það er gaman til þess að vita að Sigurbjörn hafi náð svo háum aldri og verið vel ern. Hann predikaði í Reykholtskirkju fyrir hálfum mánuði síðan. Höfðingi er fallinn frá, blessuð sé minning hans.
mbl.is Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur allt saman

Bændur vilja meira fyrir sitt kjöt, eðlilega. Almenningur í landinu hættir einfaldlega að borða lambakjöt hækki það í verði, hvað þá? Lánskjaravísitalan sú slæma skepna sem er einsdæmi í heiminum ríkur upp hækki lambakjöt. Hvað þá? Jú íbúðalán hækka sem aldrei fyrr og allar afborganir. Hvað þá? Jú verðbólgan heldur áfram í tveggja stafa tölu og hver græðir? - Þeir sem eiga peninga og það eru þeir sem stjórna í skjóli aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar, ekki bændur, þeir skulda. Ég sem hélt að Samfylkingin væri jafnaðarflokkur.....misskilningur allt saman.
mbl.is SS hækkar afurðaverð um 16,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmaðurinn veit þetta

Þetta sem haft er eftir Ólafi Ragnari þarna er nefnilega málið. Við, almennir Íslendingar, erum ekki að átta okkur á því hversu mikið afrek þetta er hjá handboltalandsliðinu. Auðvitað er líka frábært þegar einstaklingar ná svona árangri eins og Vilhjálmur Einarsson og svo bronsið til Bjarna Friðrikssonar og Völu Flosadóttur. Það kemur upp öðru hvoru að frábærir einstaklingar nái sér á strik. En að ná svona árangri í hópíþrótt er einstakt. Ólafur Ragnar skilur hve mikils virði þetta er á heims vísu. Hann er heimsmaður og veit þetta.
mbl.is Landsliðið kemur heim - myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn sem eiga þetta sko skilið

Þetta er snilld og eitt af fáum skiptum sem maður sér einhverja fá fálkaorðuna verðskuldað. Oftast hafa þetta verið einhverjir embættismenn fyrir að vera til. Þetta er frábært hjá forsetanum okkar Ólafi Ragnari Grímssyni að hafa frumkvæði að þessu og öll hans framganga á Olympíuleikunum sýnir okkur enn einu sinni hvers virði það er að eiga góðan forseta. Til hamingju strákar og hafðu þakkir Ólafur Ragnar. - p.s. ætli Þorgerður Katrín hafi mætt á Bessastaði?
mbl.is Orðuveiting á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband