Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ótímabærar fullyrðingar

Er þetta ekki allt meira og minna byggt á getgátum hjá honum Adda? Nema kannski þetta með brottkastið, en það er nú eitthvað sem Íslendingar ættu að kannast við. Ég get ekki séð að nokkuð sé hægt að fullyrða fyrr en farið er í alvöru viðræður við ESB. Að þeim loknum verðum við svo að vega og meta hvort við höfum hag af að sækja um inngöngu eða ekki. Ef í ljós kemur það sem Adolf telur upp þarna er rétt eigum við auðvitað ekki að ganga í ESB. Svona fullyrðingar eru hins vegar ótímabærar núna.
mbl.is Kostnaður við ESB-aðild aldrei kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á ekki að þurfa að gerast í dag

Las þetta á mbl.is síðdegis í gær http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/20/vidvorun_fra_vegagerdinni/

Er ekki sjálfsagt að þetta fólk sem sótt er á vegi eftir að löngu er búið að gefa út aðvörun, sé látið borga fyrir? Verulega sterk rök þurfa að vera fyrir því að leggja á fjallvegi eftir svona viðvörun. Ekki nema líf liggi við. Sama ætti að gilda um bíla sem hafa verið skildir eftir og þarf að fjarlægja vegna ruðnings. Rukka eigendurna. Þetta er ofur einfalt. Maður leggur ekki á fjallvegi án þess að kynna sér aðstæður og það hefur aldrei verið auðveldara en nú. Ekki hafði maður allar þessar upplýsingar fyrir daglegar ferðir um austfirska fjallvegi fyrir um tveimur áratugum. Þá var það veðurspáin ein og fyrirspurnir til þeirra sem til þekktu. Nú er vefur Vegagerðarinnar með ítarlegar upplýsingar og myndavélar á helstu fjallvegum. Upplýsingasíminn 1777 og fjölmargt annað. Nei fólk á ekki að þurfa að lenda í svona vandræðum í dag nema fyrir algjöra slysni.


mbl.is Yfirgefnir bílar tefja mokstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðfelldur þjófnaður

Minn lífeyrissjóður ætlar að lækka dráttarvexti hjá vinnuveitendum niður í 10% í 18% verðbólgu. Nú veltir maður fyrir sér hvort þeir sem eru með lán hjá sjóðnum njóti sömu kjara? Hvaða rétt hefur sjóðurinn, frá okkur sem eigum hann, til að gera þetta? Vinnuveitendur eru líka búnir að draga þetta af sínum starfsmönnum og það að skila því ekki til lífeyrissjóðsins er því hreinn þjófnaður, sem þarna er verið að verðfella. Skildi stjórnarseta vinnuveitenda í lífeyrissjóðum launafólks eitthvað hafa með þetta að gera? 
mbl.is Stapi lækkar tímabundið dráttarvexti af iðgjaldskröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komnir í koju

Þeir eru komnir í koju Birkir, hafa farið eftir færslu hér aðeins fyrr. Það er engin ástæða til að ræsa þá. Þeirra vakt er lokið og hvorki þeir né þið í stjórnarandstöðunni þurfið að mæta á næstu vakt. Það verður fækkað í áhöfninni og öllum sagt upp Ný áhöfn verður skipuð öðrum.
mbl.is Hvar eru stjórnarliðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mugabe hvað?

Auðvitað á þessi gaur að segja af sér en geta ekki Norrænu þjóðirnar líka sameinast um að þeir sem hér á landi ráða ríkjum og eru að rýja þjóðina inn að skinni segi af sér líka?
mbl.is Norrænu ríkin vilja Mugabe frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komið ykkur í koju strax

Komið ykkur bara í koju strax og verið þar áfram. Þið þurfið ekki að mæta á næstu vakt. Þetta blaður ykkar skiptir hvort sem er engu máli. Það eru aðrir sem ráða.


mbl.is Vilja heim um miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvur andsk......

Bara í tíunda sæti? Við sem erum alltaf stærst og best. Hvað klúðraðist?
mbl.is Íslenski skellurinn í 10. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskrárbrot

Eigum við, sem erum viðskiptavinir Landsbankans, í áratugi ekki rétt á niðurfellingu skulda líka? Ég vil líka fá bætt það sem ég hef tapað af viðbótarlífeyrissparnaði mínum sem ég treysti Landsbankanum fyrir. Þessi skilanefnd er að hygla eignamönnum enn sem fyrr og við borgum. Við gáfum þeim kvótann líka sem þeir hafa veðsett. Hvar er stjórnarskráin, sem kveður á um jafnan rétt þegnanna? - Þetta er klárt brot á henni.
mbl.is Kröfur verði felldar niður að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með kjarasamninga?

Tek undir með Ömma. Eru kjarasamningar einskis virði þegar eitthvert ohf hefur orðið til? Hins vegar er ljóst að ofurlaun mega lækka en fólk sem er á launum samkvæmt kjarasamningum á ekki að lækka í launum. Hér má sjá launatöflu blaðamanna en laun Rúv starfsmanna eru svipuð: http://press.is/page/launatafla_b.i._2007
mbl.is Stenst launalækkun á RÚV lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kexruglað!

Eggert kominn í mál við vin sinn. Eru nú útrásargaurarnir allir komnir upp á kant? æ, æ. Þetta er kexruglað. 
mbl.is Eggert í mál við Björgólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband