Svona á ekki að þurfa að gerast í dag

Las þetta á mbl.is síðdegis í gær http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/20/vidvorun_fra_vegagerdinni/

Er ekki sjálfsagt að þetta fólk sem sótt er á vegi eftir að löngu er búið að gefa út aðvörun, sé látið borga fyrir? Verulega sterk rök þurfa að vera fyrir því að leggja á fjallvegi eftir svona viðvörun. Ekki nema líf liggi við. Sama ætti að gilda um bíla sem hafa verið skildir eftir og þarf að fjarlægja vegna ruðnings. Rukka eigendurna. Þetta er ofur einfalt. Maður leggur ekki á fjallvegi án þess að kynna sér aðstæður og það hefur aldrei verið auðveldara en nú. Ekki hafði maður allar þessar upplýsingar fyrir daglegar ferðir um austfirska fjallvegi fyrir um tveimur áratugum. Þá var það veðurspáin ein og fyrirspurnir til þeirra sem til þekktu. Nú er vefur Vegagerðarinnar með ítarlegar upplýsingar og myndavélar á helstu fjallvegum. Upplýsingasíminn 1777 og fjölmargt annað. Nei fólk á ekki að þurfa að lenda í svona vandræðum í dag nema fyrir algjöra slysni.


mbl.is Yfirgefnir bílar tefja mokstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

sammála thessu, finnst alltof oft ad einhverjir leggja i hann thrátt fyrir advaranir vegagerdar um ófærd og óvedur.

Sunnudagskvedja til thin, hafdu thad gott

María Guðmundsdóttir, 21.12.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta breytist aldrei. Það er fullreynt.

Víðir Benediktsson, 21.12.2008 kl. 09:50

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þetta er bara eftir öðru. Ökumenn láta undir höfuð leggjast að kanna aðstæður, veður, færð eða annað sem skiptir máli við akstur á þjóðvegum landsins. Vegna þess er athyglisvert að skoða nýlegan dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem dómari kemst að þeirri niðurstöðu að ökmanni stórrar þungrar bifreiðar var engin skylda á herðum að kynna sér auglýsingar eða upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar um þungatakmarkanir vegna aurbleytu.

Á meðan dómstólar fella dóma í þessa veru skulum við ekki áfellast "amatörana" sem taka sjensa á heiðinni þegar "professional" ökumönnum er ekki lögð sú skylda á herðar.

Sjá dóminn hér: http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800456&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=

Sveinn Ingi Lýðsson, 21.12.2008 kl. 10:19

4 Smámynd:

Ég er alveg sammála þér. Aleger slugsaskapur og fólk á bara að borga fyrir þessa björgun.

, 21.12.2008 kl. 11:16

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta breytist ekki. En sammála það á að láta fólk borga

Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Þór Sigurðsson

Ég er sammála þér Haraldur, auðvitað á fólk sem sýnir af sér slíkt glapræði eða heimsku að það þurfi að kalla út björgunarsveitir eða Landhelgisgæslu eftir því að þurfa bera reikninginn. Annað er bara sóun á almannafé. Þar gildir einu hvort um er að ræða bílstjóra sem leggja á fjallvegi án þess að hafa kynnt sér aðstæður, ferðamenn sem leggja á gönguleiðir einir síns liðs og án tilskilins öryggisútbúnaðar s.s. neyðarsendis, eða rjúpnaskyttur sem vafra um einar á ferð.

Málið snýr allt öðruvísi við þegar óvitar eiga í hlut eða náttúruhamfarir, en það er engu að síður hægt að ætlast til þess að fólk nýti að einhverju leyti þær gáfur sem því voru gefnar til að koma sér ekki í vandræði að óþörfu - eða borga brúsann fyrir það ella.

Þór Sigurðsson, 21.12.2008 kl. 15:02

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þarfur razzskellur á skuzzana frá þér Halli.  Oftlega hugsað á sömu nótum, enda nýkomin heim í norðursældina, það var einn sumardekkjari klárlega skilinn eftir uppi á Öxnadal.

Steingrímur Helgason, 22.12.2008 kl. 01:14

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ertu alltaf að baka Halli?

Hólmdís Hjartardóttir, 22.12.2008 kl. 07:47

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Má ég spyrja ykkur gott fólk, hvar búið þið?

Magnús Sigurðsson, 22.12.2008 kl. 07:57

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Takk fyrir góð innlegg og er sammála ykkur öllum. Sveinn Ingi þessi dómur er athyglisverður eins og þú bendir á. Spurning um hvort ekki þarf að setja eitthvað í lög sem skyldar fólk til að fara eftir aðvörunum Vegagerðarinnar, því Vegagerðin hefur ekki lögregluvald. Það segir sig sjálft Maggi, ekki á Suð-Vestuhorninu. Aðallega vandræði Hólmdís. Steingrímur það kemst nú enginn leiðar sinnar hér innanbæjar á Akureyri án vetrardekkja hvað þá á fjallvegum.

Haraldur Bjarnason, 22.12.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband