Getur Hafró lært af þessu?
18.7.2009 | 23:35
Frábært að heyra af góðum árangri á sjóstangaveiðimótum. Þegar við vorum að byrja í sjóstangaveiðinni á Austfjörðum fyrir um rúmum tveimur aratugum þótti gott að ná hundrað kílóum á stöng á dag. Nú er enginn maður með mönnum nema að ná hálfu tonni á stöng á dag. Sjóstangaveiðimótin ættu að vera lærdómur fyrir fiskifræðinga. Síðustu tvo áratugina hefur aflinn aukist jafnt og þétt í takt við betra lífríki í sjónum en á sama stíma sker Hafró stöðugt niður aflaheimildir. Hafró fær öll gögn frá sjóstangaveiðimótum. Hjá Hafró ráða allt önnur sjónarmið en vísindi og fiskifræði. LíÚ er ekkert ánægt með aukin afla á færi og sjóstöng. Aukinn kvóti lækkar kvótaverð og þar með verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja sem eru einskis virði ef kvóti væri ekki verðlagður.
Metþátttaka í sjóstangveiðimóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er talsvert mikið til í þessu hjá þér Halli
Óskar Þorkelsson, 18.7.2009 kl. 23:41
Haraldur: og það hefur ekkert með þetta að gera að fyrir 20 árum, var varla hægt að fá almennilegan dýptarmælir, hvað þá fisksjá, eða nothæft sjókort, að ekki sé talað um GPS kort sem sýnir nánast allar misfellur á sjáfarbotni, talaðu eins og þú vitir eitthvað um hvað þú ert að tala maður, ekki bera saman epli og appelsínur, athugasemda laust.
Magnús Jónsson, 18.7.2009 kl. 23:49
Skýra þeir þetta ekki bara með betri beitu og veiðarfærum til að komast hjá því að auka kvótann. Ef við fáum að veiða meira, nú þá eins og þú segir, lækkar verðið á kvótanum og þjóðartekjur aukast og kjör almennings kunna að lagast eitthvað og þá gæti þurft að lækka skattaprósentuna. Slíkt gengu náttúrulega ekki.... eða hvað...?
Ómar Bjarki Smárason, 18.7.2009 kl. 23:51
Magnús. Hvar varst þú fyrir 20 árum. Þá voru öll þau tæki komin í bátana sem nú eru. GPS og allt það fyrir löngu. Þú ert að rugla tóma vitleysu. Lóran og síðan GPS var komið í báta fyrir hátt í 30 árum og öll kort til staðar. Plotter og allar græjur. Þetta hefur ekkert með tækni að gera. Búnaðurinn í sjóstangaveiðinni er sá sami og þá. Ómar þeir reyna eflaust að skýra þetta á sama hátt og Magnús gerir en ég er búinn að stunda sjóstangaveiði í rúm tuttugu ár og veit alveg hvað ég er að tala um. Óskar. Þetta er nefnilega málið.
Haraldur Bjarnason, 19.7.2009 kl. 00:05
Haraldur: Ekki bulla við mig þú veist betur, það eru engin 20 ár síðan GPS varð ráðandi, firksjár sem notaðar hafa verið síðustu 5 árin gera alla eldri tækni að brandara, og ef þú hefur eins og þú segir stundað þessar veiðar, þá veistu að ég hef rétt fyrir mér.
Magnús Jónsson, 19.7.2009 kl. 00:31
GPS skiptir engu máli í þessu sambandi lóarninn var kominn á undan og svo voru líka komnir plotterar fyrir 20 árum Maggi. Tæknin hefur ekkert með þetta að gera. Það eru betri skilyrði í sjónum og þar með aukin fiskgegnd sem skipta máli.
Haraldur Bjarnason, 19.7.2009 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.