Skýrsla um það sem enginn veit

Hvernig getur stofnun, sem á að vera vönd að virðingu sinni, eins og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, birt skýrslu um stöðu Íslands innan Evrópusambandsins áður en það liggur fyrir hvað okkur stendur til boða og hverju við þurfum að fórna við inngöngu í ESB? - Þetta er eitt af fjölmörgum atriðum sem vekja furðu í þessum ótrúlega málatilbúnaði. Nýkrýndir þingmenn Borgaraflokksins vilja fá snuddu til að samþykkja viðræður, allir aðrir en Þráinn Bertelsson sem fylgir sinni sannfæringu. Bændasamtökin fagna skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskólans, væntanlega af því að þau eru fyrirfram búin að dæma aðild vonlausa. - Svo vill þetta lið atkvæðagreiðlu um hvort við eigum að fá að vita hvað við fáum. Atkvæðagreiðslu um hvað? Þvílík endemis vitleysa. Næst þarf að greiða atkvæði um það hvort við eigum að vera með sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Það væri álíka gáfulegt. 
mbl.is Landbúnaðarskýrslan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Næst þarf að greiða atkvæði um það hvort við eigum að vera með sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Það væri álíka gáfulegt.

Þetta er nákvæmlega málið í hnotskurn.. fávitaleg atkvæðagreiðsla sem einungis er sett fram til að stöðva málið í fæðingu. Þar liggja nefnilega hagsmunir sjálfstektarinnar

Óskar Þorkelsson, 15.7.2009 kl. 20:32

2 identicon

Það er verið að meta hver áhrifin geta orðið á landbúnað á Íslandi út frá ákveðnum forsendum... þ.e. að við fáum samskonar samning og finnar. Er það flókið fyrir þig að skilja?

Þau áhrif eru að verksmiðjulandbúnaður leggst af á Íslandi og hingað streymir ódýrara svínakjöt, egg og kjúklingar. En það er svo miklu meira á spýtunni en það... þessi verksmiðjulandbúnaður treystir að langstærstum hluta á aðflutt fóður og heldur þannig fóðurverði niðri vegna magninnkaupa. Þannig verður allt fóður dýrara sem skilar sér í minni samkeppnishæfni annarra búfjárgreina. Mjólkin verður dýrari, innlenda kjötið verður dýrara... og þessar greinar lenda fljótlega í hættu líka. En það eru ekki bara bændurnir sem missa vinnuna... það eru allir aðrir sem vinna í geiranum. Landbúnaður og afleiddar greinar eru t.d. stærri en sjávarútvegur á Norðurlandi Eystra. Og þá er eftir að meta áhrifin á sjávarútveginn að auki.

Þess vegna þarf að vega þessa hluti og meta MIKLU betur en er verið að gera í rassaköstum samfylkingarinnar.

Offi (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:40

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er ekkert flókið að skilja Offi. Forsendurnar sem gefnar eru liggja bara ekki fyrir. Tek undir með þér að það þarf að vega þessa hluti og meta og þess vegna þarf aðildarviðræður til að vita hvað við fáum og hverju við fórnum. Allt annað eru getgátur eins og þessi skýrsla byggir á. Landbúnaður er stór atvinnuvegur og við þurfum að standa saman um hann. Íslendingar hætta ekki að kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir þótt við göngum í ESB. Það er á hreinu. Við þurfum hins vegar að vita hvað við eigum að kjósa um og það vitum við ekki nema með viðræðum.

Haraldur Bjarnason, 15.7.2009 kl. 21:58

4 identicon

Málið er að VIÐ erum ekki með nein skilyrði eða markmið eða neitt... bara að senda möltufálkann Össur þarna út og sjá hvort það séu ekki einhver tilboð í gangi?

Við erum ekki að kaupa pizzur. Þetta varðar fullveldi þjóðar okkar og það er ENGIN stefnumörkun af hálfu ríkisstjórnarinnar né þingsins. Við erum ekki fyrsta landið sem gengur í sambandið og það er ALVEG ljóst að ESB ætlar ekki bara að taka okkur inn þarna til að við getum einhliða notið góðs af því. Eva Joly fagnar okkur inn í ESB, því við eigum mikilvægar auðlindir á borð við fisk og auðlindir í jörðu.

Ef samningagerðin verður eins og í IceSave, þá á ég ekki von á góðu, svo ég sé nú bara hreinskilinn!

Offi (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:16

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Átta mig bara ekki á hvað þú ert að tala um, þú sem kallar þig Offa og ég veit ekki hver er, hels vil ég að þú skrifir ekki á mína sínu nema undir fullu nafni og kennitölu ef þú ert ekki skráður á mbl.is. Málið er einfalt. Til að við vitum hvað á að kjósa um þarf að ræða málin. Kosning áður er bara bull og kostnaður. Vet allt um auðlindir í jörðu og sjó en því miður ráða örfáir einstaklingar yfir því í dag en ekki þjóðin.

Haraldur Bjarnason, 15.7.2009 kl. 22:33

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

átti að vera. ...helst vil ég að skrifir ekki á mína síðu nema....

Haraldur Bjarnason, 15.7.2009 kl. 22:34

7 identicon

Já tek alveg undir það, og það fer mjög svo í taugarnar á mér þegar fólk er á móti einhverju sem það veit ekki hvað er.

Hvernig er hægt að vera á móti aðildarVIÐRÆÐUM?? Finnst það bara hreint út sagt heimskulegt, var einmitt að hlusta á útvarpið í dag þar sem var auðvita fjallað um þetta, og það virkaði þannig á mig að þeir sem voru á móti voru bara á móti til að vera á móti.

Fullveldi bullveldi, það er það sem hefur átt við Ísland og Íslendinga síðustu ár, held við hefðum bara verið betur sett undir dönum, en þó þykir mér skárra að vera Íslendingur en dani

Andrir (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband