Heiður hræsnaranna

Það er nú vafasamur heiður sem Ásmundur Einar hlýtur með þessu hrósi hræsnaranna sem komu þjóðinni í kalda kol. Ég virði þó skoðanir hans þótt ég telji að nauðsynlegt sé þjóðinni að vita hvað hún á að greiða atkvæði um. Án aðildarviðræðna við ESB vitum við ekkert hvað við fáum eða hverju við fórnum. Tvöföld atkvæðagreiðsla væri álíka og að verkalýðsforingjar þyrftu atkvæðagreiðslu um hvort þeir ættu að fara í samningaviðræður við vinnuveitendur. Allir sjá hverslags vitleysa það er svo ekki sé talað um kostnaðinn hjá skítblankri þjóð. Allt tal um framsal sjálfstæðis og hrun sjávarútvegs og landbúnaðar hér á landi er út í bláinn meðan við vitum ekki um hvað er verið að semja. 
mbl.is Sjálfstæðismenn hrósa Ásmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Já, þeir reikna greinilega með að það kosti þjóðina ekki neitt að kjósa tvisvar. Það er ótrúlegt að fólk skuli ekki sjá fráráðnleikann í tvöfaldri atkvæðagreiðslu.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 15.7.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband